Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 20

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 20
skoðist sem bráðabirgðasam- komulag milli landa okkar, er gangi þegar í gildi og verði skrásett hjá framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna samkvæmt 102. gr. stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna. Ég leyfi mér að votta yður, herra sendiherra, sérstaka virðingu mína. Samskonar orðsending var afhent utanríkisráðherra af sendiherra Breta á íslandi. Umræður urðu miklar og harðar um þingsályktunartil- löguna. Bjarni Guðnason lagði fram breytingartillögu, og 12. nóv. voru lögð fram álit meiri- og minnihluta utan- ríkismálanefndar og voru þau svohljóðandi: NEFND.4RÁLIT meirihluta utanríkismála- nefndar. Nefndarálit um till. til þál. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ganga frá bráðabirgðasam- komulagi við rikisstjórn Bret- lands um veiðar breskra tog- ara. Undirritaðir nefndarmenn mæla með því, að tillagan verði samþykkt óbreytt. Alþingi, 12. nóv. 1973. Þórarinn Þórarinsson, form. Gils Guðmundsson, fundaskr. Eysteinn Jónsson, frsm. Magnús T. Ólafsson. Gylfi Þ. Gíslason. NEFNDARÁLIT minnihluta utanríkismála- nefndar. Nefndarálit um till. til þál. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ganga frá bráðabirgðasam- komulagi við ríkisstjórn Bret- lands um veiðar breskra tog- ara. Sjálfstæðismenn áttu frum- kvæði að því með undirbún- ingi og setningu landgrunns- laganna 1948 að leggja grund- völlinn að baráttunni fyrir réttindum íslendinga á land- grunninu öllu. Ávallt síðan hafa sjálfstæðismenn lagt áherslu á samstöðu þjóðarinn- ar í landhelgismálinu og miðað aðgerðir sínar við það. Núverandi stjórnarflokkar kusu að efna til deilna um landhelgismálið sérstaklega í síðustu kosningum. Þegar Alþingi kom saman haustið 1971, var í gildi þingsályktun frá 7. apríl þ. á., sem gerði ráð fyrir, að frumvarp til laga yrði lagt fyrir Alþingi, er kvæði á um útfærslu fiskveiði- iögsögunnar, svo að hún yrði minnst 50 mílur, en á mikil- vægum fiskimiðum mun víð- áttumeiri. Núverandi ríkis- stjórn flutti óbreytta þings- ályktunartillögu stuðnings- flokka sinna frá því fyrir kosningar, en ekki síst fyrir atbeina stjórnarandstöðunnar varð samkomulag í utanríkis- málanefnd um að fiytja enn nýja þingsályktunartillögu, sem allir þingmenn greiddu síðan atkvæði, eftir að breyt- ingartillögur Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna um víðáttumeiri fiskveiðilögsögu voru felldar. í þessari þingsályktun frá 15. febrúar 1972 segir í 3. tl.: ,,Að haldið verði áfram sam- komulagstilraunum við ríkis- stjórnir Bretlands og Sam- bandslýðveldisins Þýskalands um þau vandamál, sem skap- ast vegna útfærslunnar". 1 kosningarbaráttunni 1911 höfðu núverandi stjórnar- flokkar að vísu haldið því fram, að óþarfi væri að ræða við aðra vegna útfærslunnar. Sjálfstæðismenn voru það raunsæir að segja fyrir um, að rétt væri að hefja slíkar við- ræður strax, svo að útfærslan yrði virk og næði tilgangi sín- um, enda þótt við hefðum auð- vitað fullan lagalegan rétt til einhliða útfærslu. Þessar samningaviðræður hafa nú staðið yfir í einu eða öðru formi á þriðja ár, án þess að gengið hafi eða rekið, fyrr en nú með þeim samningi við Breta, sem óskað er heimildar Alþingis að gera. Það er skoðun okkar, að full ástæða sé til að ætla, að unnt hefði verið að ná jafngóðum samningi eða betri fyrir meira en heilu ári og a. m. k. s. 1- vor í samningaviðræðunum 1 maí, en eftir þær gripu Bretar til fordæmanlegra ofbeldisað- gerða, sem sköpuðu hættu- ástand á miðunum. Munum við rökstyðja þessa skoðun okkax nánar í framsögu. I þessu nefndaráliti bendum við að- eins á samanbui’ð á tilboði Is- lendinga í maí og samningun- um, sem nú liggur fyrir, skoð- un okkar til staðfestingar. Ríkisstjórnin hefur að okk- ar áliti haldið illa á samninga- viðræðum, verið reikul í ráð1 og sjádfri sér ósamkvæm eins og atburðir síðustu vikna leiða glögglega í ljós. Hefux slík ósamkvæmni og stefnu- leysi verið til þess fallið, aí ekki náðist sá árangur, sem unnt hefði verið að ná, e öðruvísi hefði verið að málinu staðið. Einsdæmi er, að þingflokku1 stjórnarliðs lýsi fyrst mil]' 400 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.