Ægir - 01.04.1951, Síða 26
102
Æ G I R
færi vel. Gunnar, sem annars ætlaði ekki
nema til Þrándheims með okkur, fór svo
með Ivarvel til Oslo og beið okkar þar, og
kvöddum við hann svo, er við komum
þangað. Þurfti liann þá aftur að fara þaðan
heim til sín með næturlest til Bergen.
Næsta dag allan, þ. 13. marz, dvöldum
við í Stamsund. Um morguninn kl. 10 feng-
um við okkur tvo bíla og keyrðum þarna
um eyjuna og suður til næsta fiskivers,
sem heitir Ballstad. Veðrið var gott, nokkuð
kalt en hjart og sólskin. Á þessari leið
keyrðum við upp dálítinn háls frá Stam-
sund, og um dalverpi er lcom þar í
gegn. Tók þar við þéttbýlt landbúnaðar-
hérað, sem leiðin lá um. Sáum við þá, að
Lófót er meir en fiskiver og bátar. Enda
eru búsetlir um 40 þúsund manns á Lófót-
eyjunum, fyrir utan allar þúsundirnar, sem
þangað sækja á vertíð. í Ballstad stönzuð-
um við ekki lengi, fengum okkur þar kaffi
á kaffihúsi, keyrðum síðan um staðinn
og skoðuðum höfnina, sem er ágæt.
Það, sem vakti athygli okkar þarna, var,
að i höfninni lágu mörg skip, sem liggja
þar yfir aðalaflatímann og er í þau keypt-
ur fiskur lil söltunar, þar til þau eru orð-
in full. Eru þetta kallaðir „uppkauparar".
Mun þar vera um talsverða samkeppnis-
verzlun að ræða jnilli hinna ýmsu fisk-
kaupmanna. Voru þetta skip af ýmsum
stærðum, mest mótorskip. Er við höfðum
litið þarna yfir plássið, sem er svipað að
útliti og liin önntir sjávarþorp, er við
liöfðum séð, var keyrt aftur söniu leið til
Stamsund. Komum við þangað klukkan 13.
Stundu síðar vorum við boðnir til mið-
degisverðar hjá Johansen. Á heimili hans
nutum við hinnar alúðlegustu gestrisni
þeirra lijóna til kl. 10. Þá var enn gengið
um íiskstöðvarnar. Töluðum við við sjó-
mennina, sem nú voru að leggja afla sinn
á land. Töldu þeir lítinn afla á færin og
línuna, en sæmilegan í netin og jafnvel
ágætan í snurpinótina, sem þeir virtust liafa
mikinn áhuga fyrir, að gæti orðið almennt
notað veiðarfæri.
Kl. 18.30 var svo farið um borð i strand-
ferðaskipið Alta, sem áður getur, en nieð
því áttum við að fara til Þrándheims. ^ aT
þar með lokið veru okkar í Lófót.
Um borð í Alta 14. marz, á suðurleið.
Siglt var innan skerja eftir breiðum sund-
um og fjörðum. Veður var gott, en frenuu
kalt, heiðskírt og sólskin. Þar í einu sund-
inu sáum við noklcra róðrarbáta á færa'
veiðum. Var einn maður á hverjum bát,
ekki sýndist okkur þeir fiskilegir. Bátarn-
ir voru með þessu norðlenzka lagi með
háum stöfnum. KI. 13.30 komum við 1
höfn, sem heitir Sandnessjöen og var laozt
þar að bryggju. Þarna er töluverð byggð
á skógivöxnum hæðum. Þar var staðið við
í hálfa slund, en síðan siglt fram hjá SJ°
fjallshnjúkum, sem heita Sjö systur, sam-
nefnt Sjö fossum, sem eru annars staðat
og menn kannast við af myndum. Nsesta
viðkoma var í Brönnoysund. Ekki er Þa®
stór bær, en snyrtilegur. Um kvöldið kom-
um við í Rörvik. Var það síðasti viðkom11'
staður þann dag. Lófót-ferð okkar var 1111
að verða lokið, því að næsta morgun vai
komið til Þrándheims, kl. 9.
15. marz, Þrándheimur aftur:
Er við lögðumst að brvggju þar um mofg-
uninn, kom Övre forstjóri og heilsaði okkm
frá stjórn frystihúss þar á staðnum, með
þeim boðum, að við værum boðnir til
miðdegisverðar af stjórninni þá um dag'
inn, eftir að við hefðum fengið tækif®1*
til þess að skoða fyrirtækið, sem er eitt-
hvert stærsta í sinni grein í Noregi.
Kom svo þarna niður að skipinu maðm
frá Hótel Astoría. Spurðum við hann, hvoU
við gætum fengið eitt stórt herbergi þem1'
an dag, sem nú skyldi dvelja þar. Um kvöld"
ið var ákveðið, að við færum með jal’n'
hraut til Oslo um nóttina.
Var þetta auðsótt mál og fluttum við sV°
farangur okkar á hótelið. Eftir að við hötð-
um komið okkur fyrir þarna i lierbergim1’
fórum við að litast um, og eftir æði stund