Ægir - 01.04.1962, Blaðsíða 18
132
ÆGIR
an þær voru að frjósa. Slíkar blokkir
eru til einskis nýtar.
4 og 5) Kantar ósléttir. Við teljum að
flestar blokkir með þessum galla hafi
verið frystar í pönnum,. sem voru svo úr
sér gengnar, að kantar þeirra voru hvergi
nærri beinir eða hornréttir. í sumum til-
fellum hefur auðsjáanlega verið trassað
að setja lista á milli blokka. Þá má líka
telja varhugavert að nota aluminium list-
ana, nema þeim sé vel við haldið og þeir
réttir strax og beygjur eða beyglur koma
á þá. — Fletir blokkanna voru einnig
mjög misjafnlega sléttir, mest mun það
stafa af lélegum pönnum (botnarnir
farnir að ganga upp) og lélegum plötum
í tækjum (binding þeirra farin að gefa
sig). Þarna er einnig að leita skýringa
á misþykkt sumra blokkanna og því, að
sumar blokkirnar voru blátt áfram bogn-
ar.
Við skulum líta á þetta mál frá sjón-
arhóli kaupenda. Þeir, eins og við, vilja
fá sem rnesta nýtingu úr því hráefni, sem
þeir kaupa. Það ætti ekki að vera neitt
launungamál, að þeir fá lélegri nýtingu
úr íslenzku blokkunum en þeim kana-
dísku, norsku og dönsku, mest vegna
þeirra galla, sem ég hef talið hér að
framan.
Við skulum vera þess minnugir, að
enda þótt hráefnið sé gott, þá hefur það
ekki allt að segja við sölu fiskafurða og
keppinautar okkar hafa einnig oft ágætt
hráefni. Við fáum mjög gott verð fyrir
okkar blokkir, þegar þær seljast. Ég er
hins vegar ekki viss um að Islendingar
geri sér grein fyrir þeirri döpru stað-
reynd, að vegna lélegrar nýtingar og hás
verðs á íslenzku blokkunum, kaupa flest-
ir framleiðendur fiskrétta í Bandaríkj-
unum fyrst sínar blokkir í Kanada, síðan
í Noregi eða Danmörku. Þegar þessar
birgðir þrýtur, kaupa þeir frá íslandi.
Það er því kominn tími til að taka
þessi vandamál fastari tökum en gert
hefur verið og við skulum allir í samein-
ingu reyna að leggja okkar fram um að
bæta lögun blokkanna. Ef allir leggjast á
eitt, mun okkur takast þetta.
1962
1961
1962
1961
Fiskafli Norðmanna
ÞORS KVEl :ðin
Eeildarafli Hert Saltað Isað og Meðala-
smál. smál. smál. frgst smál. lýsi smál.
31/4 61.661 22.065 18.983 20.613 24.788
1/4 68,521 29.716 22.542 16.263 30.548
Heildarafli hl. SÍL D VEI ÐIN
31/3 888.065
Lokatala 742.388
Söltuð Fryst
lirognhl. lirognhl.
18.849 21.399
17.995 19.669
Allir sjómenn, eldri og yngri, þurfa að eignast bókina
ENSK LESTRÁRBÓK handa sjómönnum.
Þar er að finna ensk heiti ó öllum hlutum ó skipi og í dokk.
Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn
í erlendum höfnum. — Kostar 40 kr. í sterku bandi.
Bókaverzlun ísafoldar.