Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1970, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1970, Blaðsíða 10
296 ÆGIR Kynþroski. Rannsakaðir hafa verið gotbaugar í kvörnum úr 1006 spærlingum (628cfcf + 378 2 2 ) sem veiddust á Selvogsbanka í janúar 1969, í Háfadjúpi í apríl og maí 1970 og í maí/júní 1969. Auk þess var kynþroski athugaður. Spærlingar þessir voru 1—5 ára gamlir og 11—15 cm lang- ir. Eins árs voru aðeins 3 (0.3%) og allir ókynþroska hængar. Af hinum 1003 voru aðeins 8 ókynþroska (0.8%) en 995 kvn- þroska (99.2%). Rannsóknir þessar sýna, að mikill meiri- hluti spærlinganna, bæði hrygnur og hængar byrjar að hrygna tveggja ára. Þannig reyndust 605 hængar eða 96.8% kynþroska hænga hafa hrygnt tveggja ára í fyrsta skipti og 365 hrygnur eða 96.6%. Nokkrir spærlingar byrja ekki að hrygna fyrr en þriggja ára og fjögurra ára hafa allir hrygnt a. m. k. einu sinni. Mynd 1: Spærlingskvarnir. a: 3,12 cm, Háfadjúp, apríl 1970, aldur: 1 ár b: 3,16 cm, Háfadjúp, marz 1969 — 2 — c: 3,17 cm, Háfadjúp, marz 1969, — 3 — d: 2,19 cm, Háfadjúp, maí 1970, — 4 — e: 2,24 cm, Selvogsbanki, janúar 1969 — 5 — unum. Lengdardreifing hjá 1—5 ára fisk- um er sem hér segir (í svigum tölur frá Bjarna Sæmundssyni 1929): 1 árs 11—12 cm (12—18), tveggja ára 14—19 cm (14— 20), þriggja ára 14—22 cm (16—22), fjögurra ára 16—24 cm (19—24) og fimm ára 14—25 cm (23). Megnið af veiðinni árið 1969 var þriggja ára fiskur og var rúmlega 90% af sýninu frá Selvogsbanka í janúar það árið þriggja ára og tæplega 90% af Selvogsbanka og úr Háfadjúpi í marz. Auk þriggja ára fisks sem var ríkjandi í sýninu frá Eldeyjar- banka í marz 1969 eða 56% bar allmikið á fjögurra ára fiski (23.5%). I sýnunum í ár ber mest á tveggja og þriggja ára fiski (41% og 38%) í Háfa- djúpi í byrjun apríl en í byrjun maí er fjögurra ára fiskur orðinn ríkjandi (44.7%). Hrygning. Hrygningartími spærlings er frá því í síðari hluta marz og allt fram í maí. Hrygningarsvæðið er við suður- og suð- vesturströndina. Egg eru smá. Lirfur hafa fundizt í mergð undan suður- og vestur- ströndinni í maí og allt fram í ágúst (SÆ- MUNDSSON, 1926). í maímánuði 1961 var mikið magn af spærlingslirfum frá Reykjanesi til Látrabjargs einkum þó útaf Reykjanesi og í Faxaflóa (J. MAGNÚS- SON o. fl., 1965). Annar afli. Spærlingsafli vb. Halkíons 1969 nam 88.6% af heildaraflanum. Aðrar fiskteg- undir sem veiddust voru langa (4.7%) ufsi (2.6%),lýsa (1.3%), þorskur (0.4%)> ýsa (0.4%), ýmsar flatfiskategundir eins og stórkjafta, skrápflúra, sandkoli, hiða (1.0%) og aðrir fiskar (karfi, steinbítui’, gulllax, skata o. fl. 1.0%). Einnig veiddist stundum eitthvað smávegis af humri. Spærlingsafli þeirra fjögurra báta, seni skiluðu ítarlegustum skýrslum s.l. vor nam um 89—97% af heildaraflanum. Af öði’-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.