Ægir - 01.02.1947, Page 5
Æ G I R
35
En íslendingar dotta viðar á verðinum en
í sambandi við öflun markaða. Fátt er okk-
ur jafnnauðsynlegt og að fylgjast sem ná-
kvæmast með þvi, hvað gerist hjá öðrum
fiskveiðiþjóðum. Okkur er ekki aðeins
nauðsynlegt að fvlgjast með þeirri þróun,
sem á sér stað í sambandi við framleiðslu-
háttu alla, við þurfum einnig að kunna sem
gleggst skil á því, hvað íiskimaðurinn á
hverjum stað fær fvrir aflann, hver fram-
leiðslukostnaðurinn er, hvernig aflinn er
hagnýttar, hvað hinar ýmsu fiskveiðiþjóðir
fá fyrir framleiðslu sína i markaðslöndun-
um o. s. frv. Þessa könnunarstarfsemi rækj-
uni við íslendingar slælega, að ekki sé
meira sagt. Reynd þú, sem þessar línur lest,
að fara til þeirra aðila, sem helzt ættu að
safna gögnum um ofangreind atriði og inntu
þar eftir, hvað fiskimaðurinn í Noregi,
Kanada og Nýfundnalandi fær fyrir fisk-
inn, lifrina og annað sem hann aflar, hvað
þar kostar að framleiða hvert kg af freð-
fiski, saltfiski, harðfiski o. s. frv., og spurðu
jafnframt um, hvað þessar þjóðir fá fyrir
sjávarframleiðslu sina í hinum ýmsu
markaðslöndum. Láttu mig síðan vita,
Iiversu þú hefur orðið vísari.
Nálega tvö ár eru nú liðin siðan styrjöld-
inni lauk. Þennan tíma höfum við ekki
svo mikið sem haft sendifulltrúa í Noregi.
Má þó ljóst vera, hvílík nauðsyn er á því
að hafa þar einhvern erindreka. Úr því við
liöfum vanrækt að hafa sendifulltrúa í
Noregi, svo sem raun ber vitni, er þess
Irauðla að vænta, að við höfum tekið
upp þann hátt að hafa fiskfulltrúa
(Fiskeriattaché) við sendiráðin eða í þeim
Jöndum, þar sem þeirra er mest þörf.
Norðmenn vita hvers virði það er að hafa
slíka sendimenn, enda eru fiskifulltrúar
frá þeim við mörg sendiráðin og víðar. Þótt
sjávarútvegur sé ekki höfuðatvinnuvegur
hjá Svium og Dönum, telja þeir samt nauð-
synlegt að hafa fiskifulltrúa í ýmsum lönd-
um.
íslendingar eiga tvímælalaust að taka upp
þá skipun að hafa sérstaka trúnaðarmenn
meðal þeirra þjóða, sem aðallega keppa við
okkur um markað fyrir sjávarafurðir.
Þessir menn verða að vera vel menntaðir
og hafa yfir að ráða sérstakri reynslu og
Jiekkingú i sambandi við starfssvið sitt.
Þeirra verk á að vera það, að safna upp-
lýsingum um fiskverð, markaðsverð, fram-
leiðslukostnað, framleiðsluháttu, tækni í
fiskiðnaði o. s. frv. Þessar upplýsingar ber
svo að senda hingað heim til einhverrar
ákveðinnar stofnunar, sem falið er að
vinna úr þeim. Með þessum hætti ætti það
að vera nokkurn veginn tryggt, að við hefð-
um ætið spurnir af því helzta, sem er upp
á teningnum hjá öðrum fiskveiðiþjóðum,
og okkur varðar að vita.
Það er áreiðanlega ekki einhlitt að eiga
glæsileg framleiðslutæki, hvort heldur er á
sjó eða landi og liafa á að skipa afbragðs
mönnum til þess að vinna við þau. Því varð
mér á að spyrja í upphafi: „Sofa íslend-
ingar á verðinum?" Er það kannske að
ófyrirsynju að um slíkt er spurt? Ber um-
hyggja okkar fyrir því að hafa hemil á fram-
leiðslukostnaðinum vott um vökula varð-
mennsku? Ber barátta okkar fyrir öflun
markaða vott um það, að við séum árvök-
ulir? Ber gagnasöfnun okkar um aðrar fisk-
veiðiþjóðir vott um, að við séum liðtækir
varðbergsmenn ?
Þjóð, sem hefur hafizt eins af sjálfum
sér og íslendingar, má ekki láta það henta
sig að skorta skilning á þeim hlutum, sem
hér hefur verið drepið á. Hún má aldrei
spara eyrinn, en kasta krónunni, allra sízt
í sambandi við þann atvinnuveg, sem hún
á velfarnað sinn fyrst og fremst undir.
15. fcbrúar.
L. K.