Ægir

Volume

Ægir - 15.10.1972, Page 4

Ægir - 15.10.1972, Page 4
326 ÆGIR leiddi til 10% jafnaðarhækkunar. Hinn 1. ágúst var síðan enn hækkun á fiskverði í samræmi við niðurfellingu á kostnaðar- hlutdeild. Voru nokkuð skiptar skoðanir um þetta, og er nánar að því vikið hér á eftir. Sú hækkun fiskverðs, sem af þessu leiddi nam 7.3%. Miðað við brúttóverð var því það verð, sem gilti frá 1. ágúst 47.5% hærra en það verð sem var í gildi undir áramótin 1970. Samsvarandi tala fyrir lág- marksverð eða hlutaskiptaverð var 62.25 %. Sjómenn fengu þannig verulega bætta tekjumöguleika, sem þó rýrðust vegna minnkandi afla. Engar breytingar urðu í samningum milli sjómanna og útgerðar- manna á hlutaskiptum. Kauptrygging breyttist hinsvegar í desember til samræm- is við almenna kjarasamninga fólks í landi. Nam hækkunin 8%. Auk þess komu til vísi- töluuppbætur á kauptrygginguna. Árið varð ekki jafnfriðsamt á togurunum og á bátaflotanum. Kom til verkfalls yfir- manna í byrjun árs og stóð það fram til 1. marz. Helzta breytingin, sem leiddi af þessari deilu, varð sú, að gjald til stofn- fjársjóðs af erlendum sölum var lækkað úr 22% í 16%. Sú lagabreyting, sem gerð var um þetta, náði einnig til bátaflotans. Þá varð einnig breyting á aukaaflaverð- launum og ýmsum öðrum þáttum, svo sem tryggingum skipverja, launum í veikinda- og slysatilfellum, dagpeningar liækkaðir, auk þess sem kveðið var á um lengri við- dvöl í höfn að lokinni söluferð. Hvað viðkemur undirmönnum urðu nokkrar breytingar. Nokkrar þeirra mið- uðu að samræmingu við samninga yfir- manna. Mesta breytingin var hinsvegar 13% hækkun fastakaups og fyrirheit um hækkun með hliðsjón af almennum hækk- unum á kaupi landverkafólks. Nam heild- arhækkun fastakaups yfir árið 17.7%. ÞING OG RÍKISSTJÓRN. Árið 1971 var nokkuð viðburðaríkt á sviði stjórnaraðgerða, sem í talsverðum atriðum hafði áhrif á stöðu og skilyrði sjávarútvegsins. Það mál, sem efalaust hefur veigamesta þýðingu fyrir framtíðarhorfur sjávarút- vegsins var ákvörðunin um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 50 sjómílur. Þótt þessi útfærsla nái ekki til alls þess svæðis, sem við höfum hug á og veiðar eru stundaðar á, er hún mikilvægt spor í áttina. Er lík- legt, að þótt erlend skip stundi nú veiðai' á svæðum utan þessara marka, muni úr þeim veiðum draga, þar sem hreyfifrelsi þeirra verður mun takmarkaðra, sem leið- ir af sér aukna áhættu við að koma hingað. Annað mál, sem lengi hefur verið í smiðju, komst í framkvæmd á árinu, en það er lög um stofnun fiskiðnskóla. Hóf skólinn starfsemi sína á árinu. Óþarft er hér að fjölyrða um gildi þessarar stofnun- ar, það hefur verið gert rækilega á öðrum vettvangi. Til samræmis við niðurstöður samninga milli togarasj ómanna og togaraeigenda var lögum um greiðslur til Stofnfjársjóðs af fiski, sem landað er erlendis, breytt þannig- að í stað 22% eru greidd 16%. Hækkar sú upphæð, sem til hlutaskipta kemur sem þessu nemur. Um mitt ár voru gefin út bráðabirgða- lög um niðurfellingu á svonefndri kostnað- arhlutdeild, sem rann óskipt til útgerðar- innar. Nam þessi hlutdeild upprunalega 17% en var lækkuð í 11% á árinu 1970 í samræmi við kjarasamninga, sem gerðu' voru í byi’jun þess árs. Nú var þetta að fullu afnumið og reiknast ekki til frádrátt- ar, áður en hlutaskipti eru reiknuð. Til að bæta útgerðinni þennan tekjumissi vai’ farið fram á endurskoðun fiskverðs við verðlagsráð. Nam þessi hækkun 18% rúm- um miðað við lágmarksverð, en miðað við brúttóverð nam hækkunin 7,3%. Til að standa undir þessari hækkun fisk- verðsins var viðmiðunarverð Verðjöfnun- arsjóðs hækkað, sem í reynd þýðir, _ að framlög í hann minnka. Það er spurning hversu langt á að ganga í þessu efni- Hvorttveggja er, að sjóðurinn verður síð- ur fær um að gegna því meginhutverki,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.