Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1973, Qupperneq 13

Ægir - 01.02.1973, Qupperneq 13
Sigurjón Stefánsson, skipstjóri á Bjarna Benediktssyni, er fæddur 15. ágúst 1920 að Hólum í Dýra- firði og var faðir hans Stefán Guðmundsson, bóndi og skútu- skipstjóri þar vestra. Sigurjón lauk prófi frá fiskimannadeild Stýrimannaskólans 1945 og varð þá fljótlega stýrimaður á togur- um, lengst af með Aðalsteini Pálssyni á Belgaum og síðar Fylki. Hann var stýrimaður hjá Auðunni Auðunnssyni sem þá var tekinn við Fylki, þegar hann sem siglingaskipstjóri, bjargaði 11. janúar 1952, þýzka togaranum Buxta frá Bremen, og dró hann til hafnar í Reykjavík. Þetta var í foráttuveðri suð- vestur af Vestmannaeyjum. Þótti þarna vel að verki staðið við vondar aðstæður. Þetta sama ár, 1952, tók Sigurjón við skipstjórn á Ing- ólfi Arnarsyni og hefur verið með þann togara óslitið síðan. Sigurjón sigldi með Ingólf, þegar hann rauf lönd- unarbannið á vegum Dawsons 1953 og hann var einnig með hann, þegar Ingólfur var fyrstur með fisk á brezk- an markað, eftir að deilan leystist 1956. í báðum þessum tilvikum var loft allt lævi blandið við löndunina ytra og Sigurjón því áreiðanlega réttur maður á réttum stað enda var hann þjóð sinni til sóma með stillilegri framkomu. Sigurjón hefur alla tíð verið toppaflamaður og manna- sæll, og svo hagsýnn í sókninni að reksturinn á skipi hans hefur alltaf verið með því bezta sem gerðist i tog- araflotanum. Nú er Sigurjóni mikill vandi á höndum, eins og fleiri togaraskipstjórum okkar, sem eru um þessar mundir að hefja veiðar á nýrri og þeim framandi skipa- gerð. Ekki er þó að efa að Sigurjón reynist þessum vanda vaxinn og óskar Ægir honum heilla. 2 hífingartromlur og auk þess koppar á hvorum enda. Rétt fyrir aftan togvinduna eru tvær grandaravindur, bak- borðs- og stjórnborðsmegin. Hvor vinda hefur 4 tromlur, 2 fyrir grandarana og 2 til að hífa fram bobbingana. Vindur þessar eru enn ókomnar, vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þessum búnaði í upphafi, en gengið hefur verið frá undir- stöðum og öllu öðru í sam- bandi við vindurnar. Vindurn- ar, sem eru af Norwinch-gerð verða vökvadrifnar við lágan þrýsting (35 kg/cm2). 2 All- weiler-dælur, staðsettar á millidekki framan við lestalúg- urnar, sjá grandaravindunum fyrir orku. Hvor dæla skilar 855 1/mín við 1000 sn./mín. Aftarlega á togþilfarinu, aftur undir skutrennu eru 2 vindur, stjórnborðs- og bak- borðsmegin. Vindur þessar eru af Norwinch-gerð, lágþrýstar og á hvor um sig að skila 5 t átaki. Sjálfstætt dælukerfi er fyrir hvora vindu og er það staðsett í netageymslum sitt hvorum megin við skutrennu á millidekki. Vindurnar eru not- aðar m. a. til að losa úr pok- anum, hífa vörpuna aftur, þegar kastað er o. fl. Á tvö- falda mastrinu eru tvær bóm- un, sem notaðar eru til að for- færa t. d. hlera og annað. Á hvalbak er vökvadrifin akkerisvinda af Norwinch-gerð drifin af sjálfstæðu dælukerfi. , "■ Palli yfir skutrennu er lítil vinda fyrir kapal til höf- uðlínumælis, og er vindan frá Elac eins og höfuðlínumælir- inn. Dekklúgan, framan við skut- rennuna, opnast niður, en ekki nPP. . eins og algengast er. Skýringin á þessu mun vera sú> að minni slysahætta á að vera ef lúgan opnast niður. Aftur á móti virðist augljóst, að ef alda skellur aftan á skip- ið á sjórinn greiðan aðgang að vinnuþilfari, ef lúgan opn- ast niður. Stíur þær sem taka við fisk- inum, þegar hann kemur nið- ur á milliþilfarið, fiskmóttaka, rúma um það bil 30 tonn af fiski. Ef stíur þessar verða fullar er möguleiki að flytja fisk með færibandi í stíur sem eru framar og stjórnborðsmeg- in í skipinu. Þessar stíur taka um það bil 15 tonn, þannig að alls má hafa 45 tonn af fiski í stíum. Um borð er Shetland slægingavél af gerðinni 28 MKl. Vél þessi tekur fisk af stærðinni 38—71 cm. (annað verður að handslægja) og há- marksafköst eru 30 fiskar á mínútu. Einnig eru um borð tvær franskar fiskþvottavélar. Fiskurinn fer gegnum „cyl- inder“, sem snýst með jöfnum hraða. Þetta er svonefnd „rot- erandi“ þvottavél, en ekki ker- þvottavél eins og algengast er hér. Mikið er um færibönd og Æ G I R — 29

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.