Ægir - 01.02.1973, Page 22
LÖG OG REGLUGERÐIR
Ráðstafanii* vegna gen gisbrey tingar
L Ö G
uui ráðstafanir vegna ákvörð-
unar Seðlabanka Islands um
nýtt gengi íslenzkrar krónu.
- <*í.*u*sí
1. gr.
Hafi innflytjandi vöru af-
hent skjöl til tollmeðferðar
fyrir 18. desember 1972, sem
eru að öllu leyti fullnægjandi
til þess að hægt sé að toll-
afgreiða hana þegar í stað, þá
skal miða gjöld af henni við
það gengi, sem í gildi var, er
bankar lokuðu 15. desember
(gamla gengið), en þó því að-
eins, að tollafgreiðslu sé lokið
fyrir 30 desember 1972.
Tollafgreiða skal vöru, sem
afhent hefur verið innflytj-
anda með leyfi tollyfirvalda
gegn tryggingu fyrir greiðslu
aðflutningsgjalda (sbr. 15. gr.
tollskrárlaga), á grundvelli
gamla gengisins, enda eigi
fullnaðartollafgreiðsla sér stað
fyrir febrúarlok 1973.
2. gr.
Þá er skilað er til banka
gjaldeyri fyrir útfluttar sjáv-
arafurðir framleiddar fyrir 1.
janúar 1973, skal hann greidd-
ur útflytjanda á gamla geng-
inu. Ríkisstjórnin kveður nán-
ar á um, til hvaða afurða þetta
ákvæði skuli taka, og eru
ákvarðanir hennar þar að lút-
andi fullnaðarúrksurðir.
Mismunur andvirðis skilaðs
gjaldeyris á gamla genginu og
andvirðis hans á hinu nýja
gengi, skv. 1. málsgr., skal
færður á sérstakan reikning
á nafni ríkissjóðs í Seðlabank-
anum. Fé, sem á reikninginn
kemur, skal ráðstafað af rík-
isstjórninni í þágu sjávarút-
vegsins og sjóða hans.
Ríkisstjórninni er heimilt
að ákveða, að þá er skilað er
til banka gjaldeyri fyrir út-
fluttar iðnaðarvörur fram-
leiddar fyrir 1. janúar 1973,
skuli hann greiddur útflytj-
anda á gamla genginu. Ríkis-
stjórnin kveður nánar á um,
til hvaða vara þetta ákvæði
skuli taka, og eru ákvarðanir
hennar þar að lútandi fulln-
aðarúrskurðir. Mismunur and-
virðis skilaðs gjaldeyris á
gamla genginu og andvirðis
hans á hinu nýja gengi, skv.
þessari málsgr., skal færður
á sérstakan reikning á nafni
ríkissjóðs í Seðlabankanum.
Ríkisstjórninni er heimilt að
ákveða, að gengismismunur,
sem myndast kann við kaup á
gjaldeyri eftir gildistöku þess-
ara laga vegna verksamninga
við erlenda aðila, að því leyti,
sem verkin hafa verið unnin
fyrir setningu þessara laga,
skuli færður á sérstakan
reikning ríkissjóðs við Seðla-
bankann.
Fé, sem fært er á reikninga
ríkissjóðs skv. 3. og 4. málsgr.,
skal ráðstafað af ríkisstjórn-
inni í þágu iðnaðarins og sjóða
hans.
3. gr.
Annar málsliður 1. gr. laga
nr. 20 16. apríl 1962 um breyt-
ing á lögum nr. 10 29. marz
1961, um Seölabanka íslands,
orðist svo:
Kaup- og sölugengi má ekki
vera meira en 2}4% undir eða
2i/4% yfir stofngengi.
4. gr.
Á gengisbreytingarreikning
við Seðlabankann, sem stofn-
aður var skv. 5. gr. laga nr.
69 frá 25. nóvember 1967, skal
færa þann gengismun, er verð-
ur vegna gengisbreytingarinn-
ar hjá einstökum bönkum á
grundvelli gengismunar milli
gamla gengisins og þess geng-
is, er skráð verður, er bankar
opna á ný eftir gengisbreyt-
inguna (nýja gengið). Við út-
reikning á þessum gengismun
skal taka tillit til allra eigna
og skulda viðkomandi banka
í erlendum gjaldeyri, þá er hið
nýja gengi tekur gildi. Færsl-
ur þær, sem af þessum ástæð-
um þurfa að eiga sér stað milli
Seðlabankans og bankanna,
skulu jafnast með verðbréfa-
Kaupum eða öðrum eignatil-
færslum, eftir því sem nánar
verður um samið milli þess-
ara aðila. Innstæður og skuld-
ir í krónum á nafni erlendra
aðila, sem gengistryggðar eru
með sérstökum samningi, þar
með taldir skuldareikningar
ríkissjóðs gagnvart alþjóða-
stofnunum og innstæður Verð-
jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins,
teljast erlendur gjaldeyrir í
þessu sambandi, og sama gild-
ir um gulleign Seðlabankans,
sérstök dráttarréttindi og mót-
virði þeirra.
Nú hefur bankaábyrgð til
handa erlendum aðila verið
greidd erlendis, en ekki greidd
í íslenzkum banka fyrr en eft-
ir að hið nýja gengi tekur
gildi, og skal hún þá gerð upp
á hinu nýja gengi. Ákvæði
þetta gildir ekki um gjaldfalln-
ar greiðslufrestsábyrgðir, þeg-
38 —• Æ GIR