Ægir - 01.03.1974, Blaðsíða 17
Á TÆKJAMARKÁÐNUM
Saltfiskþurrlumarvél
15. febrúar s.l. var tekin í
notkun saltfiskþurrkunarvél,
sú fyrsta sinnar tegundar hér
á landi, hjá Fiskverkunar-
stöð Guðbergs Ingólfssonar
h-f. í Garði.
Vél þessi, sem Norðmenn
kalla „Klipfisktorken", er
framleidd af fyrirtækinu A/S
Raufoss í Noregi og er þetta
3ja samstæðan, sem fyrirtæk-
!ð afhendir og jafnframt sú
fyrsta, sem seld er út fyrir
Noreg. Samvinna hefur verið
rnilli norsku fiskimálastjóm-
arinnar (Fiskeridirektoratet)
°g A/S Raufoss um gerð og
þróun þessarar vélasamsta?ðu
°g framkvæmdar voru um-
fangsmiklar prófanir og end-
urbætur á fyrstu prufuvélinni
(prototype).
Kerfislýsing.
Mynd 1 (kerfismynd) sýnir
í aðalatriðum hvernig vélin
starfar. Skipta má verksviði
vélarinnar í tvo verkþætti eða
kerfi; annars vegar flutn-
ingskerfi (,.mekaniskur“
hluti) og hins vegar upphitun-
ar- og loftblásturskerfi
(„klimaanlegg"). Þessi tvö
ólíku kerfi gegna því hlut-
verki að fullþurrka saltfisk án
þess að mannshöndin komi
þar nálægt meðan á þurrkun
stendur og starfa í lokuðum
þurrkklefa. Kerfismyndin sýn
ir einkum flutningskerfið og
skýrir myndin sig að mestu
sjálf, en þó er rétt að hér
fylgi skýringartexti á helztu
atriðum, sem fram koma á
myndinni.
I vinstri enda samstæðunn-
ar (sbr. mynd 1) eru dyr, sem
veita aðgang að aðallyftu (1)
samstæðunnar. Blautfiskur er
tekinn af brettum og settur á
fiskgrindur og þeim rennt inn
í eitt af sætum lyftunnar, sem
er í ákveðinni hæð (vinnu-
hæð). Eftir ákveðna tímalengd
færist lyftan upp og nýtt
sæti færist upp í vinnu-
hæð og fiskgrind er rennt
inn og þannig gengur það
koll af kolli og er vélin
fyllt á þennan hátt. Færslu-
vagn (2) flytur fiskgrind, sem
náð hefur efstu hæð í aðal-
lyftu, að völsum (3). Eftir að
fiskgrind hefur farið í gegn-
um valsana flytzt hún áfram
inn á efstu færslubraut. Næsta
grind, sem færsluvagn (2)
flytur, fer í gegnum valsana
og inn á efstu færslubraut og
1- mynd.
(1) Aðallyfta (ferming og af-
ferming).
(2) Færsluvagn (flytur fisk-
grindur að valsi).
(3) Vals (pressar fiskinn í
grindum)
(4) „Lyfta“ (flytur fisk-
grindur milli færslu-
brauta).
(5) Færslurammar (ýta fisk-
grindum ef tir færslubraut-
um).
(6) Lofttjakkar (drifkerfi fyr-
ir færsluramma).
(7) „Stopparar" (sjá um að
aðeins sú fiskgrind, sem
á að flytjast milli færslu-
brauta, flytjist inn á
„lyftu“; einnig við vinstri
enda færslubrauta).
(8) Lofttjakki (drifkerfi fyr-
ir vals og færsluvagn).
Æ GIR — 73