Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1963, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1963, Blaðsíða 14
40 ÆGIR /marz. Það hefur aldrei skeð fyrr í sögu Skreiðarsamlagsins að svo fljótt sé lokið við afskipun framleiðslu næstliðins árs, enda voru sölusamningar þannig gerðir að kaupendur skyldu vera búnir að Ijúka móttöku í janúarlok, en endanleg fram- kvæmd á afgreiðslu fer eftir skipakosti. Ég skýrði frá því í grein minni í 1. tölublaði Ægis árið 1962 að æskilegt væri að útflutningi til Nigeríu væri hagað þannig að afskipanir séu sem jafnastar hvern mánuð ársins, en vegna minnkandi framleiðslu og aukinnar eftirspurnar verður hægt að ljúka afskipunum á fram- leiðslu síðasta árs miklu fyrr en hægt hefur verið áður. TJtflutningur til Italíu hefur gengið vel og hefur Skreiðarsamlagið lokið við að flytja út rúm 500 tonn af Afríku-skreið sem sá markaður vildi kaupa og er ekki til meira magn á vegum Samlagsins. Verð- ið til Ítalíu hefur verið gott fyrir Itali- ener og Afríkufisk og gerum við okkur vonir um að ítalir muni halda áfram að kaupa Afríkuskreið eins og gerzt hefur síðastliðið ár. Markaðshorfur 1963. Markaðshorfur virðast góðar, en eftir því sem frétzt hefur, þá munu birgðir Norðmanna um áramót hafa verið tölu- verðar, og hafa Norðmenn látið í ljós, að þrátt fyrir minni framleiðslu 1962 en 1961 þá muni þeir eiga nægilega skreið fyrir flesta markaði þangað til nýja fram- leiðslan frá 1963 kemur fram. Það er erfitt að spá um verðbreytingar, en þó má telja það eðlilegt að með vax- andi eftirspurn þegar fer að líða á árið 1963, þá megi gera ráð fyrir einhverjum hækkunum. Ég vil eins og áður hvetja alla fram- leiðendur til að vanda framleiðslu sína sem bezt og reyna eftir beztu getu að taka hana inn á réttum tíma, ef tíð, veðurfar og ástæður leyfa, svo að með því móti verði dregið úr því magni sem í matinu er flokkað sem svört skreið. Erlendur Þorsteinsson: Saltsíldin í yfirlitsskýrslu um saltsíldina 1961 er þess get- ið, að er hún var skrifuð voru ó- seldar ca. 24.600 tn. af Norður- og Austurlandssíld. Allverulegur hluti var cutsíld, sem ekki var samn- ingshæf vegna ým- issa galla. Þá var einnig nokkuð af snemmveiddri sykursíld — magurri — og svo nokkuð af allgóðri seinveiddri sykur- síld, sem söltuð var umfram samninga og í heimildarleysi. Meginmagn þessarar síldar tókst að selja, sumpart eins og hún var, en nokk- urt magn flakað og selt þannig, samtals tókst að selja til útflutnings 15.594 tn. af þessari síld og þegar tillit er tekið til þess að nokkur hluti var flakaður má telja að ca. 20.000 tn. hafi tekizt að selja. Það sem afgangs var mun hafa farið til síldarverksmiðjanna s.l. sumar eða til fóðurs, nema nokkur hundruð tunnur, er seldar voru til útflutnings s.l. sumar. Alla þessa síld þurfti að selja á mun lægra verði, en verð Síldarútvegsnefndar var árið 1961 fyrir samningshæfa síld. Hafa því síldarsaltendur þeir, er þessa síld áttu, orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. En þetta sýnir ljóslega, hve litlu má muna á hinum viðkvæma síldarmarkaði. Sér- staklega ætti þetta að vera vísbending um nauðsyn þess að vanda verkun síldarinn- ar og salta ekki nema þar til hæfa síld. Norður- og Austurlandssíldin: Svo sem kunnugt er dróst nokkuð s.l. sumar að síldveiðar hæfust vegna verk- falls og verkbanns á síldveiðiflotanum. Á á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.