Ægir

Volume

Ægir - 15.10.1972, Page 36

Ægir - 15.10.1972, Page 36
358 ÆGIR ÁBYRGÐ Á LÁNUM VEGNA SKUTTOGARAKAUPA. L. nr. 28 12 maí 1972 um heimild fyrir ríkis- stjómina til aS veita sjálfsskuldarábyrgð til kaupa á skuttogurum. Ríkisstjórninni er heimilað að veita slíka ábyrgð fyrir allt að 80% af kaupverði skuttogara. ÚTFLUTNINGSGJALD. L. nr. 17 4. maí 1972 um breyting á l. nr. U 28. febr. 1986, um útflutningsgjald á sjávaraf- urðum, (sbr. nokkrar síðari breytingar). Magngjald af nokkrum frystum, hertum og söltuðum fiskafurðum er hækkað um kr. 1.900,00 á tonn í kr. 2.300,00 á tonn. Skiptingu tekna af útflutningsgjaldi er nokkuð breytt og verður nú þessi: Til Tryggingasjóðs fiskiskipa 82,0% (áður 80,0%) Til Fiskveiðasjóðs íslands 11,4% (áður 12,7%) Til Fiskimálasjóðs 3,1% ( - 3,5%) Til byggingar haf- og fiskirannsóknarskips . . . 1,8% ( — 2,0%) Til byggingar rannsókn- arstofnana sjávai-útvegs 0,7% ( - 0,8%) Til Landssamb. ísl. útvegsmanna 0,5% ( — 0,5%) Til samtaka sjómanna .. 0,5% ( - 0,5%) VERÐJÖFNUNARSJÓÐUR FISKIÐNAÐARINS. L. nr. 18 4. apríl 1972 um breyting á lögum nr. 72 28 maí 1969 um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað- arins. Ákveðið er, að verði breyting á gengi íslenzkrar krónu. skal fé sjóðsins umreiknað til hækkunar eða lækkunar, eftir því sem við á, í samræmi við gengisbreytinguna að því leyti sem það kann að vera ávaxtað í ísl. krónum, (en heimilt er að ávaxta fé sjóðsins hvort heldur er í innlendri eða erlendri mynt). STÝRIMANNASKÓLINN 1 REYKJAVÍK. L. nr. 22 3. maí 1972 um Stýrimannaskólann i Reykjavík.1 Sett eru ný heildarlög um skólann í stað 1. nr. 84/1966. Til nýmæla telst það m. a., að í 7 manna skólanefnd, sem menntamálaráðuneytið skipar, til- nefna Farmanna- og fiskimannasamband íslands tvo menn, Landssamband ísl. útvegsmanna einn mann og Vinnuveitendasamband Islands einn mann. Tveir menn verða skipaðir eftir tilnefn- ingu nemenda. Þá eru í lögunum ákvæði um, að skólastjóri láti halda námskeið til að standast fiskimanna- próf 1. stigs, þegar næg þátttaka fæst, á Akur- eyri, Isafirði og í Neskaupstað og á öðrum stöð- um að fengnu samþykki menntamálaráðuneytis- ins. Gagnfræðapróf er nú meðal inntökuskilyrða, þó er heimilt að halda undirbúningsnámskeið fyrir þá, sem ekki hafa lokið gagnfræðaprófi. SÖLUSTOFNUN LAGMETISIÐNAÐARINS. L. nr. 48 26. maí 1972 um Sölustofnun lagmetis- iðnaðarins. Aðilar eru ríkið og atvinnurekendur í lagmetis- iðnaði. Aðild atvinnurekenda er frjáls. Hlutverk stofnunarinnar er að efla á skipu- legan hátt framleiðslu og útflutning á niðursoðn- um og niðurlögðum sjávarafurðum og annast inn- flutning á rekstrarvörum, ef þörf krefur. Stjórn skipa 5 menn, 2 tilnefndir af aðalfundi fulltrúaráðs 1 tilnefndur af fjármálaráðuneyti, 1 af viðskiptaráðuneyti og 1 af iðnaðarráðherra, sem jafnframt er stjórnarformaður. Að 5 árum liðnum tilnefnir fulltrúaráð 3 stjórnarmenn, en ráðherra skipar að auki tvo. EFTIRLIT MEÐ SKIPUM. L. nr. 57 29. maí 1972 um breyting á l. nr. 52 12. maí 1970,\um eftirlit með skipum. Bannað er að henda hvers konar netum, vörpum eða öðrum veiðarfærum eða hlutum úr þeim í sjó. (Þetta er nýmæli). SIGLINGALÖG — ÁBYRGÐ ÚTGERÐARMANNA. L. nr. 57 29. maí '1972 um breyting á l. nr. 52 lögum nr. 66/1963 isbr. lög nr. 1U/1968. Felld er niður takmörkuð ábyrgð útgerðar- manns á ki-öfum vegna lífs- eða líkamstjóns skip- verja, leiðsögumanna eða annarra manna, sem ráðnir eru hjá útgerðarmanni, enda hafi slys borið að höndum, er hlutaðeigandi var staddur á skipi eða vann í þágu þess. Útgerðarmaður ber ábyrgð á kröfum þessum, þótt slysið verði ekki rakið til bilunar á tækjum eða ónógra öryggts~ ráðstafana né lieldur vanrækslu eða yfirsjónar þeirra, er starfa í þágu skips. Vítavert gáleysi getur þó leitt til niðurfellingar eða lækkuna/r bóta. VITGJALD. L. nr. 61 29. maí 1971 um vitagjald. Greiða skal vitagjald fyrir hvert skip stærra en 5 brúttórúmlestir, sem tekur höfn á íslandi, 10 krónur af hverri brúttórúmlest. Gjaldið er greitt í hverri ferð, nema um sé að ræða skip, sem aðeins eru höfð í innanlandssiglingum eða eru fiskiskip. Þau greiða vitagjald einu sinni a ári, þó aldrei minna en 100 krónur,- Gjaldi þessu er varið til smíði og viðhalds vitakerfis landsins.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.