Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1966, Page 3

Ægir - 01.11.1966, Page 3
Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 59. árg. Reykjavík 1. nóv. 1966 Nr. 19 íítgerð og aflabrögð VESTFIRÐIN GAF J ÓRÐUN GUR í september í september voru veiðar lítt stundaðar víðast og aflafengurinn í heild óverulegur. Er heildaraflinn í fjórðungnum um 1000 lestir, og er það rýrasti aflamánuður um langt árabil. Færabátarnir voru yfirleitt hættir veiðum og stopulir róðrar hjá mörg- um dragnótabátunum. Smokkfiskveiði var uokkur í mánuðinum á Arnarfirði og í Isafjarðardjúpi. Mun láta nærri að fryst- ar hafi verið um 300 lestir af smokk til beitu. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjörður: Heildaraflinn í mánuð- inum var 183 lestir, og er hann að mestu fenginn í dragnót. Stunduðu 7 dragnóta- bátar veiðar fram eftir mánuðinum, og var Skúli Hjartarson aflahæstur með 51 lest í 18 róðrum. Sæborg byrjaði róðra með bnu um miðjan mánuðinn og var búin að fá 39 lestir í 10 róðrum. Dofri var aðeins búinn að fara einn róður. Tálknafjörður: Tveir dragnótabátar lönduðu 47 lestum í mánuðinum. Bíldudalur: Dragnótabátarnir hættu all- ir veiðum um miðjan mánuðinn. Var afli þeirra því aðeins 35 lestir. Andri var byrj- aður róðra með línu, og var búinn að fá 26 lestir í 9 róðrum. Þingeyri: Færabátarnir voru allir hætt- ir þorskveiðum og komnir á smokkveiðar. Flateyri: Færabátarnir voru allir hætt- ir. Þorsteinn var á dragnótaveiðum og landaði 39 lestum úr 10 róðrum og Bragi var byrjaður róðra með línu, en afli var sáratregur, 15 lestir í 7 róðrum. Suðureyri: 10 bátar réru með línu frá Suðureyri í mánuðinum, og var afli ein- staklega rýr allan tímann. Voru afla- hæstu bátarnir með um 2 lestir í róðri til jafnaðar. Heildaraflinn í mánuðinum var aðeins 105 lestir. Var Gyllir aflahæstur með 22 lestir í 9 róðrum. Bolungavík: 13 bátar stunduðu veiðar frá Bolungavík, ýmist með línu, handfæri eða dragnót, og var heildarafli í mánuð- inum 149 lestir. Aflahæst var Sædís með 59 lestir í dragnót. Af línubátunum þrem var Guðrún aflahæst með 24 lestir í 12 róðrum. Hnífsdalur: Þar bárust á land 74 lestir af 3 bátum. Pólstjarnan réri með línu í mánuðinum og aflaði 54 lestir. Isafjörður: Nokkrir minni bátar stund- uðu róðra með línu, en stærri bátarnir voru engir byrjaðir. Ver landaði 54 lestum úr 16 róðrum og Jódís 43 lestum úr 14 róðrum. Gylfi var á dragnótaveiðum, og nam afli hans í mánuðinum 87 lestum. Dynjandi var á netaveiðum og fékk 23 lestir í 14 róðrum. Heildaraflinn í mánuð- inum var 238 lestir. Þegar kom fram í mánuðinn hættu allir minni bátarnir veið- um og voru farnir að útbúa sig á rækju- veiðar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.