Ægir - 15.06.1967, Page 14
212
Æ GIR
HORFT FRAM TIL ALDAMÓTANNA
Á s.l. sumri var haldinn fundur um mat-
vælamál í Hamborg, þar sem fjallað var
um þróun fiskveiða og framtíðarhorfur
fram til næstu aldamóta. Voru þar haldnir
nokkrir fyrirlestrar, sem fjölluðu m.a. um
þróun fiskveiða á ýmsum hafsvæðum, en
í miðdepli umræðnanna stóðu einkum eftir-
talin fjögur atriði:
1. Hver verður þróun aflamagns fisk-
veiða heimsins á næstu áratugum?
2. Á hvaða hafsvæðum munu fiskveiðar
einkum verða stundaðar?
3. Er líklegt, að fiskveiðar muni í fram-
tíðinni beinast meira í þá átt, að tekin
verði upp fóðrun dýra í fersku og
söltu vatni?
4. Mun verða mögulegt í framtíðinni, að
nýta allan afla fiskveiða í heiminum
til manneldis, eða er líklegt, að hluti
hans verði, eins og hingað til, nýttur
til mjöl- og lýsisvinnslu ?
Eftirfarandi yfirlit sýnir þróun heildar-
sjávarafla í heiminum allt frá miðri nítj-
ándu öld og fram til ársins 1965, í millj.
lestum.
Ár Millj. lestir Ár Millj. lestir
1850 1,5—2 1953 25
1900—1910 4 1955 28
1924 10 1957 31
1932 10 1959 35
1934 14 1960 38
1936 17 1961 42
1938 21 1962 45
1947 18 1963 46
1948 19 1964 52
1965 55
Heildarframleiðslugeta allra heimshaf-
anna er talin vera 2 milljarðar lesta og
eru þá meðtalin skeldýr. Hæfileg nýting
þessa heildarmagns var talin liggja á bil-
inu 100 til 250 millj. lesta. Yfirleitt voru
menn þeirrar skoðunar, að neðri talan
væri nær sanni og mundi heildaraflinn
takmarkast af tæknilegum og viðskipta-
legum aðstæðum. Dr. Meseck, fiskimála-
stjóri Þýzkalands, sem hélt aðalframsögu-
erindi fundarins, taldi, að árið 1980 mundi
heimsaflinn geta numið 75 millj. lestum,
og mundu þaraf 66 millj. lestir koma úr
hafinu, en 9 millj. lestir úr ám og vötnum.
Dr. Meseck benti á það hversu spár um •
aflamagn og annað það, er að fiskveiðum
lýtur, væru hæpnar og yrðu að gerast með
mikilli varúð. Þar yrði að taka ýmislegt
með í reikninginn eins og t.d. hin náttúr-
legu takmörk framleiðslugetu einstakra
hafsvæða, hina miklu áhættu, sem fylgir
fiskveiðunum og hversu náttúrubundnar
fiskveiðar eru yfirleitt. Einnig kæmi hér
til, að fiskurinn skemmist auðveldlega eft-
ir að hann hefir verið veiddur, sem hefir
áhrif á möguleikana til að dreifa honum
sem matvælum. Þarf því að gera sérstakar
ráðstafanir til að hindra slíkar skemmdir.
Á fundinum var rætt um einstök haf-
svæði og framleiðslugetu þeirra. Kom í
ljós, að sum hafsvæði hafa þegar verið
hagnýtt að því marki, sem talið verður
hæfilegt. Eitt þessara svæða er Norð-
austur-Atlantshafið, þ.e. hafsvæðin um-
hverfis A.-Grænland, Island, Svalbarða,
Noregsströnd, Barentshaf, Norðursjó,
Eystrasalt, hafið umhverfis írland og við
strendur Frakklands, Norðvestur-Spán og
Portúgal. Á seinni árum hefir verið unnt
að halda heildaraflamagninu á þessu
svæði öllu í um 8 millj. lesta með því að
hafa verið meginhluti aflans, sem veiði-
tæki, svo sem togveiðarfæri og hringnót.
Það atriði var hinsvegar ekki rætt hvort
unnt mundi að bæta upp minnkandi afla-
magn þeirra fisktegunda, sem hingað til
hafa verið megin hluti aflans, með veiði
annarra fisktegunda, sem hingað til hafa
verið lítið veiddar.
Dr. A. Meyer, forstjóri í fiskirann-
sóknastofnuninni í Hamborg taldi, að
þróun veðurfars á N.-Atlantshafi mundi
hafa úrslitaþýðingu fyrir aflamöguleika á
svæðinu, eða eins og hann orðaði það: