Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 7

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 7
ÆGIR 285 Djúpivogur: Skálavík SU 500, humart. 1,7 2 Haukur RE 64, botnv. . . 16,9 2 Bliki SU 84, handf 5,4 7 Nakkur SU 380, handf. . 2,4 4 Nói RE 120, handfæri .. 2,6 5 Tjaldur SU 65, handf. . . 1,3 1 Antonía SU 77, handfæri 1,4 4 Svanur SU 77, handf. . . 2,1 5 Dagný SU, handf 0,5 1 Samt. 33,6 TOGARARNIR í september. Heimalandanir togara í september eru 37, afli samtals 6335.6 lestir. Erlendis lönd- uðu tveir togarar 239,2 lestum eða samtals 6,574,8 lestir. Til samanburðar má geta þess að í september 1970 eru heimaland- anir aðeins 10, afli 1621,2 lestir, en erlendis eru þá 15 landanir, afli 2540,4 lestir eða samtals 4161.6 lestir. Meðalafli í veiðiferð, sem landað er í þessum mánuði í ár er 168,5 lestir, en 166,4 árið 1970. Til að fyrirbyggja misskilning skal þess getið, að hér er aðeins um að ræða eldri togarana, sem eru yfir 500 tonn brúttó. Nýir skuttogarar og minni togarar, sem hafa nýlega bætzt í flotann og eru undir 500 lestum, eru ekki taldir í þessum flokki, þar sem þeir teljast til bátaflotans, enda ekki mögulegur samanburður við veiði fyrri árs að því er þeim viðkemur, þar sem útgerð þeirra hófst fyrst á þessu ári. Nálega allur aflinn, sem togararnir landa í september er veiddur á heimamið- um, karfinn er aðaluppistaðan en talsvert mikið þó af ufsa. Togarinn Maí gerði veiðiför á Ný- fundnalandsmið og veiddi 246,7 lestir eftir 22ja daga útivist. Hvernig komast fiskveiðinýjungar í gagnið? Á fundi nokkrum, sem haldinn var í London seint á síðasta ári, var fjallað um það efni, sem fellst í yfirskrift greinar- innar. Þetta var fyrst og fremst brezkur fundur, haldinn að tilhlutan White Fish Authority, en sú stofnun hefur yfirstjórn allra veiðitækja, veiðarfæra og annarra tæknirannsókna af því tagi í Bretlandi. Undir þessa stofnun heyra svo ýmsar sér- stofnanir, svo sem tæknistofnunin í Húll, sem okkur Islendingum er sérlega vel kunn, IDU (Industrial Development Unit). Eins og fram kemur í frásögninni af um- ræðum á fundinum hér á eftir, ríkir nokk- ur ágreiningur milli manna um skiptingu fjármagns milli langtíma fiskirannsókna °g praktiskra tæknirannsókna á veiðar- færum og tækjum. Þá er fyrst að segja frá ummælum Bob Bennett, sem er forstöðumaður IDU, sem okkur Islendingum er að góðu kunnur, og kom meðal annars hér upp í vor. Það stendur aldrei á honum né hans mönnum að láta okkur í té upplýsingar. Tækni- mönnum í Hull er ljóst, að við erum með fiskimenn, sem eru sérstaklega opnir fyrir nýjungum og þeir telja að nýjungar eigi að prófast um borð í fiskiskipum. Bob Bennet hóf umræður á þessu þingi með því að lýsa yfir: „Að því er lýtur að veiðarfærarann- sóknum hefur síðasta áratuginn verið um algera stöðnun að ræða — útkoman nán ast núll. Ef ekki verður breyting á, verður útkoma næstu tíu ára svipuð." Það var viðurkennt strax í upphafi þingsins, að raunverulegt markmið fisk- veiðirannsókna í þágu sjávarútvegsins væri aukin veiði og þar með ágóði. Þær tölur, sem Bob Bennet nefndi um fjár- magn, sem nauðsynlegt væri til að endur- bæta og auka afköst botnvörpunnar, þóttu þó ískyggilegar. Hann taldi að 100 þús. Framhald á bls. 289.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.