Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1973, Side 6

Ægir - 01.02.1973, Side 6
Emil Ragnarsson: FRÁ TÆKNIDEILDINNI Færeyskt línuvélakerfi í desember s. 1. kom Halldór Hermannsson skipstjóri á ísafirði að máli við starfsmenn tæknideildar Fiskifélagsins og vildi að athug- að væri á hvaða þróunarstigi línuvélakerfi það væri sem hann vissi til að færeyskir línu- veiðimenn væru byrjaðir að nota. Halldór á 30 tonna bát í smíðum og áleit af þeim fregnum, sem hann hafði haft af þessu kerfi, að það gæti komið fyllilega til greina til notkunar um borð í bátum af þeirri stærð, sem hann er að láta smíða. Þar sem allir sjávarútvegsmenn eru á einu máli um það, að áríðandi sé að fylgjast vel með öllum nýj- ungum sem leitt geti til aukinnar vélvæð- ingar í línuveiðum, þá taldi fiskimálastjóri sjálfsagt að tæknideildin kynnti sér málið ýtarlega. Það varð svo að ráði að greinarhöf- undur færi til Færeyja í byrjun janúar ásamt Halldóri Hermannssyni, sem er þaulvanur línu- veiðimaður, og við kynntum okkur gerð þessa vélakerfis af eigin raun. í Færeyjum dvöldum við dagana 15.—18. janúar s. 1., en þar hittum við fyrir Árna Halldórsson umboðsmann framleiðanda, sem hafði dvalið þar í nokkra daga. Línuvélakerfið samanstendur af tveimur sjálfstæðum samtsæðum: Hreinsi- og afvind- unarkerfi og beitningarkerfi. Fyrir utan þessi tvö kerfi eru svo línustokkar, sem tengjast við línuvindu í drætti og beitningarvél í lögn. Hreinsi- og afvindunarkerfi. Aftast á þessu kerfi er línuvinda, sem dreg- ur línuna gegnum tvö rör, sem liggja í fram- haldi hvort af öðru. Fyrst dregst línan gegn- um rör, sem drifið er af rafmótor, yfir reim- drif ög er snúningshraði á röri þessu um 1500 snúningar á mínútu. Framan á þetta rör er fest keilulaga, ílöng trekt. Tilgangur þessarar trektar er að hreinsa beituafganga og annað af krókum og gerist það fyrir áhrif miðflóttaaflsins. Sjálft rörið gegnir því hlut- verki að vinda tauma upp á ás línunnar og verða vindingarnir um 7 talsins miðað við ákveðna taumlengd. Rafmótorinn sem knýr rörið er um 2 hestöfl. Eftir að línan er komin gegnum fyrrnefnt rör tekur við annað rör sem snýst öfuga snúningsstefnu og mun hægar en fyrra rörið, eða um 400 snúninga á mínútu miðað við eðlilegan dráttarhraða. Rör þetta vindur tauma ofan af ás línunnar og línan heldur áfram, dregin af línuvindunni, sem hringar línuna niður í stamp á sama hátt og gerist með gömlu hefðbundnu aðferðinni að öðru leyti en því að krókarnir falla niður á stokk sem stendur lóðrétt í jaðri stampsins. Rörið og línuvindan eru knúin af tveimur sjálfstæðum vökva- mótorum, sem eru þannig samtengdir, að einn snúningur á línuvindu gefur sex snún- inga á röri. Dæla í vélarrúmi sér um að skila nauðsynlegu olíumagni á tímaeiningu við ákveðinn þrýsting. Magn þetta þarf að vera 32 1/mín. við 40 kg/cm2. Kerfi þetta samanstendur af mörgum ein- ingum og eru hlutir eins og mótorar, sem knýja kerfið, legur og leguhús, sem rörin sitja í, allt frá þekktum framleiðendum. Sjálf línuvindan er framleidd af færeyskri vél- smiðju. Aðrir hlutir eru flestir smíðaðir af framleiðanda, svo og samsetningin. Það pláss, sem kerfið tekur er um 3 metrar að lengd og 0,5 metrar á breidd. Staðsetning á kerfinu yrði í flestum tilfellum í gangi bak- borðsmegin á móts við stýrishús. Ekki er ástæða til að ætla að miklar bilanir geti átt sér stað í kerfi þessu, en mikilvægt er að það sé þannig varið, að ekki komist sjór að því. Línustokkar. Línustokkarnir eru smíðaðir úr galvanis- eruðu járni, og er lengd þeirra um 70 cm. Þeir hafa tvær rennur fyrir króka, en í drætti renna krókarnir aðeins í aðra rennuna. Renn- an tekur um 220 króka af stærð 7. Krókar 22 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.