Ægir - 01.02.1973, Qupperneq 11
Mynd 6. Uppstokkun.
(8—13 á mynd 2).
um í stað 6 á dagróðrabáti, sem beitir í landi
°g ættu afköst á útilegubátum ekki að vera
minni. Jafnvel þó dráttur gengi eitthvað
hægar, þar sem línan yrði dregin inn á stokka,
bá sparast aftur timi þar sem „stímin“ eru
fyi'ir dagróðrabátinn.
Við lagningu línu yrðu vinnubrögð þannig,
að einn setur beitu í vélina, einn tengir línu
saman og einn þarf til að flytja stampa að
yél og taka tóma frá og hugsa um bólfæri.
Það þýðir að ekki er nauðsynlegt að hafa
nema 3 menn og er þá gert ráð fyrir að bát-
urinn hafi sjálfstýringu, sem er orðið al-
^engt í minni bátum.
Við línudráttinn yrði 1 maður upptekinn
V1ð að sjá um uppstokkunina við línuspilið,
en 3 á dekki.
A minni bátum eru yfirleitt ekki lokaðir
gangar sitt hvorum megin við stýrishús, eins
°S tíðkast á stærri bátum. Það verður hins-
vegar að teljast nauðsynlegt að koma fyrir
skýli og þá bakborðsmegin, þar sem hreinsi-
°g afvindunarkerfið verður að vera varið
fyi'ir sjógangi. Sjálf beitningarvélin þolir hins
vegar bleytu, en mikill kostur er að hafa lok-
að þar einnig.
Framleiðsla og verð.
Samkvæmt upplýsingum Nioklas Mikkelsens,
sem er einn af framleiðendum, þá eru aðeins 2
oátar komnir með línuvélakerfið. Hinn bátur-
ími er 15 rúmlesta frambyggður bátur og
en hann nýbúinn að fá það. Okkur gafst kostur
a að hitta eigandann um borð í báti sínum
í Þórshöfn og kvaðst hann vera mjög hrifinn
af því.
Til viðbótar þessum 2 kerfum eru 5 kerfi
í smíðum og í pöntun og fer eitt fljótlega
í 20 rúmlesta bát í Þórshöfn.
Kerfi það sem hér hefur verið nefnt hreinsi-
og afvindunarkerfi er búið að vera um borð
í tveimur stórum línubátum um alllangt skeið
og er annar þeirra um 426 rúmlestir að stærð.
Bátar þessir leggja og draga 30000 króka á
sólarhring og er unnið á vöktum. Eftir að
kerfi þetta kom um borð var unnt að fækka
beitningarmönnum úr 14 í 12. Ekki hafa
þessir stóru bátar tekið beitningarvél um
borð og kemur þar margt til. Stutt er síðan
vélin varð þróuð, og ekki hefur enn verið um
fjöldaframleiðslu að ræða og ef til vill er
lagningarhraðinn ekki nógu mikill fyrir þessa
stóru báta. Einnig má bæta því við að það
virðist ekki neitt vandamál að fá góða beitn-
ingarmenn í Færeyjum.
Samkvæmt upplýsingum framleiðanda er
verð línuvélakerfisins um dj.000 d. kr. og er
þá innifalið í því verði 40 línustokkar. Æski-
legt er að 30 rúmlesta bátur hafi um 100
stokka, svo hægt sé að vera með tvö gengi,
ef um dagróðra er að ræða. Það myndi þýða
60 línustokka umfram það sem fylgir. Verð
á línustokk er um 90 d. kr. og bætast því
5-6000 d. kr. við verð kerfisins. Ef reiknað er
með að ýmis viðbótarkostnaður, svo sem nið-
ursetning og fleira, sé um 10.000 d. kr. kostar
kerfið komið í bát um 80.000 d. kr. eða um
1100 þús. ísl. kr.
ÆGIR — 27