Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 13

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 13
ÆGIR 335 Á öðrum stað í blaðinu er birt skrá yfir heildarrækjuafla síðustu ára, og aflaverð- mæti og er þar miðað við rækju upp úr sjó. Árið 1969 fundust góð rækjumið við Kol- beinsey, en þau voru ekkert nýtt á árinu 1971, m. a. vegna fjarlægðar. Allmikið bar á fiskseiðum í aflanum við SV-land og voru veiðarnar stöðvarðar fyrri hluta vetrar svo og um haustið af þeim sökum. HVALVEIÐARNAR. Hvalveiðarnar hófust 30. maí svo sem venja hefur verið ef ekki hafa komið til verkföll, eins og árið á undan. Það er því hæpið að bera þessi ár saman, en með hliðsjón af árunum þar á undan var veiðin góð. Alls komu á land 554 hvalir. Er það að fjölda til mesta veiði síðan 1910 er drepnir voru 649 hvalir. Mesta veiði í sög- unni var hins vegar árið 1902, en þá komu á land 1305 hvalir. Almennt hefur þó þessi samanburður harla lítið gildi, þar sem tegundasamsetn- hig hefur breytzt. Á „hvalveiðatímabilinu" voru steypireyður stærsti hluti aflans, en nú eru þær ekki til í aflanum. Þá var talið að jafnaði að ein steypireyður jafngilti í afurðagetu um tveimur langreyðum og allt að sex sandreyðum. Það leiðir hugann að því, að í fyrra voru veiddar 240 sandreyðar, sem er allt að fimmföldu ársmeðaltali undanfarinna ára. Árleg veiði frá 1963 hefur verið frá 3 upp í 89 og er meðaltalið tæpar 50 á ári. Lang- reyðar voru nokkuð færri en venja er til, en fjöldi búrhvala hins vegar áþekkur. Þessar breytingar á veiðinni, sem raktar hafa verið, hafa valdið því, að þrátt fyrir aukningu á afla hefur ekki orðið samsvar- andi aukning í afurðamagni. Er afurða- magn nokkuð áþekkt og þó ívið minna en 1969, en þá voru drepnir 423 hvalir. Nokkrar breytingar urðu á samsetningu framleiðslunnar miðað við 1970 en hún er áþekk og 1969. Verðmæti framleiðslunnar jókst frá fyrra ári um tæpar 33 millj. kr. eða um 24,3 %. Framleiðslumagn í heild óx um tæp 3,3% sem leiðir af sér að meðaltalsverð- aukning afurðanna hefur numið um 20%. Stafar það mest frá verðhækkunum og auk- inni frameiðslu á kjötkrafti en verð á hon- um hækkaði rúmlega tvöfalt samfara þriðj- ungsaukningu á framleiðslumagni. Eftirfarandi töflur sýna nánar veiði og framleiðslu hvalafurða undangengin þrjú ár. Langreyður Búrhvalir Sandreyður 1971 208 106 240 1970 272 61 44 1969 251 105 69 ALLS 554 377 423 Framleiðsla hvalafurða: (smál.). 1971 1970 1969 Hvallýsi 2866 2490 2808 þar af búrhvalslýsi 940 533 914 Kjöt 2362 2575 2353 Kjötkraftur 120 85 100 Mjöl 1940 1809 1995 Hinar velþekktu olíukyntu eldavélar til sjós og lands. Framleiddar í ýmsum stærðum. Með og án miðstöðvarkerfis. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI Jóhanns Fr. Kristjánssonar lif. Kleppsvegi 62 — Sími 33069 — Box 996 — Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.