Ægir - 15.11.1970, Síða 16
338
ÆGIR
5. mynd), en mjög örðugt er að aldurs-
greina mjög gamlar skeljar og því óhægt
um vik að segja til um hámarksaldur
þeirra.
Aldursákvarðanir og vaxtarmælingar
hafa sýnt mismunandi vaxtarhraða eftir
svæðum. Þannig er t. d. að jafnaði hægari
vöxtur meðal hörpudisks úr Breiðafirði
heldur en úr Jökulfjörðum og er því stærð
hörpudisks nokkruð breytileg eftir svæð-
um. Þar sem athuganir á hörpudiski hafa
verið gerðar eru t. d. að jafnaði smæstar
skeljar í Hvalfirði, meðalstórar í Breiða-
firði, en stærstar hafa þær aftur á móti
fengizt í Jökulfjörðum og í Reykjarfirði
á Ströndum. Virðist því samliengi vera
nokkurt milli skelstærðar og sjávarhita og
eykst stærðin eftir því sem norðar dregur
og sjávarhiti minnkar, enda er hörpudisk-
urinn kaldsjávartegund. Sjávarhiti er þó
greinilega ekki það eina, er máli skiptir
í sambandi við stærðina, t. d. fást yfirleitt
stærstu skeljarnar á mjög hörðum botni
og grynnst á hverju veiðisvæði, en fara
smækkandi, ef farið er dýpra.
Um útbreiðslu hörpudisks er það að
segja, að hann er kaldsjávartegund, er
fundizt hefur víða í Norðurhöfum, í Norð-
ur-Atlantshafi suður til Cape Cod og Stav-
anger og í Kyrrahafi suður til Kóreu,
Norður-Japan og Vancouver. Hér við land
hefur hörpudisks víða orðið vart, einkum
við Vestur-, Norður- og Austurland, enda
þótt fæstir hefðu gert sér í hugarlund,
hvílík mergð getur verið af honum, áður
en nánari athuganir og leit leiddu það í
ljós. Þegar þetta er ritað hafa fundizt
hörpudiskamið allvíða við norðvestan og
vestanvert landið, þ. e. í Jökulf jörðum, Isa-
fjarðardjúpi, Dýrafirði, Arnarfirði,
Breiðafirði eins og áður greinir, smásvæði
í Hvalfirði og loks í Húnaflóa, og mun
þeirri leit gerð nánari skil í ,,Ægi“ síðar.
Er því ástæða til að ætla, að fleiri mið eigi
eftir að finnast við Vestur-, Norður- og
4. mynd: Stærðardreifing (mm hæð) hörpudisks
á nokkrum tilteknum svæðum (sjá einnig 1. töflu).