Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 12

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 12
og ríkisstjórn til ráðuneytis í öllum sjávar- útvegsmálum og öðrum hagsmunamálum út- vegsmanna, sjómanna og fiskiðnrekenda, sem og að vera tengiliður milli ríkisvaldsins og sjávarútvegsins, þar sem þess er þörf. Telur þingið sjálfsagt, að Alþingi og ríkis- stjórn leiti umsagnar félagsins um öll málefni sjávarútvegsins, jafnframt því, sem leitað er til samtaka veiða- og vinnslu. Síldarrannsóknir. 32. Fiskiþing leggur ríka áherslu á að Haf- rannsóknastofnunin auki verulega rannsóknir á stofnstærðum og viðgangi þeirra síldar- stofna, sem íslendingar hafa byggt veiðar á. Full friðun sildarstofna við landið virðist nauðsynleg fyrst um sinn, eða til haustsins 1974, enda verði gengið úr skugga um að síld- arstofnar hafi þá náð þeirri stærð, að tak- markaðar veiðar geti hafist undir ströngu vísindalegu eftirliti. Þá lítur þingið svo á, að þegar til veiða kemur, verði um að ræða veiðar, sem miðast við framleiðslu matvöru og öflun beitu. Þingið telur brýna nauðsyn bera til, að Hafrannsóknastofnunin rannsaki enn frekar hvar aðalhrygningarsvæði síldar eru á hverj- um tíma og beitt sér fyrir ásamt Fiskifélagi Islands, að þau svæði verði friðuð fyrir botn- vörpuveiðum, á meðan hrygning og klak stendur yfir. Þingið varar við hættu á smásíldarveiði, þegar loðna gengur á uppeldissvæði síldar og beinir til skipstjóra á veiðiflotanum, að hafa sérstakan vara á því. Markaðsmál. 32. Fiskiþing telur, að uppbygging stærri sölusamtaka fyrir framleiddar sjávarafurðir og starf þeirra að markaðsmálum hafi notast vel fyrir íslenskan sjávarútveg og telur var- hugavert að dreifa kröftunum í því efni, frekar en orðið er. Stærri einingar hafa reynst traustari og hæfari til þess að nýta markaðsmöguleika er- lendis og til þess að tryggja og viðhalda áliti kaupenda á framleiðsluvörunum með stöðugu gæðaeftirliti og einnig við að komast hjá óþarfa milliliðakostnaði. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins. 32. Fiskiþing vill vekja athygli á, að Verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins er myndaður af andvirði útfluttra sjávarafurða og hlutverk hans að mæta verðfalli sjávarafurða á erlend- um mörkuðum. Verðjöfnunarsjóðurinn er því óumdeilanlega eign fiskimanna, útgerðar og fiskvinnslu. Því mótmælir 32. Fiskiþing eindregið þeim hugmyndum er fram hafa komið um að verja fé sjóðsins til greiðslu annars en þess, sem hann var stofnaður til. Vélvæðing fiskiðnaðar. 32. fiskiþing bendir á það, að í nútímaþjóð- félagi er vinnuaflið svo takmarkað og dýr- mætt, að leggja ber mikla áherslu á, að nýta það sem best, en því marki verður best náð með aðstoð góðra véla og er því mikilsvert að vel takist til um val þeirra. Því ber að leggja mjög mikla áherslu á, að vandað sé til alls, þegar valdar eru nýjar vélar og áhöld til fisk- iðnaðarins. Öruggasta leiðin til að vel takist til í þessu efni er, að tiltekinn aðili taki að sér prófun, sem byggð sé á vísindalegri nákvæmni, sem gerð sé áður en vélin eða áhaldið kemur á almennan markað, og virðist vera eðlilegast að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins annist þetta þýingarmikla verkefni, eða „Tæknideild Fiskifé’agsins" og þá ef til vill báðar þessar stofnanir í samvinnu. Þá er mikilvægt, að fisk- iðnaðurinn geti leitað til einhvers aðila, sem gæti orðið honum ráðgefandi, þegar velja ska1- vél eða endurskipuleggja skal starfsemina, og væri æskilegt að Tæknideild Fiskifélagsins verði fær um að annast þetta verkefni. Tillaga: Fiskiþingið telur að ef um verulega aukna vélvæðingu í fiskiðnaðinum eigi að vera að ræða, þurfi að auka til muna lán til þeirra hluta. Skorar því þingið á stjórn Fiskveiðasjóðs íslands, að hún komi hér til liðs við mikið nauðsynjamál og taki upp aukin útlán til vél- væðingar fiskiðnaðarins. 392 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.