Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1973, Page 16

Ægir - 01.02.1973, Page 16
BÓKAFREGNIR Niitínia veiðarfæri Út er komið þriðja bindi af veiðar, Modern Fishing Gear hinu mikla ritsafni um fisk- of the World. Ritstjóri þessa bindis, eins og hinna tveggja, er Hilmar Kristjónsson, sem óumdeilanlega er einn þekkt- asti fiskveiðisérfræðingur í heimi. Þetta þriðja bindi er safn þeirra erinda, sem flutt voru og lögð fram á FAO-ráðstefn- unni, sem haldin var í Reykja- vík vorið 1970. Hilmar átti mestan þátt í að sú ráðstefna var haldin hér, og hún hefði vafalaust ekki orðið án hans tilverknaðar. Þessi ráðstefna var mikil auglýsing fyrir ís- land í þeim hópi manna, sem gild ástæða er til að kynna ísland fyrir. íslendingar létu líka mikið til sín taka á þess- ari ráðstefnu og þriðja bind- ið hefst á erindi Jakobs Jak- obssonar Um íslenzka síldar- leit. Undirtitill þessa bindis seg- ir til um meginefnisskiptingu en hlutarnir eru þessir: Fish Finding — fiskileit — Purse Seining (herpinótaveiði) Aimed Trawling, en það hef- ur verið þýtt sem marktog. Það kom fljótt í ljós á þess- ari ráðstefnu, að við íslend- ingar stóðum vel fyrir okkar að því er laut að fiskileitar- tækni og herpinótaveiðitækni, en höfðum lítið til málanna að leggja í togveiðitækninni. Það var þó kannski meira af því, að ekki voru leitaðir uppi rétt- ir menn til að láta þar ljós sitt skína, heldur en hitt að tæknilega værum við eftirbát- ar annarra. Menn hafa það oft á orði, að við höfum dregizt aftur úr í togveiðitækni, en það á að- eins við um skipagerðina, en ekki um sjálfar veiðarnar. Það fer ekkert á milli mála, að sé litið á aflatölur togaranna okkar og togara fiskveiðiþjóð- anna, sem stunda veiðar á sömu miður, að þá virðast ís- lenzku skipstjórarnir ekki hafa dregizt neitt aftur úr eða staðnað og margir þeirra hefðu getað sagt ráðstefnumönnum margt um það, hvernig finna ætti botnfisk og veiða hann með botnvörpu. Það var sem sé galli á ráðstefnunni af okkar hálfu að togveiðimenn okkar komu þar lítið við sögu. En þó að það sé nú svo, að togveiðimenn okkar kunni fyllilega á borð við aðra að leita með nýjustu fiskileitar- tækjum að botnfiski og fátt sé hægt að segja þeim um þá gömlu grantonvörpu, sem enn er jafnbezta veiðarfærið á ís- lenzkum togslóðum, þá er það þessi kafli bókarinnar, sem ætti mest erindi til okkar. í þeim hluta er fjallað um nýj- ustu tækni við togveiðar og þá einkum á þeirri skipagerð, skuttogurum, sem við ætlum að fara að nota og þegar farn- ir að nota. Skuttogarar bjóða upp á ýmsa möguleika við veiðarnar, sem síðutogarar hafa ekki, svo sem notkun flotvörpu, einnig að lyfta vörpunni auðveldlega á tog- inu og yfirleitt má segja að hugtakið, Aimed Trawling, eða marktog, eigi við um skuttog- ara búna nýjum tækjum. Það væri gild ástæða til að þýða mörg erindin í þessum hluta bókarinnar, svo sem eins og — Fishing Deck Layout on Stern Trawlers (fyrirkomu- lag á fiskdekki skuttogara) eftir Pólverjann Sekudewdch og eins erindið A Calculation Method for Matching Trawl Gear to Towing Power of Trawlers. Aðferð til að gera sér grein fyrir hvernig tog- veiðarfærið verði sem mest við hæfi togkrafts skipsins, eftir Japanann T. Koyama og þá ekki síður erindi A. L. Freedman, (Sovétti) — um að- ferð til að ná mestri mögu- legri opnun á vörpu í togi — Method of Achieving Optimum Trawling Operation — og enn vil ég nefna úr þessum hluta, erindi R. Steinberg, (Þjóð- verja), um togveiðar á tví- lembingum með botnvörpu og flotvörpu. Það er af mörgu að taka í þessari bók, eins og hinum tveimur. Þetta eru grundvall- arrit í fiskveiðum heimsins. Það er sorglegt hve tækni- menn okkar eru linir við að þýða margvíslegan fróðleik úr erlendum bókum fyrir fiski- menn okkar. Tæknimenntuðum mönnum virðist ósýnt um að færa rit- smíðar sínar til alþýðlegs máls, en það er nauðsynlegt, ef lesningin á að nýtast almenn- um fiskimönnum. Ég held þó, að þetta sé meira viljaleysi en getuleysi og í annan stað held ég að þeim hafi ekki verið gefinn nægur kostur á þessu starfi. Nú á tímum er ekkert starf frístundastarf — það verða allir að fá fullt fyrir sína vinnu — líka þá að þýða faggreinar. Að gera slíka grein að skiljanlegri lesningu út- heimtir mikla vinnu. Fiski- fræðingar okkar hafa margir náð ágætum árangri í ritsmíð- um fyrir almenning, enda hafa þeir iðulega sýnt að þeir eru ekki minni skáld en vísinda- menn. Ásg. Jak. 32 — Æ G I R

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.