Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1951, Síða 30

Ægir - 01.04.1951, Síða 30
106 Æ G I R Hér er mjög greinileg hreyfing á fiskin- um vestur á bóginn. 2. Endurheimtur frá merkingu á Húnaflóa. Hér voru merktir 578 þorskar skammt noröan við Vatnsnesið, og hafa fengizt aft- ur 65 stk. eða 11.2%. Þar af fengust 57 stk. aftur á Húnaflóa grunnt og djúpt, eða 87.7%, en 12.3% utan Húnaflóa, og eru þær endurheimtur sýndar á korti 2. Hér er' mest um að ræða óþroskaðan fisk eins og á Grímseyjarsundi, og voru tæp 70% af fiskinum 4 og 5 ára. 23% endurheimtanna fengust á tímabil- inu sept.—des. 1949, 69% á tímabilinu jan. —maí 1950 og 8% á tímabilinu júní—des. 1950. Hvað viðvílcur þeim fiski, er veiðzt hefur utan Húnaflóa, þá fékkst einn 252 dögum seinna út af Skagafirði og annar 200 döguin seinna vestur af Grímsey. Þeir einir hafa farið í austur. Einn fékkst á Halamiðum eftir 236 daga og tveir inni í ísafjarðar- djúpi eftir 269 og 282 daga. Einn rétt norð- an við Látrabjarg eftir 232 daga og annar rétt sunnan við Bjargið eftir 197 daga. Loks Endurheimlur á þorski merktum i Húnaftóa 9. sept. 19i9. fékkst sá, sem lengst hafði farið, á Vestra- Hrauni í Faxaflóa 301 degi seinna. 75% af þeim, er farið hafa út úr Hiina- flóanum, hafa þannig haldið vestur á bóg- inn. 3. Endurheimtur frá merkingum á Önund- arfirði og Arnarfirði. Á Önundarfirði voru merktir 100 fiskar og á Arnarfirði 210, og eru endurheimt- urnar sýndar á 3. mynd. Hér bregður svo við, að mest af fiskinum liefur fengizt á mjög líkum slóðum aftur. Á þessum 18 mánuðuin virðast ekki hafa átt sér stað neinar langar göngur frá merk- ingarsvæðinu. Fiskur fæst t. d. aftur á ön- undarfirði 268—322 dögum seinna. Þó er einn kominn inn í mitt Isafjarðardjúp eft- ir 18 daga og annar eftir 99 daga. Einn hefur rjátlað norður á bóginn og fæst norð- ur af Straumnesi eftir 129 daga, og annar fæst eftir 75 daga 30 mílur vestur af Látra- bjargi. Mjög líku gegnir um fiskinn frá Arnarfirði, hann virðist einnig mest hafa haldið sig á sömu slóðum. Ekki skal fjölyrt um þessar merkingar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.