Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1963, Síða 17

Ægir - 01.02.1963, Síða 17
Æ Gr IR 43 leit en úr henni dregið. Þess vegna skul- um við vona að veðurguðirnir verði okk- ur jafn eftirlátir og s.l. sumar. Suður- og Suðvesturlandssíldin: Söltun síldar á Suður- og Suðvestur- landi er yfirleitt að færast í það horf að hún byrjar seinna en áður og allveruleg- ur hluti er saltaður í byrjun næsta al- uianaksárs til að uppfylla þá samninga sem gerðir voru á fyrra ári. Mér þykir því rétt að gera stuttlega grein fyrir söltun og sölu, sem talin er tilheyra árinu 1961, en sem af framan- gi'eindum ástæðum var ekki unnt að skýra frá í yfirlitsskýrslum um saltsíldina fyrir árið 1961. Heildarsöltunin 1961/62 varð 109.835 tunnur, þar af 16.849 flökuð og flött síld. Á eftirtöldum 3 stöðum var mest saltað °g svo sem hér segir: Akranes ............... 30.837 tn. Keflavík .............. 26.446 — Reykjavík ............. 22.287 — Eftirtaldar 4 söltunarstöðvar höfðu toesta söltun: H. Böðvarsson & Co., Akranesi .. 14.553 tn. Baejarútgerð Reykjavíkur, Rvík . 8.604 — Hallbjarnarson, Akranesi ... 6.311 — Isbjörninn h.f., Reykjavík.. 5.728 — Heildarútflutningur nam 102.342 tunn- Rtti að verðmæti fob. kr. 89.280 þús. Af útflutningsmagninu voru 11.270 tn. Hökuð og flött síld. 90.069 tunnur voru seldar til „clearings" eða jafnvirðiskaupa- ’anda en 12.273 til fríverzlunarlanda. Suður- og SuSvesturlandssíldin 1962: Eins og kunnugt er voru deilur s.l. haust um kaup og kjör á síldveiðum. Veiðar hóf- ust því ekki fyrr en um miðjan nóv. Samn- ln£ar höfðu tekizt um allverulegt magn td ýmissa landa, svo sem vikið verður að síðar. Vegna stöðvunar veiðanna var ekki unnt að salta og afgreiða upp í samninga ems og til stóð, en þó rættist betur úr þessu en við mátti búast. Síldveiðin hefur gengið með afbrigðum vel eins og kunn- ugt er. Þegar þetta er ritað hafa alls verið salt- aðar 124.296 tn., þar af flökuð síld og flött 18.322 tn. 3 hæstu söltunarstaðirnir eru: Akranes ................... 33.924 Reykjavík ................. 32.821 Keflavík .................. 22.527 og 4 hæstu söltunarstöðvarnar: Har. Böðvarsson & Co., Akranesi 16.877 Bæjarútgerð Reykjavíkur .... 11.152 ísbjörninn h.f., Reykjavík.. 7.575 S. Hallbjarnarson h.f., Akranesi 7.013 Samningar um Suðurlandssíld hafa ver- ið gerðir sem hér segir: Pólland 30.000 tn. Cutsíld A.-Þýzkaland 30.000 — — Rúmenía 25.000 — Rundsíld V.-Þýzkaland 6.000 — Cutsíld Sami 25.000 — Sérv. flött síld eða alls — 31.000 tn. U.S.A. 3.500 — Cutsíld Sami 8.000 — Sérv. flökuð síld eða alls — 11.500 tn. Danmörk 2.050 — Cutsíld Sami 200 — Kryddsíld eða alls 2.250 tn. Svíþjóð 3.900 — Cutsíld Sami 500 — Kryddsíld eða alls 4.400 tn. ísrael 4.000 — Sykursíld Benelux-löndm 6.000 — Rundsíld Frakkland 5.000 — do. Samtals 149.150 tn. Samningar hafa enn ekki tekizt um sölu á Suðurlandssíld til Sovétríkjanna þegar þetta er ritað. Af framanrituðu er auðséð að enn vant- ar ríflega 25.000 tunnur til að uppfylla gerða samninga. Þar sem söltun hófst svo seint var sára- lítið flutt út fyrir áramót eða aðeins 11.014 tn. 1 janúarmánuði 1963 mun þó verða flutt út allverulegt magn af Suður- landssíld. Greinargerð fyrir útflutningi og útflutningsverðmæti Suðurlandssíldar 1962/63 verður því að bíða næstu yfirlits- skýrslu Síldarútvegsnefndar.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.