Ægir - 01.02.1973, Blaðsíða 23
ar skjöl hafa verið afhent inn-
flytjanda fyrir gengisbreyt-
inguna. Gengismunur, er til
verður vegna ákvæðis þessar-
ar málsgreinar, skal færður
á gengisbreytingarreikning,
sbr. 1. málsgr.
5. gr.
Ríkisstjóminni er heimilt að
setja með reglugerð eða á ann-
an hátt nánari fyrirmæli um
framkvæmd laga þessara.
6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört í Reykjavík, 20. desem-
ber 1972.
Kristján Eldjárn.
(L. S.)
Ólafur Jóhannesson.
Skipulag á löndun loðnu
Skal heimilt að ákveða, að
greidd skuli ákveðin fjárhæð
af hverri hráefnissmálest frá
seljendum og jafnhá fjárhæð
frá kaupendum til að standa
undir kostnaði við framkvæmd
laganna. Skulu kaupendur
standa skil á greiðslum þess-
um, og hefur nefndin á hendi
innheimtu og reikningshald
með gjaldi þessu. Verði í árs-
lok afgangur af gjaldi, sem
innheimtist með þessum hætti,
skal heimilt að ákveða, að
hann renni til Verðjöfnunar-
sjóðs fiskiðnaðarins, deildar
fvrir loðnuafurðir.
LÖG
um skipulag á löndun á loðnu
til bræðslu.
1. gr.
Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjum, er taka við loðnu
af fiskiskipum til bræðslu, skal
skylt að taka við aflanum í
þeirri röð, sem fiskiskip koma
í löndunarhöfn, sbr. þó 3. mgr.
2. gr.
2. gr.
Skipulagning og tilhögun á
löndun á loðnu til bræðslu skal
vera í höndum þriggja manna
og jafnmargra til vara, eins
samkvæmt tilnefningu sam-
taka fiskseljenda til skiptis
frá samtökum sjómanna og
frá samtökum útgerðarmanna,
eins samkvæmt tilnefningu
Félags íslenzkra fiskimjöls-
framleiðenda og eins án til-
nefningar, sem jafnframt er
formaður nefndarinnar. Skulu
þeir skipaðir af ráðherra til
eins árs í senn. Verði ekki
samkomulag meðal samtaka
fiskseljenda um tilnefningu í
nefndina, skipar ráðherra
þann mann án tilnefningar.
Nefnd þessi skal afla upplýs-
inga um móttökugetu síldar-
og f iskim j ölsverksmið j a og
ákveða samkvæmt því, hve-
nær löndun skuli hefjast eða
hætta á ákveðnum svæðum eða
í einstakar verksmiðjur.
Eigi er heimilt að stöðva
löndun í verksmiðju, meðan
móttökuskilyrði eru fyrir
hendi.
Fiskiskipum skulu veittar
upplýsingar um móttökug;etu
einstakra verksmiðja um fjar-
skiptastöð samkvæmt. ákvörð-
un nefndarinnar. Fiskiskipi er
óheimilt að leita löndunar í
verksmiðju, þar sem nefndin
hefur stöðvað löndun, en að
öðru leyti skal skipstjóri hvers
skips ákvarða og tilkynna
nefndinni, hvar hann muni
leita löndunar.
3. gr.
Sjávarútvegsráðuneytið get-
ur sett nánari reglur um fram-
kvæmd laga þessara að fengnu
áliti samtaka sjómanna, út-
vegsmanna og Félags ís-
lenzkra fiskimjölsframleið-
enda.
Kostnaður af framkvæmd
laganna, þ. á m. þóknun nefnd-
arinnar, greiðist af fiskkaup-
endum og fiskseljendum eftir
reglum, er ráðuneytið setur.
4. gr.
Hver sá, er sekur gerist um
brot á lögum þessum eða á
reglum settum samkvæmt
þeim, skal sæta sektum og
renna sektir í ríkissjóð.
Um mál út af brotum á lög-
um þessum eða reglum sett-
um samkvæmt þeim skal fara
að hætti opinberra mála.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi
og gilda þau til ársloka 1973.
Gjört að Bessastöðum,
31. desember 1972.
Kristján Eliljárn.
(L. S.)
Lúðvík Jósepsson.
Æ GI R — 39