Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1951, Qupperneq 13

Ægir - 01.04.1951, Qupperneq 13
Æ G I R 89 veiðarnar stunda, eða 1200, sumir sögðu allt að 2000. Þessar tölur ber því að taka með varúð, en hvort sem rétt er, þá er yist, að flotinn er stór, því að maður sá otölulegan skipafjölda þarna við veiðarn- ar> mun vera 16—1700 skip. Vorsildar- Vertíðin stóð nú þarna yfir. Okkur fannst, að ekki mundi vera langsótt veiðin, sein þarna var í fullum gangi, en farið að líða á veiðitímann. Er þessari ferð lauk og í land var komið aftur, bauð bæjarstjórn staðarins okkur til kaffidrykkju. Þar, sem annars staðar, var okkur svnd hin mesta velvild og gestrisni. Ræður voru haldnar tyrir okkur Islendingunum og' íslandi, en fararstjórinn þakkaði alúðlegar móttökur fyi'ir okkar hönd. Þessu næst var ekið aftur af stað, en farin önnur leið, þannig að við hringók- u,n eyjuna. Þeir, sem höfðu slegizt i för- uia í Ákrahamn, fylgdu okkur. Var svo komið í Ivoparvik og þar skildi með okkur °g heimamönnunum, því að nú lá leiðin aftur til Haugasunds. Karinöy er þéttbýl og stór eyja, um 40 km löng. Var okkur sagt, að þar byggju um 20 þúsund manns. A eynni eru ýmsir sögustaðir svo sem Avalds- neskirkja, sem við aðeins sáum tilsýndar, i»eð sögulegu minnismerki, sem heitir »Jomfru Marias Synaal“ (einhver bauta- sleinn). Ekki kann ég neinar frekari skýr- iugar á þessu, því miður. AllmikiII land- kúnaður er á eynni. Er við komum úr þessu ferðalagi, bauð íslenzki konsúllinn, ftagnar Nösen, okkur í klúbb, sem liann er meðlimur í. Þáðum við þar góðgerðir hjá honum og sátum þar í 2 tíma. Um kvöldið, rétt áður en við fórum um borð 1 skipið, sem við skyldum fara með aftur norður eftir, fórum \dð og heimsóttum síldarmóttökustöð, sem konsúllinn á. Þar var verið að taka á móti síld af netja- bátunum. Var síldin ísuð í kassa og sett jafnóðum um borð í skip, sem átti að flytja hana lil Þýzkalands. Átti að afgreiða 30 þús. hektólítra um nóttina. Okkur var sagt, að hún yrði kominn á markaðinn eftir sólarhrings siglingu, enda var síld- in aðeins ísuð lítið, þunnt íslag látið undir og ofan á kassana og þeir síðan slegnir til og fluttir í skipið. Þetta sýnir m. a. þá miklu möguleika, sem Norðmenn hafa til hagnýtingar á þessari veiði sinni, sem ann- ars er fremur léleg vara, þar sem þessi síld er aðeins talin að vera 8% feit. Eittr af því, sem vakti athygli olckar á hag- nýtingu þeirra á þessari síld, var, að þeir taka hana eins og hún kemur upp úr skip- unum, ókverkaða, og setja í geysistórar þrær. Þeir gera hæfilegan pækil í þrónum og geyma sildina í honum jafnvel svo mán- uðum skiptir, pakka henni svo eftir hend- inni í tunnur til útflutnings, mest til Rúss- lands, skildist okkur. Þetta mætti ef til vill gera hér á landi við magra vetrar- eða vorsíld, ef hún veiddist. Bergen aftur: Sunniidagur 3. marz. Um morguninn komum við til Bergen með strandferðaskipi, sem Sandnes heitir, og gengur á milli Bergen og Stavanger með viðkomu á helztu höfnum. Þar sem við áttum að fara aftur um kvöldið norður á bóginn, tókum við allir eitt stórt herbergi á Hótel Rosenkrantz. Þessi dagur notaðist okkur ekki sem bezt, vegna þess að veðrið var fremur kalt og hryssingslegt, þó skoðuðum við okkur dá- lítið um í borginni. Meðal annars fórum við upp á „Flöjen“ í „Flöjbanen“, sem er víðfrægt mannvirki og mikið heimsótt vegna óviðjafnanlegs útsýnis yfir borgina og nágrennið. Við vorum ekki heppnir með veðrið og nutum því ekki útsýnisins, sem skyldi. Við borðuðum þarna miðdags- mat á ágætu og stóru hóteli. Ferðalagið þarna upp er ekki erfitt, þar sem maður sezt inn í vagn, sem svo er dreginn upp snarbratt fjallið á 5 mín. í 320 metra hæð, er það raforka sem dregur vagnana, en þeir voru tengdir hvor i annan, likir venju- legum strætisvögnum. Fer maður inn í allmikla jarðhvelfingu niðri, sem grafin er

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.