Ægir - 15.03.1960, Blaðsíða 10
84
ÆGIR
fram, að um of mikla fjárfestingu sé að
ræða í fiskiskipaflotanum, — en svo virð-
ist vera, þegar miðað er við framboð af
sjómönnum.
1 árslok 1959 voru 68 fiskiskip í smíð-
um fyrir íslenzka aðila erlendis — auk
þeirra, sem verið var að smíða innan-
lands, og er hér um að ræða töluvert
fleiri skip en nemur endurnýjunarþörf
eða eðlilegri viðbót, þegar miðað er við
möguleikana á að fá mannskap á þau. —
Ef það vandamál væri ekki alvarlega fyr-
ir hendi, væri þessi stækkun skipastólsins
ánægjuleg, og nauðsynleg miðað við hina
miklu umframafkastagetu vinnslustöðv-
anna. Á árinu 1959 var um töluverðan
skort á íslenzkum sjómönnum að ræða,
svo að ráða þurfti fjölda Færeyinga til
starfa á flotanum. — Skipaskoðunar-
stjóri áætlar í athyglisverðri grein, sem
birtist í 1. tbl. Ægis þ. á., að nær 900
sjómenn þurfi á þessi nýju skip, þannig
að búast má við töluverðum sjómanna-
skorti næstu mánuði og jafnvel ár, að öðru
óbreyttu. — Sjálfsagt verður einhverjum
gömlum skipum lagt og er ekkert við því
að segja, en þurfi að hætta útgerð til-
tölulega nýrra og góðra skipa er ver af
stað farið en heima setið. — Oft er talað
um, að ákveðinn — helzt nýr — bátur
hafi aflað fyrir jafnhárri upphæð í gjald-
eyri á einu ári og hann kostaði. — Slíkir
útreikningar mega liggja á milli hluta, en
mesti ljóminn fer af þessu afreki, ef
leggja hefur þurft í staðinn öðrum báti,
vegna manneklu, sem skilað gæti jafn-
miklu gjaldeyrisverðmæti. Hér ber allt að
sama brunni — meira hefur verið unnið
af kappi en forsjá í íslenzkum sjávarút-
vegi. Ómótmælanleg afleiðing er sú, að
fyrirtækin almennt bera sig ekki eins vel
og geta ekki greitt jafngott kaup og ella
né geta þau eytt jafnmiklum fjármunum
í rannsóknarstarfsemi eða hagkvæma end-
urnýjun.
Hér er um mikið og alverlegt vanda-
mál að ræða, sem leysa þarf hið allra
fyrsta, vandamál, sem vonandi verður at-
hugað og rætt án þess að rómantík eða
pólitík verði blandað þar í.
Hin nýja stefna.
Þá endurskipulagningu, sem gera þarf
í fiskiðnaðinum, ætti helzt að sk®ða í
ljósi breytinga á afstöðu ríkis- og bæjar-
félaga, svo og ýmissa opinberra og hálf-
opinberra sjóða, til fjárfestingarmála í
heild. — En eins og kunnugt er, hefur
hið pólitíska vald mikil áhrif hér í landi,
og hefur því miður mjög oft neytt þeirra
áhrifa á neikvæðan hátt, þegar u,m er að
ræða ýmsa fjárfestingu, — og má því
segja, að allra helzt sé þörf hugarfars-
breytinga á þeim vettvangi. — Það hefur
nefnilega komið fyrir alltof oft hin síðari
ár, að sú fjárfesting til uppbyggingar at-
vinnutækja, sem hér um ræðir, hefur ver-
ið framkvæmd af lítilli framsýni, og hefur
ekki orðið til þess að auka eða bæta lífs-
kjör fólks á viðkomandi stöðum, vegnaþess
að um taprekstur hefur verið að ræða
hjá mörgum þessara fyrirtækja. f þeim
tilfellum er atvinnutækið ekki lyftistöng
heldur byrði — ekki einungis viðkomandi
byggðarlagi heldur viðkomandi atvinnu-
vegi og allri þjóðinni. — Þegar litið er á
sjávarútveginn sem heild kemur í ljós, að
vandamál hans má að verulegu leyti rekja
til þessarar stefnu. — Á sama hátt og
Island á að hafa yfirburðaaðstöðu borið
saman við flestar þjóðir að því er snertir
fiskveiðar og hagnýtingu sjávaraflans
gefur auga leið, að ýmsir staðir á strand-
lengju íslands veita betri aðstöðu til fisk-
veiða en aðrir. — Ef þessi staðreynd er
höfð í huga og eftir henni breytt, má
gera sjávarútveginn langtum samkeppnis-
færari en nú er og auka afköst hans að
miklum mun.
Hér er ekki verið að mæla með einu
allsherjar áætlunarráði heldur frjálsu
markaðskerfi.
Spurningin er hvort ekki ætti að hafa
fiskverðið frjálst (ofan við tiltekið lág-
marksverð). Umframafkastageta fisk-
vinnslustöðvanna er mikil, svo sem áður