Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 8

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 8
Fiskideild Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og ná- grennis: Kristján Ragnarson; Sveinn Benediktsson; Þorsteinn Gíslason; Sigurður Einarsson. Landssamband íslenzkra útvegsmanna: Ágúst Flygering, Hafnarfirði. Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda: Marteinn Jónasson, Reykjavík. Sjómannasamband íslands: Jón Sigurðsson, Reykjavík. Farmanna- og fiskimannasamband íslands: Ingólfur Stefánsson, Reykjavík. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, Reykjavík. Félag Sambands fiskframleiðenda: Jón Karlsson, Garðahreppi. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda: Tómas Þorvaldsson, Grindavík. Félag síldarsaltenda á Norður- og Austur- landi: Jón Þ. Árnason, Reykjavík. Félag síldarsaltenda á Suð- vesturlandi: Gunnar Flóvenz, Kópavogi. Samlag skreiðarframleiðenda: Karl Auðunsson, Hafnarfirði. Félag fiskimjöls framleiðenda: Jónas Jónsson, Reykjavík. Ályktanir 32. Fiskiþings Ægir biriir hér alhnargar ályktanir 32. fiski- þings og mun vxntanlega birta fleiri síðar. Hagnýting fiskveiðilandlielginnar. 32. Fiskiþing leggur áherzlu á, að við setn- ingu laga um nýtingu fiskveiðilandhelginnar verði fylgt þeirri meginstefnu, að lagasetning- in verði frjálsleg og við það miðuð að sam- ræma hagræn.líffræðileg og félagsleg markmið í fiskveiðum og sjávarútvegi landsmanna. Tel- ur þingið óeðlilegt, að veiðiheimildir séu fast- bundnar með lagasetningu vegna stöðugra breytinga á fiskigöngum, útgerðarháttum, stærð og búnaði veiðiskipa og veiðarfæra. Fiskifélagi fslands verði falið að hafa á hendi söfnun álitsgerða frá útgerðarsvæðum landsins um einstaka þætti fiskveiða, og stjórn félagsins falið að velja þá aðila sem umsagnar yrði leitað hjá um einstaka þætti, og síðan að samræma sjónarmið, eftir því sem unnt er, og gefa umsögn til sjávarútvegsráðuneytis- ins, sem hafi heimild til að setja tímabundnar eða staðbundnar reglugerðir, byggðar á þeim niðurstöðum. Hlutverk Hafrannsóknastofnunarinnar verði lögbundið við þann þátt, að gefa álit, studd vísindalegum rökum, fyrir heildarstefnu í veiðimálum eða nauðsynlegum friðunarmálum, byggt á ástandi fiskstofna á hverjum tíma. Eftirlit með framkvæmd laga og reglugerða um nýtingu fiskveiðilögsögunnar verði í hönd- um landhelgisgæzlunnar og lögregluyfirvalda í viðkomandi byggðalögum, sbr. fyrri álykt- anir Fiskiþinga. Að lokum vill þingið benda á eftirfarandi atriði: 1. að óhyggilegt sé að miða veiðiheimildir ein- göngu við rúmlestatölu skipa eins og gert hefur verið, heldur eigi að miða veitingu veiðileyfa við tegund veiðarfæris, lengd skips og hestaflatölu vélar. 2. að lokun stórra veiðisvæða fyrir botnvörpu- veiðum, eins og gert var ráð fyrir i frum- varpi landhelgislaganefndarinnar, hafi 388 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.