Ægir - 01.11.1966, Page 8
322
Æ G I R
Ólafur Thors, form. Halldór Kr. Þorsteinsson,
F.Í.B. 1918—1935. heiðursf élagi í F.l.B.
Þórarinn Olgeirsson,
heiðursfélagi í F.l.B.
lega þjónustu í té í Bretlandi um langan
aldur.
Næsti togari, sem íslendingar keyptu
frá Englandi árið 1907, var b.v. „Marz,“
eign Islandsfélagsins h.f. Aðalforgöngu-
menn þess félags voru Jes Zimsen, kaup-
maður, og Hjalti Jónsson, skipstjóri, og
var Hjalti fyrsti skipstjóri togarans. Hjalti
var afburða sjómaður og aflamaður.
1 kjölfar þessara nýju togara komu
mörg ný skip, og stuðlaði hinn nýi hluta-
fjárbanki, íslandsbanki, mjög að eflingu
togaraútgerðarinnar, en bankinn hafði haf-
ið starfsemi 1904. Með togaraútgerðinni
var véltækni nútímans fyrst tekin í þjón-
Kjartan Thors, form.
F.Í.B. frá 1935—1959.
ustu íslenzkra atvinnuvega svo nokkuð
kvæði að.
Árið 1915 voru gerðir út frá Reykjavík
17 togarar. Togaraútgerðin kallaði á nýjai'
framkvæmdir og þjónustu, jók hún at-
vinnu og verzlun, einkum í aðalútgerðar-
bæjunum Reykjavík og Hafnarfirði. Ei'
hiklaust óhætt að þakka þessari nýju út-
gerð, að ráðizt var í hafnargerðina í Rvík
á árunum 1913 til 1916. En hin mikla
hafnargerð í Reykjavík hefur orðið lyfti-
stöng fyrir Reykjavíkurborg og landið i
heild.
Togaraútgerðin varð fyrir miklu áfalh
1917, þegar bandamenn kröfðust þess að
10 togarar yrðu seldir Frökkum, til varnai’
gegn kafbátahættunni, sem þá var í al-
gleymingi. 1 stríðslok 1918 voru aðeins 9
togarar í eigu íslendinga. Árin 1920 til
1922 var mikið verðfall á saltfiski og ís'
fiskmarkaðurinn í Englandi var óhagstæð-
ur. Urðu þá togararnir fyrir miklum töp-
um, en hagur þeirra snerist mjög til ÞesS
betra 1924, þegar fundust ný, auðug fiski-
mið, „Halamiðin," og verð á saltfiski vai
jafnframt mjög hagstætt.
Klemens Jónsson segir í Reykjavíkur-
sögu sinni, sem kom út árið 1929, um tog-
araútgerðina: „Það er þessari útgerð, sem