Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1967, Síða 15

Ægir - 15.06.1967, Síða 15
213 ÆGIR „Það var fyrst samfara stöðugri aukn- ingu sjávarhitans á N.-Atlantshafi, sem hófst í byrjun þessarar aldar, að botnfisk- arnir juku útbreiðslu sína á landgrunnum þessa svæðis, einkum í Barentshafi. Við vitum ekki ennþá með vissu hvort þessi aukning hitastigsins hefir náð hámarki. Ýmislegt bendir á það, einkum eftir miðj- an sjötta tuginn, að hitastigið sé tekið að lækka, og virðist fara örar lækkandi eftir 1960. Ef þessi þróun hitastigsins niður á við heldur áfram, þá munu þýðingarmikil beitilönd á norðanverðu NA-Atlantshafi hverfa." Um hafsvæðin á NV.-Kyrrahafi voru nienn sammála um, að þau væru komin á stig fullnýtingar. Er hér um að ræða svæð- in á vesturhluta N.-Kyrrahafs, hafið norðan Pormósu, að nokkru leyti Beringshaf, haf- svæðið umhverfis Japan, á Okotskahafi °g á A.-Kínahafi. Þetta svæði allt gefur nú af sér alls 10,5 millj. lesta. Á báðum þeim stóru hafsvæðum, sem hér voru nefnd má því ekki reikna með niöguleikum til aukningar á fiskveiðunum. Öll önnur hafsvæði töldu sérfræðingarn- lr að byggju yfir ónotuðum auðæfum af fiski og öðrum sjávardýrum. Aðallega er hér um að ræða landgrunnin í Kyrrahafi, Indlandshafi og Atlantshafi. Dr. Meseck áætlaði, að unnt ætti að vera nð auka heildaraflann á Kyrrahafi úr 27 niillj. lestum í 36 millj. lesta, á Indlands- hafi úr 2,5 millj. í 5 millj. lesta og á At- lantshafi úr 19 millj. í 25 millj. lesta Þegar rætt er um ræktun og fóðrun sjávardýra er einkum átt við krabbadýrin. Talið er að unnt sé með árangri að rækta ^sekjur í hálfsöltu vatni, en slíkt hefir verið gert á Filipseyjum. Einnig er ræktun skeldýra, einkum kræklings, talin fýsileg, en á þann hátt mætti framleiða allverulegt niagn af eggjahvítu á tiltölulega skömm- nm tíma. I þessu sambandi má geta þess, að eftirspurn eftir krabba- og skeldýrum eykst stöðugt. Um það bil 7% alls sjávar- afla í heiminum eru þessar tegundir, en kræklingur einn er 5%. Síðasta atriðið var svo nýting sjávar- aflans og kom Dr. Meseck sérstaklega inn á það atriði, og sagði: „Hagnýting sjávaraflans hefir tekið all- miklum breytingum á síðustu áratugum. Á áratugunum 1948—1958 fóru um 85% beint til manneldis og 15% til vinnslu fiskmjöls og lýsis, en á árabilinu 1960— 1964 hefir orðið hér breyting á, eins og eftirfarandi yfirlit sýnir: 1960 1961 1962 1963 196h Beint til manneldis, millj. lestir 31,0 32,2, 33,3 34,4 35,2 % af heildarafla 78,2 75,1 71,9 72,6 68,2 Til vinnslu fiskmjöls og lýsis, millj. lestir 8,6 10,7 13,0 13,0 16,4 % af heildarafla 21,8 24,9 28,1 27,4 31,8 Svo sem hér kemur fram, minnkaði hlut- ur, sem fór beint til manneldis á þessu tímabili úr 78,2% í 68,2%, en þó er mun- urinn enn meiri ef litið er lengra aftur í tímann, sbr. það sem áður segir. Að sama skapi jókst sá hluti, sem fór til vinnslu mjöls og lýsis, úr 21,8% í 31,8%. Aukning þess, sem fór beinttilmanneldis,varþannig ekki nema 13,5%,enaukninghinsvar91%. Þetta er auðvitað bein afleiðing af hin- um miklu fiskveiðum Perúmanna, en meira en 95% af þeim afla verður að hagnýtast til vinnslu mjöls og lýsis, þar sem enginn annar möguleiki er til nýtingar hans. Að áliti sérfræðinga er ekki unnt að sjá fyrir hvort mikill hluti sjávaraflans muni einnig í framtíðinni fara í fiskmjölsverksmiðj- urnar. Það mun fyrst og fremst verða háð því hvert hlutfall verður milli botnfiska og uppsjávarfiska í aflanum. Ýmsar tegundir uppsjávarfiska, eins og t.d. „ansjóveta,“ „menhaden" og „pilchard" eru fyrst og fremst hentugar til vinnslu fiskmjöls og lýsis. Enda þótt framleiðsla fóðurmjöls geri einnig sitt til að auka framboð á eggja- hvítu til manneldis, ætti það þó að vera yfirlýst stefna í fiskimálum að auka sem mest þann hluta, sem er beint til mann- eldis og kemur þá einnig til greina fram- leiðsla mjöls til manneldis.“

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.