Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1951, Síða 6

Ægir - 01.04.1951, Síða 6
82 Æ G I R þekkjast, tveggja hæða farþegarúm með kjallara, fara háloftin eða í 30 þúsund feta hæð, með útbúnaði til þess að varna farþegum óþægindum vegna loftþynning- ar o. fl. Var nú beðið með allmikilli eftirvænt- ingu, en er leið að kvöldi, fór að þykkna í lofti, og fór að ganga á með éljum, varð nú ekki beint líklegt að lent yrði þessari stóru vél, ef ekki létti þá til aftur. Fór maður nú að efast um ferðamöguleika þennan daginn, enda fór svo, að kl. 23.30 kom frétt um að vélin væri farin fram- hjá. Máttum við því gista fimmtu nóttina að Hótel Keflavík. Ekki svo að skilja, að okkur liði ekki vel þarna á gistihúsinu, við lifðum þarna í vellystingum pragtug- lega, eins og þar stendur. 25. febrúar, sunnudagur. Er við komum á fætur var nú í virki- legri alvöru farið að ræða, hvað gera skyldi. Þarna voru fleiri fai-þegar en við, sem biðu eftir ferðinni og höfðu þeir vitanlega sínar áhyggjur af þessari töf ekki siður en við. Kom þá til ráðstefnu æðsti maður flug- félagsins þarna á vellinum. Hafði farar- stjórinn, Arnór, allan veg og vanda af þeim samræðum fyrir okkar hönd. Varð það svo niðurstaðan, að við skyldum fluttir til Reykjavikur aftur og fara svo með flug- vél Flugfélags íslands, Gullfxxxa, á þiúðju- dagsmorgun til Prestvick og Kaupmanna- hafnar og þaðan til Oslo. Þá var nú næst að athuga á hvern liátt við færum til Reykjavíkur. Iíom þá í ljós, að vegurinn til Reykjavíkur var ófær bílum, og varð því endirinn sá, að fá flugvél frá Reykja- vik til þess að sækja mannskapinn suður á Keflavíkurflugvöll. Um hádegisbilið kom svo Gljáfaxi, flugvél Flugfélagsins, og sótti farþegana, sem voru 12—14, og flutti alla til Reykjavíkur. Stóð það flug í 7 mínútur. Ég tel rétt að geta þess hér, að flugfélag það, er við vorum farþegar hjá, gerði allt, sem hægt var, til þess að uppfylla skyld- ur þær, sem flugfélögin yfirleitt hafa við farþega þá, sem ferðast með flugvélum þeirra, þ. e. annast um allan kostnað og fyrirgreiðslu farþeganna, þar til ferð þeirri er lokið, sem farseðillinn hljóðar upp á. Svona lagaðar tafir munu vera sjaldgæfar, enda mundi vafasamur hagnaðurinn af far- þegaflutningi, ef oft gengi svo sem nú varð raunin á með þessa ferðamenn, sem þarna urðu að bíða, mest eða eingöngu vegna slæmra veðurskilyrða. Er til Reykjavíkur kom, dreifðust menn og skyldu svo mæta á flugvellinum hjá Flugfélagi íslands á þriðjudagsmorgun 27. febrúar kl. 8. 27. febrúar. Kl. 08.30 var ég sóttur i bíl Fiskifélags- ins og fluttur á flugvöllinn. Komið var við hjá fararstjóranum og hann tekinn með. Er á flugvöllinn kom, voru ferðafélagarn- ir að smá-tínast þangað ásamt öðrum far- þegum, en þeir urðu alls 39. Flugvélin varð því fullskipuð. Var svo lagt af stað kl. 09.00 með Gullfaxa. Rétt áður en vél- in hóf sig til flugs, kom flugfreyjan — sem ég því miður veit ekki hvað heitir —• og tilkynti okkur, að við yrðum þrjá tima og fjörutíu mínútur á leiðinni til Prestvick og flogið yrði í 9500 feta hæð í ágætu veðri. Tel ég þetta sérlega hughreystandi til- kynningu fyrir þá, sem aldrei höfðu flogið fyrr. Það var oft verið að spyi'ja mig« hvort ég væri ekki hræddur við að fljúga. Ég svaraði þvi, sem ég hafði raunar oft gert áður, er rætt var um flugferðir, að ég gerði ráð fyrir því, að það hlyti að fara um mig sem alla aðra, að ég mundi áreiðanlega geta flogið, ef ég þyrfti þess með, án þess að vera nokkuð sérstaklega að sækjast eftir flugferðum. Ég fann ekki til neins lcvíða, enda allt fólkið jafnöruggt og það væri að setjast inn í bíl til stuttr- ar ferðar, áhöfnin einkar alúðleg og frjáls- mannlegt fólk, sem brosir við hverjum manni, gengur að sínum skyldustörfum með öryggi og festu.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.