Ægir - 01.04.1951, Qupperneq 15
Æ G I R
gr
Innri hluli
hafnar i
Alasundi.
svo nefndri Borgundkirkju. Er það gömul,
stór og vegleg bygging. Þaðan blasir við
Borgundfjörður, sem hefur það m. a. til
sms ágætis að þar veiðist bezti þorskur
sem þekkist, að því okkur var sagt. Fiski
er einungis stundað þarna á róðrarbátum,
seni verða að hlýta settum reglum við
Veiðarnar. Er fiskur þessi aðeins seldur
nýr á innanlandsmarkaði, fluttur um ná-
grennið og til Oslo, en þangað er ÍO tíma
t'erð í bíl. Okkur var sagt, að þarna i
Borgundfirðinum mættu aðeins róðrarbát-
ar stunda veiðar og einungis með net eða
t*ri. Þorskinn fengum við að borða og
satt er það, að bragðgóður er hann, enda
vel feitur og þéttur i sér.
Um kvöldið sátum við svo boð verzl-
anarmannafélagsins við rausnarlegar veit-
lngar, samræður og ræðuhöld, og alls stað-
ar var sama velvildin til okkar og Islands.
”• marz, þriðjudagur.
Kl. 10 var farið með okkur til þess að
skoða skipasmíðastöð, er það Liaaen Mek.
^ erksted. Var þar margt að sjá. 250 lesta
járnskipi hafði nýlega verið hleypt þar af
stokkunum. Var verið að vinni í því þar
við bryggju og var okkur sýnt það og
vinnubrögðin um borð skýrð fyrir okkur,
tilhögun öll við bygginguna og fyrirkomu-
lag. Verkstæði þetta framleiðir nú skipti-
skriifur á stórar dieselvélar. Sögðust þeir
hafa heimseinkaleyfi á þessum skiptiskrúf-
um, en ekki smíða á minni vélar en 300
hestafla. Þá voru þeir að smíða skrúfur
á 1400 hestafla vélar. Ekki skal hér gerð
tilraun til þess að lýsa þessu nánar, en
myndarleg sýndist okkur vinnubrögðin
vera. Lifrarbræðslutæki í smærri skip sá-
um við þarna, sem þeir smíða. Var það
olíukynntur ketill og eitt bræðslukar. Leit
það út fyrir að vera vandað. Herpinóta-
báta úr járni sögðust þeir vera farnir að
smíða. Töldu þeir, að slíkir bátar væru
bæði sterkari, léttari og ódýrari en tré-
bátar, en ekki sögðust þeir vera farnir að
vinna að fjöldaframleiðslu á þessum bát-
um. Einnig sáum við þarna í smíðum ca.
30—40 lesta bát úr járni. Var það auð-
sjáanlega igripavinna þar á stöðinni er
ekki var annað að gera, og var ekkert verið
að vinna við hann, er við vorum þarna.
Framkvæmdastjórinn, Adolf H. Liaaen,
sýndi okkur stöðina og skýrði allt vel og
geiðlega fyrir okkur, er við spurðum um.
Þessu næst var okkur sýnd stór og mik-