Ægir - 01.03.1974, Blaðsíða 7
Við þau viðfangsefni, sem vænta má, að gefi
beztar og skjótastar niðurstöður hverju sinni.
Þetta merkir raunar, að styrkja þarf tengsl
rannsóknastofnana sjávarútvegsins við at-
vinnuveginn enn betur en nú er. Lögin frá
1965 reyna þetta, en hafa hinsvegar að ýmsu
leyti ekki náð tilgangi sínum m. a. vegna
ákvæða um skipan yfirstjórnar stofnananna
og ráðgjafanefnda, svo og vegna þess að reynt
er að færa hina ýmsu flokka rannsókna í
samskonar lagatreyju, en einnig að vissu
leyti vegna aðstöðumunar og skorts á nægilegri
vitneskju um hagnýtt gildi rannsókna hjá
ýmsum samtökum og einstökum fyrirtækjum
sjávarútvegsins.
Að síðustu vil ég nefna, að við mat á starf-
semi og viðfangsefnum rannsóknastofnananna
er nauðsynlegt að gera greinarmun á rann-
sóknum og þjónustu. Skilin milli hagnýtra
rannsókna og þjónustu vilja oft vera óglögg.
Kem ég að því síðar.
Hafrannsóknir.
Þá er komið að því að ræða einstaka þætti
rannsókna fyrir sjávarútveginn og reyna að
benda á hvað býðingarmest er verkefna nú og
í næstu framtíð, og vil ég byrja á haf- og
fiskirannsóknum.
Mikil breyting er orðin á aðstöðu hér á
landi til haf- og fiskirannsókna frá því er
Bjarni Sæmundsson hóf sínar rannsóknir og
dr. Árni Friðriksson hóf störf hjá Fiskifélag-
inu um 1930. Þekking okkar hefur og mikið
aukizt á tímabilinu. Samvinna þjóða um haf-
°g fiskirannsóknir á miðum umhverfis ísland
hefur aukið þekkingu okkar á fiskgöngum og
með öðru leitt til aukningar á fiskveiðum hér
við land — bæði erlendra og innlendra fiski-
manna.
Með útfærslu fiskveiðilögsögunnar munum
við íslendingar væntanlega ná betri tökum
a að stjórna sókn fiskiskipa í hina ýmsu fisk-
stofna en áður, og hefur því með beirri aðgerð
verið lagður grundvöllur að skynsamlegri nýt-
mgu þeirra en hingað til og þar með að há-
oiörkun langtíma afraksturs stofnanna.
Þessir möguleikar, ásamt þeirri vissu, að
komið sé að efri mörkum veiðiþols ýmissa fisk-
stofna, mun að mínu áliti verða til þess, að
syna fram á þörf stefnubreytingar í haf- og
fiskirannsóknum okkar.
Væntanlega verður dregið hlutfallslega úr
fiskleit og leit nýrra fiskimiða, enda flest
þekkt og þýðingarmestu stofnarnir fullnýttir.
I stað þess verður að leggja aukna áherzlu á
kerfisbundnar rannsóknir, sem gefið geta nið-
urstöður um stærð, útbreiðslu og veiðiþol
hinna ýmsu stofna.
Við þurfum að íhuga hvað veldur mismun-
andi göngum hrygningarfisks — við Jökul
eða á Breiðafirði í fyrra, á Selvogsbanka eða
við Vestmannaeyjar árið áður, o. s. frv. Hafa
hin mismunandi ytri skilyrði áhrif á hrygn-
inguna ?
Nú getum við fljótlega eftir hrygningu öðl-
ast einhverja þekkingu á bví hvort klak hefur
heppnazt og hvers vænta megi af 0-grúpp-
unni. Okkur er hinsvegar enn lokað hvað veld-
ur því að góður árgangur kemur fram, eða
klak misheppnast. Og enn vantar mikið á
þekkingu okkar um beitilönd sjávarins.
Við þurfum að leita orsaka stofnsveiflna —
hvað veldur hinni mismunandi stærð árganga
— og síðast en ekki sízt, hvort unnt verður
að hjálpa náttúrunni og brúa bilið — oft mörg
ár — milli hinna góðu árganga.
Þessi stefnubreyting er vissulega hafin hjá
Hafrannsóknastofnuninni, en er ekki komin
úr fyrsta gír enn, ef svo má að orði kveða.
Þessi stefnubreyting hlýtur að hafa í för
með sér setningu ákveðinna markmiða, sem
stefna þarf að. Aðferðir til að nálgast þessi
markmið, ásamt tímalengd og kostnaði. Þá
vex án efa þörfin á samvinnu — þ. e. hóp-
vinnu hinna ýmsu greina haf- og fiskifræði —
meir en hingað til, þar sem fjallað verður sam-
eiginlega um hina ýmsu þætti, er skipt geta
sköpum um stærð árganga og útbreiðslu.
Markmið rannsóknarstarfsins.
Ef gengið er út frá, að bær rannsóknir, sem
hér um ræðir, hafi að verulegu leyti efna-
hagslegan tilgang, er auðsærri nauðsynin á
aukinni þekkingu á þeim auðæfum, sem
nytja á.
Þessi auðæfi og hagnýting þeirra eru frá-
brugðin ýmsum öðrum náttúruauðlindum:
Þau geta endurnýjað sig sjálf og þau eru
hagnýtt á sameignargrundvelli.
Þetta veldur ýmsum vandkvæðum og
vandamálum, sem krefjast sérstakrar með-
ferðar — má nefna ofnýtingar- eða ofveiði-
vandamál — og hvernig finna má leiðir til
skynsamlegrar hagnýtingar fiskstofna. bæði
Æ GIR — 63