Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1963, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.1963, Blaðsíða 16
42 ÆGIR Áður en söltun hófst og á meðan á sölt- un stóð náðust samningar um sölu á 334.626 heiltn. Er þetta sú almesta sala sem náðst hefur á Norðurlandssíld síðan nefndin tók til starfa og má geta þess að 1961 voru samningar sem þá voru með langmesta móti 319.527 tn. Við eftirtalin 3 lönd voru hæstir samn- ingar: Svíþjóð ............... 140.881 Sovétríkin ............ 100.000 Finnland ................ 54.725 Þegar söltun lauk hinn 15. sept. kom í ljós að söltun umfram gerða samninga nam 40.500 tn. En þess ber að gæta að á söltunarskýrslum er meðtalin síld til inn- anlandsnotkunar sem er ca. 6000 tn. og svo hitt að alltaf þarf töluvert magn til ápökkunar á þeirri síld, sem seld er til Sovétríkjanna. Langmestan hluta þessarar umfram- síldar tókst að selja til Svíþjóðar og Finn- lands en einnig nokkuð til annarra landa. öll útflutningshæf síld, sem söltuð var norðanlands og austan er nú seld og af- skipun að mestu lokið, þegar þetta er skrifað. Að svo vel tókst um sölu á þessari um- framsöltun má eflaust þakka því að keppi- nautar vorir gátu ekki afgreitt nema hluta af því magni sem þeir höfðu selt og svo hinu að gæði síldarinnar voru óvenju góð. Finnland ................ 61.107 tn. Vestur-Þýzkaland . . . 11.042 — Sovétríkin ..... ca. 100.000 — U.S.A.......... 12.420 — ísrael ................... 6.072 — Samtals 359.840 tn. (Hér er meðtalin sú síld, sem enn er óafskipað þegar þetta er skrifað. Getur munað nokkrum tunnum til eða frá á síld til Sovétríkjanna, en engu sem nemur). Þegar reiknað er með síld til niður- lagningar innanlands ca. 5/6000 tn. er auðséð að til nýtingar hafa komið ca. 365.000 tn. af rúmlega 375.000 upp- söltuðum tn. og virðist það allsæmileg nýting þegar tekið er tillit til þess að alla síld til Sovétríkjanna þarf að ápakka og sortéra að langmestu leyti. Verð á útfluttri saltsíld var yfirleitt nokkru hærra en s.l. ár, en kostnaðarliðir allir hækkuðu einnig, svo sem fersksíld- arverð, vinnulaun, tunnur o. s. frv. Um sölumöguleika Norðurlandssíldar á sumri komanda er erfitt að segja. Þó má gera ráð fyrir að ekki sé um miklar birgð- ir að ræða í helztu viðskiptalöndum okk- ar. Hins vegar má ávallt búast við harðri samkeppni frá keppinautum okkar sem saltsíldarframleiðslu stunda. Enginn vafi er á því að hinn ágæti árangur sem náðist á síldveiðunum s.l. sumar byggist á auk- inni tækni, samfara aukinni reynslu Útflutningur til áramóta var ........... 307.726 tn. að verðmæti fob. kr. 315.8 millj. Eftir var að afskipa um áramót.......... 52.114 — — ----- — — 34.5 — Verðmæti útfl. Norður- og Austurlands- síldar, sem söltuð var sumarið 1962 nemur því Við þetta má svo bæta að 5—6000 tn. hafa verið notaðar til niðurlagningar í dósir innanlands og verður vafalaust meg- inmagn þeirrar síldar selt úr landi. Þá hefur einnig verið eitthvað lítils háttar flutt út af síld í minni umbúðum, sem ekki er talin með hér að ofan. Útflutningur til einstakra landa skipt- ist svo: Svíþjóð ........... 156.527 tn. Danmörk ............. 4.422 — Noregur ............ 8.250 — fob. kr. 350.3 millj. veiðimannanna að notfæra sér hana. Hin stóraukna síldarleit skipa, sem tókst sér- staklega vel s.l. sumar, á einnig drjúgan þátt í veiðinni. En mestu mun þó hafa ráðið hin ágæta veðrátta, sem var svo að segja allt síldveiðitímabilið. Það er engin hætta á því að ekki verði fleiri og fleiri skipstjórar, sem tileinka sér meðferð og leikni í notkun hinnar nýju tækni, og engin ástæða er til þess að ætla annað, en að fremur verði aukin síldar- A

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.