Ægir - 15.03.1960, Qupperneq 18
92
ÆGIR
Mjölvinnslustöð undir beru lofti í Perú. Ansjósunum er stoypt nf bflum
í þróna til hægri. Yélar eru allar nýjar.
hvort opin eða með lágum veggjum, og
hráefnið flyzt á færibandi í þar til gerða
kvörn, sem malar það og býr það undir
pressunina.
Límavatnsverksmiðjur eru engar í Perú
sem stendur, en tvær er í byggingu í
Chimbota og Callao.
Mjölsekkjunum er staflað upp úti, enda
þarf ekki að taka tillit til veðurs, þar eð
sjaldan eða aldrei rignir á strönd Perú.
Hinn kaldi Humbolt-straumur ræður
strandloftslaginu, og svalinn frá hafinu
og hitaloftið yfir eyðimörkinni veldur
því, að loftið þéttist í mikilli hæð, og þó
að raki sé talsverður, er það viðburður,
að hann valdi úrfelli.
Margar þjóðir reka fiskimjölsverk-
smiðjurnar í Callao auk Perúbúa sjálfra,
og má þar nefna Frakka, Kínverja, Jap-
ani, ítali, Spánverja og Þjóðverja.
Fiskimjölið er nú aðalútflutningsvaran
í fiskiðnaði Perú og að magninu til allt
að þrefalt meiri en þær afurðir, sem næst-
ar koma — niðursoðinn fiskur og frystur
fiskur. Ansjósuveiðarnar, sem mjöl-
vinnslan byggist á, eru stundaðar svo
skammt frá landi og vinnslustöðvarnar
eru svo nærri sjó, að bátarnir, sem leggja
af stað í dögun,
koma aftur um miðj-
an dag drekkhlaðnir.
Þó að flestir séu
fullir trausts » og
bjartsýni á framtíð
fiskimjölsiðnaðarins í
Perú, hafa hinir
gætnari menn lagt
fyrir sig samvizku-
spurningar og leitast
við að svara þeim.
í fyrsta lagi: Enn
er gnægð af ansjós-
um á miðunum og
stutt til fanga. En
enginn er kominn til
að segja um, hve
tengi það ástand
helzt, og hvort ekki geti verið um
ofveiði að ræða. — Rannsóknir hafa
staðið of stutt yfir til að þær geti gefið
nokkra hugmynd um, hvað sé eðlileg
ansjósuveiði. Ýmsir aðilar, þar á meðal
stjórn gúanó-iðnaðarins, leggja sig þó
alla fram til að geta fengið svar við þess-
ari spurningu sem fyrst. Gúanó-iðnaður-
inn á mikið komið undir ansjósuveiðunum,
því að fuglarnir, sem leggja til gúanóið,
lifa á ansjósum svo að segja eingöngu.
Fiskimjölsiðnaðurinn og gúanó-iðnaður-
inn hafa því sameiginlegra hagsmuna að
gæta um öflun hráefnis. I því skyni að
takmarka veiðarnar, hefur Perústjórn
bannað að setja á fót fleiri vinnslustöðv-
ar. Hins vegar eru engar hömlur lagðar
á frekari stækkun stöðvanna, svo að þörf-
in fyrir hráefni hefur aukizt, eins og
glögglega sézt á auknu magni útflutnings-
ins.
I öðru lagi: Þó að verð á perúsku fiski-
mjöli sé stöðugt og tiltölulega hátt eins
og er, getur þá ekki farið svo, að það
lækki fyrr en varir?
Ein af ástæðunum fyrir núverandi vel-
gengni fiskimjölsiðnaðarins í Perú er
minni framleiðsla skandinavísku land-