Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.1944, Blaðsíða 20
186 Æ G I R þaðan, en tveir þeirra þó aðeins annað veifið. Sá aflahæsti þeirra veiddi fyrir um 22 þús. kr. í ágiist. DýraJJörður. Þar hafa veiðar lítið verið slundaðar i jiilí og ágúst. Um miðjan ágúst kom góð aflahrota í fjörðinn og fóru þá ýmsir á færaveiðar, en öfluðu aðcins til heimilsþarfa. Aðeins einn bátur var á drag- nótaveiðum i ágúst, en varð að iiætta eftir vikú, sökum mannaskorts. Flateyri. Tveir vélbátar með 7 manna á- höfn stunduðu færaveiðar í jiilí. Öfluðu þeir vel, eða 6000—7000 kg i tveggja sólar- liringa legu. Nokkrir smábátar voru á færa- veiðum í firðinum og fiskuðu sæmilega með köflum. — í ágúst voru veiðar mjög lítið stundaðar. Einn 5 rúml. bátur var á línuveiðum og 4—5 smábátar á færaveið- um endrum og eins. Vélbáturinn Harpa stundaði togveiðar og aflaði illa, sama er að •segja um smærri bátana. Suðureyri. í júlí mátti heita þar góður afli, en veiðar voru yfirleitt. lítið stundað- ar. Mest voru farnir 13 róðrar. Tíu litlir bátar, með tveggja og þríggja manna áhöfn, öfluðu með handfæri. Öfluðu þeir um 2000 kg í róðri. Tveir stórir bátar voru á línu- veiðum og þrír á dragnótaveiðum. Öfluðu dragnótabátarnir vel undir Iok júlí mán- aðar. -— í ágúst voru mest stundaðar hand- færaveiðar á smáþátum, en af'li var treg- ur, eða mestur um 1500 kg í róðri. Mest voru farnir 15 róðrar. Einn hátur var á dragnótaveiðum og aflaði hann vel síð- ustu daga mánaðarins. Bolungavik. Fimm þilfarsbátar slunduðu handfæraveiðar annað veifið í júlímánnði og þrír bátar voru á línuveiðum. Öfluðu þeir yfirleitt vel, einkum síðari hluta mán- aðarins. í ágúst var góðfiski og voru þá farnir 15 róðrar. Mesli afli í róðri var um 5000 kg, en að jafnaði fengust um og yfir 4000 kg. Þrír bátar stunduðu reknetja- veiðar, en tveir slitrótt. Aflahæsti báturinn fékk 500 tunnur. Hnífsdalur. Þrír vélbátar stunduðu það- an veiðar í júlí og ágúst. í júlí voru mest farnir 8 róðrar, en 22 í ág'úst. Afli var yfir- leitt góður báða mánuðina, en þó betri í ágúst. Mestur afli í sjóferð í júlí nam að verðmæli um 2200 kr„ en í ágúst aflaðist mest í róðri um 6000 kg. ísafjörður. Fiskveiðar voru stundaðar stopult í júlí. Þrír bátar, er voru á drag- nótaveiðum, hættu þeim í byrjun mánað- arins. Handfæraveiðar voru stundaðar með nokkru uppihaldi og aflaðist vel á köflum. Mest fékkst á bát, með 7 manna áhöfn, um 6800 kg í 2—3 sólarhringa útiveru. — 1 ágústmánuði stunduðu 4—5 hátar rek- netjaveiðar utan við og í ísafjarðardjúpi. Afli var nokkuð misjafn, en mátti þó telj- ast góður yfirleitt. Aflahæsti báturinn fékk um 1300 tunnur. Tveir bátar voru við dragnótaveiðar annað veifið og aðrir tveir veiddu með lóð og öfluðu vel, eða um 4500 kg í róðri. Nokkrir smábátar lengu og reytingsafla á grunnmiðum. Súðavik. Aðeins einn vélbátur stundaði línuveiðar þaðan i júli, og aflaði hann fyrir um 24 þús. kr. í rúman mánuð. Einn bát- ur stundaði dragnótaveiði og hafði hann i júlílok aflað fyrir um 40 þús. kr. í tvo mánuði. Engin útgerð var frá Súðavik í ágústmánuði. Steingrimsfjörður. Þrír og fjórir bátar voru á þorskveiðum í júlí. Afli var tregur framan af mánuðinum, en góðfiski síðustu vikuna. — í ágústmánuði stunduð 2—3 hátar þorskveiðar. Mest voru farnir 15 róðrar og aflaðist sæmilega. Norðlendingaf jórðungur. Skagaströnd. í júlí voru góðar gæftir og oft róið. Afli var tregur. Mest fékkst um 3% smál. í róðri. Sjaldan var róið í ágúst, enda litil veiði. Fiskurinn var allur hrað- frystur. Sauðárkrókur. Þar hefur lítið aflast báða mánuðina, helzt liefur urgast nokkuð upp i dragnót. Aflinn var hraðfrystur. Hofsós. í júlí fóru bátarnir að meðaltali 10 róðra, en 11 í ágúst. Um miðjan júlí glæddist afli talsvert og' aflaðist þá 1000— 2500 kg í róðri, en í ágúst var miklu treg- ari veiði, eða 700—800 kg. í róðri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.