Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1967, Síða 8

Ægir - 15.06.1967, Síða 8
206 ÆGIR ir hér að nefna athuganir á styrkleika, tognun, slitþoli, eðlisþunga, stífni, áhrif ljóss og hita á efnið o. fl. b) Netagerð. Hér er átt við tækni við framleiðslu hnýtts og óhnýtts nets, svo og rannsóknir á helztu eiginleikum netsins svo sem styrkleika, þunga, hnútafestu, sjáanleika og viðnámi í vatni o. fl. c) Efni í önnur veiðarfæri svo sem bauiur, öngla, sökk'm, kúlur, hlera og vfir- borðs- og neðansjávarlampa til að laða fisk. d) Meðhöndlun og ending veiðarfæra. Hér er átt við meðhöndlun veiðarfæra gegn rotnun og eyðingu vegna áhrifa smárra iurta og dýralífvera; auk bess áhrif stífni og litar neta á veiðihæfnina. e) Rannsóknir á veiðarfærum í sjó. Möguleikar til þessara rannsókna eru módeltilraunir annað hvort í stórum tönk- um eða í sjó; auk þess aflasamanburður í þau veiðarfæri, sem bera á saman. Enn- fremur má nefna atluiganir frá köfurum, rannsóknir með neðansjávarmyndatöku eða sjónvarpi og að síðustu er hægt að fá margar mikilsverðar upplýsingar með dýptarmælum, fiskritum og sérstökum mælitækium. f) Veiðitækni í þrengri merkingu. Hér er átt við eitt mikiívægasta vea’kefnið þ. e. a. s. framvindu þekktra, og þróun nýrra veiðarfæra. g) Fiskileit og ákvörðun fisks. Hér eru dýptarmælar og fiskritar þýðingarmestu tækin, enda þótt fiskileit eftir uppsjávar- fiskum með flugvélum sé víða mikilvæg. Hvaða framtíð athuganir á neðansjávar- hljóðum frá fiski og krabbadýrum, svo og rannsóknir með siónvarpi eða myndavél- um hafa. skal látið ósagt. h) Líffræðilegar rannsóknir. Rannsókn- ir á hegðun fisks, einkum gagnvart veið- arfær'im. er eitt undirstöðuatriðið fyrir gengi veiðitækninnar. Hér er auk þess átt við rannsóknir til að laða fisk með ljósi, hljóðum, efnum svo og rannsóknir á hegð- un fiska gagnvart rafmagni. Undir þenn- an lið fellur líka kjörhæfni hinna ýmsu veiðarfæra (þ. e. áhrif möskva- og öngla- stærðar á stærð veidds fisks.) i) Vél- og tæknivæðing. Undirþennanlið fellur öll tækni í skipabyggingu og tækni- útbúnaði skipa. Enda þótt telja megi þenn- an lið til veiðitækninnar, er þó álitamál, hvort hagkvæmt sé að taka hann inn í veiðitæknistofnanir. Eins og sjá má af ofangreindri upp- talningu er æði margt. sem fellur undir veiðitæknina og má vissulega segja, að þessi verkefni séu nægilega margvísleg og þýðingarmikil til að meðhöndlast af sér- stökum rannsóknarstofnunum. Segja má, að íslenzkar fiskveiðar séu mjög nýtízkulegar og stafar það af því, að íslendingar eru og hafa vfirleitt verið mjög nýjunga- og framfaragjarnir og spara hvorki fé né elju við að útbúa feng- sælli veiðarfæri jafnhliða stækkun skip- anna. Enda þótt þessum framförum hafi verið náð án sérstakra rannsókna á þessu sviði er ekki þar með sagt, að slíkar rann- sóknir séu ónauðsvnlegar eða gagnslaus- ar. Hér á eftir verður leitazt við að sýna fram á gagnsemi slíkra rannsókna fyrir okkur Islendinga með því að telja upp þau verkefni, sem brýnust þörf er á að leysa sem fyrst. 1) Athuganir á sökkhraða hringnóta. Þar sem síldin stendur á allmiklu dýpi mestan hluta sólarhringsins, hafa íslenzk- ir sjómenn sífellt verið að leitast við að fá næturnar til að ná dýpra niður í sjó, ýmist með því að dýpka þær eða bæta á þær það miklu blýi, að korkateinninn sökkvi undir yfirborð sjávar, þannig að nótin fiski á dýpra vatni en áður. Einnig er áhugi á að nota efni í næt- urnar, sem sekkur hraðar en þau efni, sem hingað til hafa verið notuð. Enda þótt áhugi sé fyrir hendi til að auka veiði- hæfni nótanna á þennan hátt, er samt allt óvíst um sökkhraða nótanna og reynd- ar hve djúpt hinar mismunandi nætur sökkva. Hafrannsóknastofnunin mun því leitast við að hefja slíkar mælingar í sum-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.