Ægir - 01.02.1947, Page 20
50
Æ G I R
netto tonnatal samkv. a.-lið verði 10%
minna en samkv. Dónárreglunni, og 16%
minna en eftir þýzku reglunni. Ef stærð
vélarúmsins er þannig, að ákvæðin komi
undir b-lið, getur útkoman orðið óeðlileg,
þar sem engin takmörk eru sett um frá-
dráttinn. Netto lonnatalið getur farið niður
fyrir helming af brútto tonntölu. — En lög
eru lög, og auk Stóra-Bretlands og sam-
bandslanda þess er farið eftir „British
Rule“ í Danmörku, Þýzkalandi, Banda-
ríkjum Norður-Ameríku, Noregi, Frakk-
landi, Grikklandi, Rússlandi, Finnlandi,
Spáni, Portúgal, Ítalíu, Argenlinu, Hollandi,
Austurríki, Ungverjalandi og Japan.
Hlutfallið milli brútto og netto tonna-
tölu er mjög á reiki. En meðal útkoman
sýnir, að því er snertir seglskip, að netto
tonnatalan er um 95% af brútto tonnatöl-
unni, og er það ekki svo mjög breytilegt
eftir því livaða reglum er farið eftir. Að
þvi er snertir venjideg vélskip, er þetta öðru
niáli að gegna. Sé miðað við „Britisb-
Rule“, verður netto tonnatalan um 64% af
brútto tonnatölu, sé miðað við Dónárregl-
una þá 74%, og sé miðað við þýzku
regluna, verður tonnatalan um 80% af
brútto tonnatölunni. Sé miðað við „Lloyd’s
Register“, og öll skip yfir 100 rúmlestir
tekin me^S, verður meðal útkoman, að netto
tonnatalið er 62% af brútto tonnatölunni.
Hið bogamyndaða rúmtak skipsins er
ekki þess eðlis, að hægt sé að nota nákvæm-
lega hreina matamatik við útreikningana.
En „Simpsons“ regla fer svo nálægt þvi
rétta rúmmáli, að ef reglan er réttilega
notuð, er hún talin nægilega nákvæin, og
nákvæmari en liægt er að taka málin i
skipinu, sem eru grundvöllurinn eða for-
sendurnar fyrir útkomunni. „Simpsons“
reglan er viðurkennd og enginn ágreiningur
um hana.
Þá skyldi maður nú ætla, að liægt væri að
ganga hreint til verks, en svo er þó ekki.
Því það er vitað mál, að útgerðarmenn-
irnir fá skipasmiðina til þess að teikna og
gera skipin þannig, að útgjöldin verði sem
minnst. Þetta gera allir skipasmiðir og þeir
sem lengst komast eru mest metnir og eftir-
sóttir.
Eitt af því, sem er mest áberandi, er
„Shelter Deck“ undanþágan, sem er frani-
kvæmd á eftirfarandi hátt:
Aftast á skipinu er stutt lúkuop, en jafn
breitt og hin lúkuopin, ekki meira en 12"
há umgerð (karmur), enginn „skálk“-út-
búnaður. Þverþil á millidekkinu er framan
og aftan við lúkuopið, austurop á báðum
hliðum. Bilið milli þverþilanna má ekki
vera minna en 4 fet. í fremra þverþilinu
eru „bráðabirgðar“ hlerar og í öllum þver-
þilum þar fyrir framan.
Millidekkið, þannig útbúið, er „exeptcd
from measúrement (undanskilið mæl-
ingu).
Hér hefur í rauninni ekki verið framið
neitt lagabrot, skipasmiðurinn er sýkn
saka. Það sem gerzt hefur, er að lokunar-
úlbúnaðurinn fullnægir kröfum friborðs-
laganna, en ekki kröfum skipamælinga-
iaganna.
Skip nokkurt rúmlega 5000 rúmtonn
brúttó, lagði af slað nýsmíðað frá Svíþjóð.
Millidekksrúmið um 1500 rúmtonn var út-
búið í samræmi við það, sem að ofan getur,
og ekki mælt með, samkvæmt „British Rule“.
Það er sagt sem svo, að mæling skipa sé
„international“ og svo er það, og að eilt
rúmtonn er 100 teningsfet ensk. Það er ekki
hægt að ætlazt til þess, að allir fannenn
vorir viti um allar þessar „kúnstir og
kenjar“. Svo sem það, að láta ekki „skálk-
haka“ á afturlúkuna á skipi, sem siglir með
millumdekksundanþágu. Skipin þurfa að
vera útbúin með mörg mælingabréf í sam-
ræmi við lög varðandi þau lönd eða skipa-
skurði, sem förinni er heitið til. Því að ef
yfirvöldin á staðnum eiga að fara að áætla
tonnatöluna, verður sú áætlun frekar þeiin
í vil en skipseigendunum. Enda hefur skip-
sljórinn ekki tíma til þess að deila um þessa
liluti, og auk þess ekki liægt að ætlast til að
að hann geti það, því að málið er svo
íiókið.
Bezta lausnin er að leggja plöggin á
borðið.