Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 26

Ægir - 15.10.1971, Blaðsíða 26
304 ÆGIR Austin Laing-, aðalframkvæmdastjóri Sambands brezkra togaraeigenda, sagði að væri litið á heildarástandið, þá virtist það ruglingslegt og allt í brotum og sökin virtist vera allra aðila. Það væri mjög lítið samband milli þeirra aðila, sem hér ættu hlut að máli, einkum væri lítið samband haft við togaramenn og togaraeigendur, en það teldi hann nauð- synlegt að togaraskipstjórar væru hafðir meira með í ráðum en nú væri og jafn- framt þyrfti að innprenta mönnum meiri virðingu fyrir veiðitilraunum og rann- sóknum. Hann sagði að brezkir útvegs- menn væru ekki svo ýkja upp með sér af góðu áliti brezkra vísindastofnana utan- lands. Þetta álit væri oft bundið persónu- leika einstakra manna. Dtvegsmenn vildu þjónustu við útveginn, þegar fullkannað hefði verið, hvað hann vantaði, og hvernig þörfunum yrði síðan bezt fullnægt. Hann líkti brezkum fiskveiðirannsóknum sem „safni af haglega gerðum nálsporum, en fáum flíkum fullsaumuðum". Laing var mjög hrifinn af þeirri sögu McNeely, að skrifstofa hans væri jafnan full af fiski- mönnum. Laing taldi, að útvegurinn yrði að vera fljótari að tileinka sér nýjungar en nú væri. Máski vantaði góðan og reynd- an skipstjóra; sem gæti skilgreint vanda- málin og þarfirnar og haft samvinnu við tæknimenn við lausn viðfangsefnanna. Þessi maður ætti einnig að fylgjast með „útfærslu“ annarra skipstjóra á nýjung- unum og sjá til þess, að hin nýju tæki nýtt- ust rétt og fullkomlega. Handabakavinna og kunnáttuleysi við meðferð nýrra tækja og veiðarfæra væri sannarlega útgerðar- manninum lítil hvöt til að taka upp nýj- ungar. Oft krefðust skipstjórar tækninýj- unga til þess eins að halda virðingu sinni í flotanum. Sú var skoðun Laings, að fiskveiðirann- sóknir þyrfti að framkvæma af mörgum aðilum, en þeir þyrftu allir að vera gegn- sýrðir af sama sjónarmiði, sjónarmiði fiskveiðanna. Jafnvægi þyrfti að ríkja milli fiskifræðinga og verkfræðinga, eða með öðrum orðum milli hreinna vísinda- rannsókna og notagildisrannsókna. Sjávarútvegsmenn væru mjög gagn- rýnir á núverandi ástand í þessum málum, þar virtist allt í brotum og stundum væri orsökin stjórnmálalegs eðlis. „Ef við eig- um að búa við svipaða stöðnun næsta ára- tug eins og þann sem nú er nýliðinn, væri máski betra fyrir okkur að pakka alveg saman og einfaldlega fylgja öðrum þjóð- um eftir“, sagði Laing að lokum. Þegar sir Fredrick Brundett, forseti WFA sleit þinginu, sagði hann þessi at- hyglisverðu orð: „Við verðum að sannfæra fiskimennina um, að vísindamennirnir hafi eitthvað gagnlegt til málanna að leggja og við verð- um jafnframt að sannfæra vísindamenn- ina um að fiskimennirnir séu ekki asnar“. White Fish Authority heldur sýningu Nokkrum vikum eftir að ofannefndu þingi lauk, opnaði IDU í Hull dyr sínar upp á gátt fyrir hinum almenna fiskimanni og reyndar öllum almenningi, þar á meðal þingmönnum og öðrum fésum. Þarna gafst fólki kostur á að kynnast ýmsum nýjung- um, sem á döfinni eru hjá IDU eða komn- ar í notkun, svo sem togmælirinn og veltu- mælirinn, en einnig hinu merka plani þeirra „simulater“-kerfinu til að þjálfa fiskiskipstjóra. Þessi sýning verkaði mjög jákvætt á alla hlutaðeigandi aðila. En höfundur greinar- innar í World Fishing segir í lokin: „Kunn- áttan, reynslan, tölvan og áhuginn er allt til staðar, en peningarnir ekki“. Ásgeir Jakobsson endursagði úr janúarhefti World Fishing. /t * S ' ■ rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er J-X7' I I I kringum 400 síður og kostar 300 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.