Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 36

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 36
358 ÆGIR ÁBYRGÐ Á LÁNUM VEGNA SKUTTOGARAKAUPA. L. nr. 28 12 maí 1972 um heimild fyrir ríkis- stjómina til aS veita sjálfsskuldarábyrgð til kaupa á skuttogurum. Ríkisstjórninni er heimilað að veita slíka ábyrgð fyrir allt að 80% af kaupverði skuttogara. ÚTFLUTNINGSGJALD. L. nr. 17 4. maí 1972 um breyting á l. nr. U 28. febr. 1986, um útflutningsgjald á sjávaraf- urðum, (sbr. nokkrar síðari breytingar). Magngjald af nokkrum frystum, hertum og söltuðum fiskafurðum er hækkað um kr. 1.900,00 á tonn í kr. 2.300,00 á tonn. Skiptingu tekna af útflutningsgjaldi er nokkuð breytt og verður nú þessi: Til Tryggingasjóðs fiskiskipa 82,0% (áður 80,0%) Til Fiskveiðasjóðs íslands 11,4% (áður 12,7%) Til Fiskimálasjóðs 3,1% ( - 3,5%) Til byggingar haf- og fiskirannsóknarskips . . . 1,8% ( — 2,0%) Til byggingar rannsókn- arstofnana sjávai-útvegs 0,7% ( - 0,8%) Til Landssamb. ísl. útvegsmanna 0,5% ( — 0,5%) Til samtaka sjómanna .. 0,5% ( - 0,5%) VERÐJÖFNUNARSJÓÐUR FISKIÐNAÐARINS. L. nr. 18 4. apríl 1972 um breyting á lögum nr. 72 28 maí 1969 um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað- arins. Ákveðið er, að verði breyting á gengi íslenzkrar krónu. skal fé sjóðsins umreiknað til hækkunar eða lækkunar, eftir því sem við á, í samræmi við gengisbreytinguna að því leyti sem það kann að vera ávaxtað í ísl. krónum, (en heimilt er að ávaxta fé sjóðsins hvort heldur er í innlendri eða erlendri mynt). STÝRIMANNASKÓLINN 1 REYKJAVÍK. L. nr. 22 3. maí 1972 um Stýrimannaskólann i Reykjavík.1 Sett eru ný heildarlög um skólann í stað 1. nr. 84/1966. Til nýmæla telst það m. a., að í 7 manna skólanefnd, sem menntamálaráðuneytið skipar, til- nefna Farmanna- og fiskimannasamband íslands tvo menn, Landssamband ísl. útvegsmanna einn mann og Vinnuveitendasamband Islands einn mann. Tveir menn verða skipaðir eftir tilnefn- ingu nemenda. Þá eru í lögunum ákvæði um, að skólastjóri láti halda námskeið til að standast fiskimanna- próf 1. stigs, þegar næg þátttaka fæst, á Akur- eyri, Isafirði og í Neskaupstað og á öðrum stöð- um að fengnu samþykki menntamálaráðuneytis- ins. Gagnfræðapróf er nú meðal inntökuskilyrða, þó er heimilt að halda undirbúningsnámskeið fyrir þá, sem ekki hafa lokið gagnfræðaprófi. SÖLUSTOFNUN LAGMETISIÐNAÐARINS. L. nr. 48 26. maí 1972 um Sölustofnun lagmetis- iðnaðarins. Aðilar eru ríkið og atvinnurekendur í lagmetis- iðnaði. Aðild atvinnurekenda er frjáls. Hlutverk stofnunarinnar er að efla á skipu- legan hátt framleiðslu og útflutning á niðursoðn- um og niðurlögðum sjávarafurðum og annast inn- flutning á rekstrarvörum, ef þörf krefur. Stjórn skipa 5 menn, 2 tilnefndir af aðalfundi fulltrúaráðs 1 tilnefndur af fjármálaráðuneyti, 1 af viðskiptaráðuneyti og 1 af iðnaðarráðherra, sem jafnframt er stjórnarformaður. Að 5 árum liðnum tilnefnir fulltrúaráð 3 stjórnarmenn, en ráðherra skipar að auki tvo. EFTIRLIT MEÐ SKIPUM. L. nr. 57 29. maí 1972 um breyting á l. nr. 52 12. maí 1970,\um eftirlit með skipum. Bannað er að henda hvers konar netum, vörpum eða öðrum veiðarfærum eða hlutum úr þeim í sjó. (Þetta er nýmæli). SIGLINGALÖG — ÁBYRGÐ ÚTGERÐARMANNA. L. nr. 57 29. maí '1972 um breyting á l. nr. 52 lögum nr. 66/1963 isbr. lög nr. 1U/1968. Felld er niður takmörkuð ábyrgð útgerðar- manns á ki-öfum vegna lífs- eða líkamstjóns skip- verja, leiðsögumanna eða annarra manna, sem ráðnir eru hjá útgerðarmanni, enda hafi slys borið að höndum, er hlutaðeigandi var staddur á skipi eða vann í þágu þess. Útgerðarmaður ber ábyrgð á kröfum þessum, þótt slysið verði ekki rakið til bilunar á tækjum eða ónógra öryggts~ ráðstafana né lieldur vanrækslu eða yfirsjónar þeirra, er starfa í þágu skips. Vítavert gáleysi getur þó leitt til niðurfellingar eða lækkuna/r bóta. VITGJALD. L. nr. 61 29. maí 1971 um vitagjald. Greiða skal vitagjald fyrir hvert skip stærra en 5 brúttórúmlestir, sem tekur höfn á íslandi, 10 krónur af hverri brúttórúmlest. Gjaldið er greitt í hverri ferð, nema um sé að ræða skip, sem aðeins eru höfð í innanlandssiglingum eða eru fiskiskip. Þau greiða vitagjald einu sinni a ári, þó aldrei minna en 100 krónur,- Gjaldi þessu er varið til smíði og viðhalds vitakerfis landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.