Ægir - 15.03.1960, Page 12
86
ÆGIR
Fj árfestingasj óðir.
Ég hefi nú drepið nokkuð á þau rök,
sem ég tel veigamest fyrir því, að þau
fyrirtæki, sem búa við háan framleiðslu-
kostnað, verði smám saman lögð niður eða
endurskipulögð. — Ekki má ganga fram-
hjá þeirri staðreynd, að óhagkvæmur
rekstur getur átt sér fleiri en eina orsök
og meðal þeirra má nefna mikinn flutn-
ingskostnað hráefnis, úreltan vélakost og
ýmis önnur skipulagsatriði. — Eðlilegt
virðist vera, að þeir fjárfestingasjóðir,
sem lána til sjávarútvegsins taki tillit til
þessa og láni ekki síður til framkvæmda,
sem miða að hagkvæmari rekstri fyrir-
tækjanna en til nýbygginga.
Hér þarf hið pólitíska vald einnig að
endurskoða stefnu sína og ekki krefjast
lána til framkvæmda, sem að meira eða
minna leyti eru af pólitískum toga spunn-
ar, — og hafa ekki annað til síns ágætis.
Stjórnir slíkra lánasjóða eiga innan
takmarka viðskiptalegra lögmála, að hafa
frjálsar hendur til að lána til fram-
kvæmda, en jafnframt þarf að fara fram
nákvæm hagfræðileg og verkfræðileg
TAFLA III.
Landanir islenzkra skipa i erlendum höfnum.
BRETLAND
Togarar
Fjöldi söluf. Fisk- magn lestir Meðal- löndun í söluf. lestir . A ^ r' S u-( F£ O > A Meðalv. pr. kg. kr.
1959 29 4.543 157 13.707 3.02
1958 24 4.276 178 11.367 2.66
1957 41 6.980 170 18.778 2.69
Bátar og togskip.
1959 9 451 50 1.469 3.25
SAMBANDSLÝÐVELDIÐ ÞÝZKALAND
1959 57 Togarar. 8.659 152 22.450 2.59
1958 33 5.583 169 14.205 2.54
1957 56 8.675 155 19.104 2.20
1959 3 Bátar og togskip. 208 69 412 1.98
rannsókn á starfsgrundvelli þess fyrir-
tækis, sem lána á til.
Fiskaflinn.
Heildarfiskafli s.l. árs nam samkvæmt
skýrslu Fiskifélagsins 564.407 lestum auk
1.800 lesta af humar og rækjum. — Hér
er miðað við slægðan fisk með haus, nema
síldina, sem vegin er upp úr sjó. — Sama
máli gegnir að sjálfsögðu um skeldýrin.
Hér er um 11.76% aukningu að ræða
miðað við árið 1958, en þá var aflinn
505.038 lestir.
Línurit I. sýnir aflann í hverjum mán-
uði, en tafla I sýnir sundurliðun aflans á
ÞORSKAFUNN
Sundurliðadur eftir helztu verkunoradf
aUt árid
Hrodfr. Sóltun Htrr/o isfi&kur
Línurit II.