Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 4

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 4
326 ÆGIR leiddi til 10% jafnaðarhækkunar. Hinn 1. ágúst var síðan enn hækkun á fiskverði í samræmi við niðurfellingu á kostnaðar- hlutdeild. Voru nokkuð skiptar skoðanir um þetta, og er nánar að því vikið hér á eftir. Sú hækkun fiskverðs, sem af þessu leiddi nam 7.3%. Miðað við brúttóverð var því það verð, sem gilti frá 1. ágúst 47.5% hærra en það verð sem var í gildi undir áramótin 1970. Samsvarandi tala fyrir lág- marksverð eða hlutaskiptaverð var 62.25 %. Sjómenn fengu þannig verulega bætta tekjumöguleika, sem þó rýrðust vegna minnkandi afla. Engar breytingar urðu í samningum milli sjómanna og útgerðar- manna á hlutaskiptum. Kauptrygging breyttist hinsvegar í desember til samræm- is við almenna kjarasamninga fólks í landi. Nam hækkunin 8%. Auk þess komu til vísi- töluuppbætur á kauptrygginguna. Árið varð ekki jafnfriðsamt á togurunum og á bátaflotanum. Kom til verkfalls yfir- manna í byrjun árs og stóð það fram til 1. marz. Helzta breytingin, sem leiddi af þessari deilu, varð sú, að gjald til stofn- fjársjóðs af erlendum sölum var lækkað úr 22% í 16%. Sú lagabreyting, sem gerð var um þetta, náði einnig til bátaflotans. Þá varð einnig breyting á aukaaflaverð- launum og ýmsum öðrum þáttum, svo sem tryggingum skipverja, launum í veikinda- og slysatilfellum, dagpeningar liækkaðir, auk þess sem kveðið var á um lengri við- dvöl í höfn að lokinni söluferð. Hvað viðkemur undirmönnum urðu nokkrar breytingar. Nokkrar þeirra mið- uðu að samræmingu við samninga yfir- manna. Mesta breytingin var hinsvegar 13% hækkun fastakaups og fyrirheit um hækkun með hliðsjón af almennum hækk- unum á kaupi landverkafólks. Nam heild- arhækkun fastakaups yfir árið 17.7%. ÞING OG RÍKISSTJÓRN. Árið 1971 var nokkuð viðburðaríkt á sviði stjórnaraðgerða, sem í talsverðum atriðum hafði áhrif á stöðu og skilyrði sjávarútvegsins. Það mál, sem efalaust hefur veigamesta þýðingu fyrir framtíðarhorfur sjávarút- vegsins var ákvörðunin um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 50 sjómílur. Þótt þessi útfærsla nái ekki til alls þess svæðis, sem við höfum hug á og veiðar eru stundaðar á, er hún mikilvægt spor í áttina. Er lík- legt, að þótt erlend skip stundi nú veiðai' á svæðum utan þessara marka, muni úr þeim veiðum draga, þar sem hreyfifrelsi þeirra verður mun takmarkaðra, sem leið- ir af sér aukna áhættu við að koma hingað. Annað mál, sem lengi hefur verið í smiðju, komst í framkvæmd á árinu, en það er lög um stofnun fiskiðnskóla. Hóf skólinn starfsemi sína á árinu. Óþarft er hér að fjölyrða um gildi þessarar stofnun- ar, það hefur verið gert rækilega á öðrum vettvangi. Til samræmis við niðurstöður samninga milli togarasj ómanna og togaraeigenda var lögum um greiðslur til Stofnfjársjóðs af fiski, sem landað er erlendis, breytt þannig- að í stað 22% eru greidd 16%. Hækkar sú upphæð, sem til hlutaskipta kemur sem þessu nemur. Um mitt ár voru gefin út bráðabirgða- lög um niðurfellingu á svonefndri kostnað- arhlutdeild, sem rann óskipt til útgerðar- innar. Nam þessi hlutdeild upprunalega 17% en var lækkuð í 11% á árinu 1970 í samræmi við kjarasamninga, sem gerðu' voru í byi’jun þess árs. Nú var þetta að fullu afnumið og reiknast ekki til frádrátt- ar, áður en hlutaskipti eru reiknuð. Til að bæta útgerðinni þennan tekjumissi vai’ farið fram á endurskoðun fiskverðs við verðlagsráð. Nam þessi hækkun 18% rúm- um miðað við lágmarksverð, en miðað við brúttóverð nam hækkunin 7,3%. Til að standa undir þessari hækkun fisk- verðsins var viðmiðunarverð Verðjöfnun- arsjóðs hækkað, sem í reynd þýðir, _ að framlög í hann minnka. Það er spurning hversu langt á að ganga í þessu efni- Hvorttveggja er, að sjóðurinn verður síð- ur fær um að gegna því meginhutverki,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.