Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.1947, Blaðsíða 8
38 Æ G I R inni. Alþingi samþykkti hvað eftir ann- að kröftug mótmæli, og tillögur þess gengu alltaf lengra en danska stjórnin vildi ganga. íslendingar hafa alltaf haldið á lofti nauðsyn þess að taka fyrst og fremst tillit til þess að afkoma vor og lífsmöguleikar eru svo háðir sjónum kringum landið. 4. Það er ekki rétt, að vér liöfum viður- kennt samninginn milli Danmerkur og Stóra-Bretlands. Hann var gerður fyrir vora hönd, en gegn vilja Alþingis, sem mótmælti honum. Enda þótt það sé hæpið, að traust sögu- leg rök hnigi einkmn undir 4ra sjómílna landhelgina, hygg ég það skynsamlegt, að vér tökum upp baráttuna á grundvelli til- lagnanna í Haag árið 1930. Fyrir því eru óyggjandi sannanir, að 3ja sjómílna tak- mörkin hafa skemmstan tima verið í gildi og eru þau þrengstu sem þekkjast lir allri sögu vorri. Vér getum með sögulegum rök- um gert kröfur um enn víðari landhelgi en 4 sjómilur, og hún verður áreiðanlega ófull- nægjandi til frambúðar. En þetta vœri þó skref i rétta átt, enda minnsta krafa vor á núverandi stigi málsins, scm setja verð- ur fram með fijrirvara um það, að strax og lifsmöguleikiim vorum sé hætta búin, áskiljum vér oss rétt til að trgggja fram- tíð þjóðarinnar með víðtækari ráðstöfun- um. Þó að vér settum þetta ákvæði, erum vér ekki kröfuharðari en margar aðrar fiskveiðiþjóðir. Norðmenn hafa löghelgað 4ra sjómílna takmörkin undan sínu landi, og er þó landhelgi þeirra miklum mun hag- stæðari en vor, vegna þess að mikill hluti heztu fiskimiða þeirra liggur skammt und- an landi. Mun síðar gefast tækifæri til þess að ræða þetta nánar. Landhelgi Norðmanna. Ef vér hefðum alltaf notið sjálfsforræðis í þessu ináli er ólíklegt, að vér hefðum tek- ið aðra afstöðu í því en frændur vorir, Norðmenn. Er því fróðlegt að athuga af- stöðu. þeirra. Árið 1882 gerðu Stóra-Bretland, Þýzka- land, Belgia, Danmörk, Frakkland og Hol- land með sér samning (Norðursjávarsamn- inginn, North Sea Convention), sem kvað á um, að landhelgi skyldi vera 3ja sjómílna sævarbelti meðfram ströndum landanna, og skyldi landhelgislinan ganga inn í firði þá og flóa, sem væru meira en 10 sjómílna hreiðir, en reiknast frá beinni línu milli stranda, þar sem breiddin væri ekki ineiri en 10 sjómílur. Noregur undirritaði ekki Norðursjávar- samninginn, vegna þess að norska stjórnin áleit hann andstæðan hagsmunum útvegs- ins, sem veitir miklum hluta þjóðarinnar lífsviðurværi. Noregur krefst einkaréttar til fiskveiða á öllum fjörðum og flóum og á ára milna sævarbelti meðfram sirönd landsins, mælt frá yztu eyjum og skerjum, sem úr sjó koma. Þessi landhelgi verður enn þá hagkvæmari fyrir þá sök, að innan- skerja eru mikil sævarflæmi, en breiður skerjagarður liggur eins og kunnugt er með- lram nærfellt allri strönd Noregs. Þessi lendhelgi er því í raun og veru miklu breið- ari en í fljótu bragði virðist. Vér erum liins vegar, að því er mér skilst, bundnir þessum samningi vegna fyrri tengsla við danska ríkið. Afstaða Breta. Afstaða Breta hefur að vonum markazt mjög af því, að þeir liafa stundað miklar veiðar utan landgrunns síns, við Færeyjar, ísland, Bjarnareyjar og í Barentsliafi. Hafa þeir mjög haldið á lofti reglunni um 3ja milna landhelgina og spvrnt á móti öllum bönnum gegn botnvörpuveiðum utan henn- ar. Þeir hafa heldur ekki viljað ganga inn á Iokun flóa og fjarða, sem eru meira en 10 sjómílna breiðir. Þá halda þeir því einn- ig til streitu, að eyjar, sem liggi meir en 3 sjómílur frá meginlandi, hafi sina eigin landhelgi. Nokkurs tvískinnungs gætir þó í afstöðu þeirra. Eins og oss, er þeim mikið áliuga- mál að vernda smábátaútveg sinn, sem byggist á eigin fiskimiðum þeirra. Þess vegna lögðu þeir bann á botnvörpuveiðar í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.