Ægir - 01.02.1963, Síða 13
Æ GIR
39
Til Portugal var aðeins fluttur um
helmingur þess magns, sem Portugalar
vildu kaupa, sökum þess að meiri fiskur
var ekki til.
Til Englands voru seld um 2.900 tonn,
ttiest megnis lægri gæðaflokkar af þorski
°S löngu, og til Grikklands um 2.350 tonn
milli. 0g smáfiskur.
Stærsti kaupandi verkaðs fisks var sem
fyrr Brasilía, en þangað voru seld um
2.300 tonn. Til Panama voru seld 560
tonn og Venezuela 175 tonn. I öllum þess-
um löndum eru sölumöguleikar á mun
meira magni en hægt hefur verið að selja
ti’amleiðslunnar vegna og þá sérstaklega
1 Brasilíu, sem er feikn mikið neyzluland.
Engin viðskipti voru við Cuba á árinu
yegna hins breytta ástands, sem þar rík-
lr> en Cuba hefur undanfarin ár verið
^ikilvægt markaðsland okkar.
I heild má segja um alla okkar saltfisks-
^ai'kaði, að þörf þeirra var hvergi nærri
fullnægt og langt frá því að S.I.F. gæti
smnt allri eftirspurn eftir saltfiski.
Nokkur verðhækkun varð á saltfiski
tyá árinu áður, og var útborgunarverð til
íélagsmanna kr. 12,50 pr. kg. af 1. fl.
stórfiski. Til viðbótar koma svo loka-
&reiðslur að loknum reikningsskilum fyrir
arið.
Afskipanir fisksins gengu greiðlega, og
var fiskurinn fluttur úr landi svo að segja
Jafn fljótt og hann varð útflutningshæfur.
Greiðsla andvirðis var að öllu jöfnu innt
af hendi strax að lokinni lestun.
Söluhorfur á þessu ári mega teljast
goðar. Birgðir í neyzlulöndunum eru litl-
°g ætlað er að kaupendur séu reiðu-
búnir til kaupa og afskipanir geti hafizt
strax og fiskur er tilbúinn til útflutnings.
Ingvar Vilhjálmsson:
Skreiðin
FramleiSslan 1962
Árið 1962 varð
skreiðarfram-
leiðslan lítil. Sam-
kvæmt bráða-
birgðatölum Fiski-
félags Islands
hefur verið hengt
upp um 37000
blaut tonn sem
verða um 6300
tonn þurrt magn.
v erxun gekk nokkuð vel, en sums
staðar varð töluvert af framleiðslunm
fyrir jarðslaga.
FramleiSsla NorSmanna 1962.
Hinn 30. júní 1962 var skreiðarfram-
leiðsla í Noregi komin upp í 77531 tonn,
en var á sama tíma árið 1961 108.325
tonn miðað við slægðan og hausaðan fisk.
VerSlag á skreif) 1962.
Skreiðin, sem framleidd var árið 1962
hækkaði yfirleitt til Afríku um £4:12:00
per tonn, en keilan hækkaði samtals um
£18:10:00 og var verðlag allt á skreið
fært í sama verð og Norðmenn selja á,
nema að verð á svartri skreið og úrkasti
er sérstakt fyrir ísland, þar sem Norð-
menn meta ekki skreið með jarðslaga í
neinn sérflokk.
Verð á skreið til Italíu hækkaði einnig:
Italiener úr £300 :00:00—£305:00:00 í
£340:00:00, Finmarken í £280:00:00, en
verð á þessari tegund sem í fyrsta sinn
var seld til ítalíu vorið 1962 var þá
£260:00:00.
Útflutningur á skreið.
Útflutningur á framleiðslu ársins hófst
í ágúst og september og hafa afskipanir
gengið mjög vel og má segja að mest öll
framleiðslan frá 1962 verði farin í febr.