Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1970, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1970, Blaðsíða 7
ÆGIR 293 Gunnar Jónsson, fiskifræðingur: -----------------------------A Haf- og fiskirannsóknir _____________________________ SPÆRLINGURINN Innpanpur: Spærlingur (Trisopterus esmarkii (Nilsson, 1855)), er lítill fiskur af þorsk- fiskaætt (Gadidae). Við Island hafa ekki veiðzt lengri fiskar en 25 cm og flestir fiskanna sem veiðast eru 16—19 cm lang- ir. I Barentshafi og undan Norðvestur- Noregi hafa veiðzt 31, 34 og 35 cin langir spærlingar (BARANENKOVA & KHOK- HLINA, 1968). Enda þótt mergð spærlings við Island sé gífurleg og yfirgnæfi e. t. v. aðra þorsk- fiska, þá var íslenzkum fiskimönnum öðr- um en Vestmannaeyingum ókunnugt um tilveru hans allt þar til árið 1896 að spær- lingur fannst í þorskmaga undan Vest- fjörðum (SÆMUNDSSON, 1926). Árið 1958 byrjuðu Danir spærlings- veiðar í Norðursjó og Skagerak í stórum stíl til bræðslu og árið eftir náði spærlings- aflinn 100 þús. tonnum. Um svipað leyti fóru Norðmenn einnig á stúfana og er spæidingurinn orðinn vinsæll bi’æðslufisk- ur hjá þessum þjóðum. Nú virðist áhugi okkar íslendinga á spærlingsveiðum vei’a að vakna og s.l. ár gerði vb. Halkion frá Vestmannaeyjum tilraunir til að veiða spæi’ling til bi-æðslu, og í ár fengu nokkrir bátar leyfi til spæxdingsveiða í tilrauna- skyni og stunduðu þær veiðar frá því í lok apríl til miðs júní sá sem lengst hélt út. Spæi’lingurinn hefur enn sem komið er ekki náð neinum vinsældum sem manna- fæða, en hann gegnir mikilvægu hlutverki sem fæða fyrir þorsk, ufsa, löngu o. fl. fiska. Heimkynni. Heimkynni spæi’lingsins eru Norður- Atlantshafið austanvert og er hann mjög algengur á 100—200 metra dýpi undan vestui’- og noi’ðurströnd Skotlands, í norð- anverðum Noi’ðursjó þar sem hann er einn algengasti þorskfiskurinn (RAITT, 1968) og í Skagerak. Einnig finnst hann í Katte- gat og flækingar finnast í norðanverðum dönsku sundunum (POULSEN, 1968). Þá er spæi’lingurinn algengur við Færeyjar og Island. Meðfram Noregsströndum finnst spærlingurinn og í Barentshafi allt norður til suðvestui’strandar Svalbarða. Suðurtakmörk útbi’eiðslusvæðis hans eru Ii’landshaf og einn spæi’lingur hefur fund- izt í vestanverðu Ermai’sundi. Vestan Ir- lands hefur hans oi’ðið vai’t. Við Island hefur spærlingurinn fundizt á 40—380 metra dýpi allt frá Stokksnes- grunni eða austar vestur með endilangri suðurströndinni og allt norður á Stranda- grunn1). Einnig hafa fundizt einstakir fiskar í Eyjafjai'ðarál2) og á Skjálfanda3) að því að talið er (SIGURÐSSON, 1960, 1962, 1964). Samkvæmt Bjarna Sæmundssyni (1926) fer spærlingurinn að ganga inn á hin dýpri fiski- mið við suðurströndina (Vestmannaeyjar, Sel- vogsbanki) á útmánuðum. Er hann þá ýmist í hrygningargöngv eða ætisleit. I maí leitar hann enn grynnra (100—60 m) en hverfur svo aftur fyrir sólstöður og gengur þá að öllum líkindum vestur og norður með landinu. A vorin og sumr- in verður hans vart á djúpmiðum í Faxaflóa (Jökuldjúp og víðar), í Kolluál, í ísafjarðar- djúpi og allt út á Hala. Á veturna hverfur spærlingurinn líklega út á djúpið. 1) 66°56'N—22o10'V, 155—174 m, 12. des. 1968, r/s Hafþór. 2) 66°09'N—18°32'V, marz 1962, 66°12'N— 18°35'V, sept. 1964, 66°14'—18°25'V, sept. 1964. ?) 66°03'N—17°33'V, júlí 1960.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.