Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1951, Síða 28

Ægir - 01.04.1951, Síða 28
104 Æ G I R lagi um Noreg. Er á brautarstöðina kom, var þar fvrir Gunnar Aase, sem beið okkar, svo sem ráðgerl var. Hafði lestinni seink- að um P/2 tíma, víst vegna snjóa. Fréttum við þá, að allt hafði gengið eftir því sem ætlað var fyrir Karvel að kom- ast sinna ferða með flugvélinni daginn áður. Fengum við svo aftur gistingu á hinu sama gistihúsi, sem við komum á fyrst, Hótel Ritz. Þangað var ekið og gengið frá sér á herbergjunum. Svo hittust allir á skrifstofu Kvinge kl. 12. Þá var gerður upp ferðakostnaðurinn. Reyndust öll fargjöld- in á ferðalaginu frá Bergen suður til Hauga- sunds, þaðan norður til Svolvær og þaðan til Oslo með skipum og járnbrautum yfir Dofra, verða alls kr. 462.40 norskar. Þessu næst bauð fararstjórinn öllum ferðafélögunum til miðdegisverðar í sal- arkynnum konunglega norska bílaklúbbs- ins, var það nokkurs konar skilnaðar- hóf okkar við fylgdarmennina tvo, Gunn- ar og Kvinge. Sátum við þar æði stund, rifjuðum upp ferðalagið og ræddum um, hvernig við skyldum nú halda kunning- skap áfram og þannig reyna að láta ekki það samband, sem af ferðinni leiddi, rofna. Kvöddum við svo þessa ágætu ferðafélaga, sem höfðu greitt götu okkar með ágætum alla ferðina og frætt okkur uin hvað eina, sem við kemur útgerðarháttum Norðmanna, eftir því sem við vildum og tilefni gafst til á hverjum stað. Teljum við, sem tókum þátt í þessari kynnisför, að það muni vera til góðs, að gera sér far um að sjá með eigin augum tilhögun alla hjá öðrurn fiski- veiðaþjóðum, ekki sízt þeim, sem hafa svo mjög sameiginlegra hagsmuna að gæta um fiskveiðarnar, eins og íslendingar og Norð- menn hafa. Væntum við, að hægt verði að efna til fleiri kynnisferða í framtíðinni i þessu augnamiði. Með því að nú var í raun og veru ekki annað eftir en að komast heim aftur, tel ég ekki ástæðu til að hafa þetta lengra að sinni. Var svo flogið heim með flugvél ainer- íska flugfélagsins, eins og ráð var fyru’ gert, á skírdag 22. marz. Komið var til Keflavíkurflugvallar uin kvöldið eftir a stunda flug frá Gardermoenflugvelli við Oslo. Gekk það ferðalag ágætlega. Norðan rok var, er við lentum, og urðum við að gista aftur á Keflavíkurflugvelli næstu nótt upp á gamlan kunningsskap. Þótti okkur þetta ekki sem bezt heimkoma. Allt okkar ferðalag hafði gengið eftir áætlun, eftir að við lögðum af stað með Gullfaxa og Þar til við höfðum aftur okkar kæra föðui'- land undir fótum. Þjónustufólkið á flug- afgreiðslunni þarna á vellinum taldi, að við værum meiri illviðra karlarnir, það vsei'i ófært veður, ef við sæjumst þarna á fei'ð, það hefði alltaf verið gott á meðan við vorum úti. Allt var þetta* í gamni sagh Þarna vorum við komnir lieilu og höldnu eftir ánægjulega ferð að öðru leyti en þess- ari töf þarna á Keflavíkurflugvelli. 23. marz, föstudagurinn langi. Við fórum snemma á fætur og var þa bjartviðri, en norðan stonnur og nokkur skafrenningur. Var nú farið að ráðgast uni, hvernig komizt yrði til Reykjavíkur. Reynd- ust á því miklir örðugleikar, var allt athug- að, sem til mála gat komið. Landleiðin vai' ófær bifreiðum, loftleiðin ekki ófær, en eigi að siður tókst ekki að komast þannig- Varð niðurstaðan sú, eftir miklar eftii'- grennslanir, að fara sjóleiðina frá Kefla- vík. Fararstjórinn snéri sér til forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, spurðist fyrir uni möguleika á því að gæzluskip flytti okkui' inn eftir. Forstjórinn gaf greið svör og ráð- stafaði þessu eftir skamma stund. Kl. 14 mættum við svo allir við höfnina í Kefla- vík. Kom þar þá björgunarskipið Sæbjörg og flutti okkur til Hafnarfjarðar. Komum við þangað kl. 16.30. Þar með var Noregs- ferð okkar lokið. Þarna komu vinir og vandamenn til móts við okkur. Kvöddunist við ferðafélagarnir þarna, eftir ánægjulega samveru, ríkari af góðurn minningum u® allt það, er við kynntumst í ferðinni.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.