Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 23

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 23
NÝ FISKISKIP Dagstjarnan KE 9 14. nóvember bættist nýr skuttogari í flota Keflvíkinga. Skuttogari þessi, sem hlaut nafnið Dagstjarnan KE 9. er eign Sjöstjörnunnar h.f.,Kefla- vík, og er byggður hjá A/S Storviks Mek. Verksted Krist- iansand, nýbygging no. 53. Skuttogarinn er af svonefndri „R-155 A“ gerð, en „Storviks" hefur byggt marga skuttogara af þeirri gerð. Þess má geta að skuttogarar þeir sem Stál- vík h.f. byggir eru af þessari gerð. Almenn lýsing: Skipið er byggt skv. reglum Det Norske Veritas og flokkað + 1A1, Stern Trawler, ICE C, +MV. Skipið er skuttogari með tveimur þilförum stafna á milli og skutrennu upp á efra þilfar. Undir neðra þilfari er skip- inu skipt með 4 vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafn- hylki fyrir sjóballest; íbúðir, en undir þeim eru botngeymar fyrir brennsluolíu; fiskilest, en undir henni eru botngeymar fyrir brennsluolíu; vélarúm og skutgeymar aftast fyrir fersk- vatn. Fremst á neðra þilfari er geymsla og keðjukassar, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnuþilfar, fisk- móttaka og stýrisvélarrúm. T'l hliðar við fiskmóttöku og stýr- isvélarrúm, út við síður, eru geymslur fyrir veiðafæri og ýmsan búnað. Framarlega á efra þilfari er þilfarshús, en til hliðar við þil- farshús, stjórnborðs- og bak- borðsmegin eru gangar, sem eru opnir að aftan. í þilfars- húsi eru íbúðir. Yfir þilfars- húsi og göngum er þilfar (hvalbaksþilfar), sem nær aftur fyrir afturgafl þilfirs- húss. Aftan við þilfarshús er togþilfarið. Aftarlega á hval- baksþilfari er brú (stýrishús) skipsins. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er MAK, gerð 8M 451 AK, 1500 hö. við 375 sn./mín. Vélin tengist gegnum kúplingu skiptiskrúfu- búnaði af gerðinni Hjelset 4 RKT/60. Skrúfa skipsins er 3ja blaða úr ryðfríu stáli, þvermál 2100 mm. Utan um skrúfu er skrúfuhringur. Framan á aðalvélinni er deili- gír fyrir vindudælur af gerð- inni Framo WH 5V með 4 lárétt og 1 lóðrétt úttak. Hjálparvélar eru tvær Mer- cedes Benz, gerð OM 355, 160 hö. við 1500 sn./mín. Hvor vél knýr Stamford rafal, 124 KVA, 3x230 V, 50 rið. Við aðra hjálparvélina er varadæla fyr- ir vindukerfi skipsins. Tvær Westfalia skilvindur eru fyrir smurolíu- og brennsluolíukerfið. Á aðalvél er ábyggð ræsiloftþjappa, en auk þess er rafknúin ræsiloft- þjappa af gerðinni Hatlapa W-35, afköst 34 m-Vklst. móti 30 ato. Fyrir vélarúm og loft- notkun véla eru tveir rafknún- ir blásarar, afköst hvors blás- ara er 9000 mVklst. Hydrofor- kerfi, bæði sjó- og ferskvatns-, er frá Bryne Mek. Verksted. Stærð geyma er 200 lítrar. Til framleiðslu á ferskvatni úr sjó er ferskvatnseimir frá Mersher Kastrup, BV-32, af- köst 1-1,5 t. á sólarhring. Fyrir upphitun er olíukynntur ketill frá Nordic. Botngeymar hafa „centralt" pælikerfi. Stýrisvél er rafstýrð vökva- knúin frá Tenfjord, gerð 1-155 -2ESG. Vindubúnaður: Vindubúnaður skipsins er frá A/S Hydraulik Brattvnag og er vökvaknúinn, lágþrýst- Stærð skipsins .... 297 brl. Mesta lengd .... 46.45 m. Lengd milli lóðlína .... 40.00 m. Breidd .... 9.00 m. Dýpt að efra þilfari .... 6.50 m. Dýpt að neðra þilfari .... 4.35 m. Lestarrými 280.0 m3 Brennsluolíugeymar 124.0 m3 Ferskvatnsgeymar 47.5 m3 Ballastgeymir .... 21.5 m3 Lifrargeymar 9.5 m3 Hraði í reyslusiglingu 13,9 sml. ÆGIR — 403

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.