Ægir - 01.04.1951, Síða 33
Æ G I R
109
Fiskiskip úr stáli.
Staðhæft var í enska tímaritinu „The
hishing News“ 10. febr. s.l., að A/S Stord
skipasiníðastöðin í Bergen hafi smíðað
Lskiskip úr stáli fyrir mun minna verð en
h'éskip af sömu stærð mundi kosta. Svo
l;dandi upplýsingar voru i ritinu um skip
þetta:
Skipið heitir „Sigurdson“. Kjölurinn að
Þvi
var lagður 6. sept. 1950. Hinn 11. nóv-
eniber var skipið sett á flot og 9. janúar
1951 var það afhent altilbúið. Smíði þess
hefur þvi tekið röska fjóra mánuði.
Skipið kostaði með öllum útbúnaði um
195 þús. kr. íslenzkar.
Aðalmál skipsins eru:
Lengd ef enda og á 100 fet 10 þuml., lengd
a stafna B. P. 95 fet 5 þuml., breidd 22 fet,
d^TPt M. 1. d. 11 fet.
ttúmmál lestarinnar er 8000 rúmfet, og
niUndi lestin því taka um 250 smál. af síld,
1850 mál.
Bolur skipsins er allur úr stáli, en yfir-
hygging úr aluminium, og er það allt raf-
soðið. Það er teiknað í því augnamiði að
fiska með dragnót og línu, en í fram-
kvæmdinni hefur það verið útbúið til veiða
með botnvörpu. 1 skipinu er 4 lesta vökva-
knúin vinda. Þilfarið er úr stáli, og á því
eru tvö lúkuop. Meðal tækja í skipinu er
dýptarmælir og miðunarstöð. Því er ætlað
að flytja með sér doríur úr stáli, en í þeim.
má stunda fiskveiðar.
,,Sigurdson“ er útbúinn með B. & W.
Alpha Diesel, 240—265 hestafla og 10 kw
Lister hjálparsamstæðu. Hraði skipsins í
reynsluför var 11 sjómilur.
Ibúð er fyrir 30 menn í fjórum klefum.
Tveir eru með 2 hvílum, einn með 4 hvílum
og einn með 12 hvílum. Klefar og dag-
stofa er þiljað eikarspónviði. Innangengt
er milli stjórnklefa, vélarrúms og ibúðar
skipshafnar, og þarf þvi ekki að fara út til
þess að koinast á milli. Þurrkunarklefi,
þvottaklefi og steypibað er í skipinu.
Þannig er lýsing „The Fishing News“ á
skipi þessu.