Ægir - 01.03.1974, Blaðsíða 19
Aðalaflgjafar fyrir þessa
saltfiskþurrkunarsamstæðu
eru tveir; annars vegar raf-
drifin loftþjappa, sem fram-
leiðir þrýstiloft til að drífa
ílutningskerfi samstæðunnar,
°S hins vegar upphitunarkerfi,
sem hitar upp það loft sem
blásið er um þurrkklefann.
Afl það sem loftblásarar
þurfa er óverulegt. Aflþörf
loftþjöppu og blásara er um
28 kw. Orkukerfi fyrir upp-
hitun á lofti er olíukynt mið-
stöð í samstæðu þeirri, sem
sett var niður í Garðinum, en
1 tveimur fyrstu samstæðun-
Um, sem fyrirtækið framleiddi,
var rafmagnsupphitun. Mið-
stöðin hitar upp vatn, sem
leitt er i gegnum element
staðsett í þurrkklefanum
(blástursenda). Bæði miðstöð
°S loftþjappa eru staðsett
fjarri samstæðunni og sjálfu
fiskverkunarhúsinu, þannig að
^uengunarhætta er ekki fyrir
hendi.
Útfærsla á loftblásturskerfi,
le&a ,,kanala“, staðsetning á
blásurum o. þ. h., getur verið
með mismunandi hætti og
geta þvi aðalmál samstæð-
unnar verið breytileg.
Afköst.
^að tekur hverja fiskgrind
ea. 3y2 klst. (210 mín.) að
fara eina hringferð, en mögu-
m&t er að stilla ganghraðann.
Fjöldi grinda er 405 (lxb -
l-0xl.8m), þannig að á hálfr-
ar mínútu fresti á sér stað
flutningur á grind. Þetta er þá
sá tími, sem er fyrir hendi til
að taka grind með þurrkuðum
saltfiski úr lyftusæti, tæma
hann og fylla á ný með blaut-
iski og renna grind inn í sætið
aftur.
Tveir menn vinna þetta
Verk, þ. e. að tæma og fylla á
ný, og miðað við að gang-
hraði á grind í gegnum sam-
stæðuna sé 3 y2 klst., eru
vinnustundir við hverja þurrk-
un um 7 klst. Þurrktíminn er
að sjálfsögðu háður ástandi
fisks, en er frá 20—30 klst.
(um 20 klst. fyrir þorsk, 7/8
þurrkaður; lengri fyrir ufsa,
harðþurrkaðan). Miðað við
25 stunda þurrktíma (klefi
lokaður) fer fiskurinn ca. 7
hringferðir á þeim tíma.
Magn það sem vélin tekur í
einu er um 6.5 t af blautfiski,
og ef reiknað er með að þurrk-
tími sé 25 klst. og losunar- og
hleðslutími sé 3r/2 klst. að
meðaltali, eru afköst reiknuð
á sólarhringsgrundvelli um
5.5 t.
Arðsemi.
Norska fiskimálastjórnin
hefur framkvæmt arðsemisút-
reikninga fyrir þessa saltfisk-
þurrkunarsamstæðu og byggt
þá á samanburðarrannsókn-
um á þessari aðferð („auto-
matisk“) og hins vegar á
þeirri aðferð, sem þar hefur
verið notuð til þessa („horde-
torke“).
Að sjálfsögðu eru þessir út-
reikningar byggðir á norskum
aðstæðum, en ekki er úr vegi
að koma aðeins inn á niður-
stöður þessara útreikninga.
Ofangreindar samanburðar-
rannsóknir eru byggðar á að
þurrka eigi 950 tonn á árs-
grundvelli og þurrkunin eigi
að skila 7/8 þurrum fiski. Af-
skriftartími samstæðunnar er
10 ár.
Á mynd 3 (línurit) má lesa
kostnað við framleiðslu á ein-
hverju tilteknu magni af
blautfiski eftir þeim tveimur
aðferðum, sem rannsóknirnar
eru byggðar á. Brotna línan
gefur kostnað miðað við
gömlu aðferðina, en heil-
dregna línan gefur kostnaðinn
með sjálfvirku aðferðinni.
Eins og sjá má út frá línu-
ritinu er dýrara að nota
sjálfvirku aðferðina, ef magn
það, sem þurrka á, er
t. d. 2000 t. Við ca. 2750 t.
magn af blautfiski skerast
kostnaðarlínurnar, sem þýðir
að sjálfvirka aðferðin hefur
borgað sig miðað við þær for-
sendur, sem gengið er út frá í
útreikningum. Miðað við 950
Pramhald á bls. 80.
Kostnad 1000 kr
1000
800
/
600
/
400 *
200 4* ^
4
1000 2000 3000
3. mynd.
Rástoff -
forbruk
tonn
Æ GI R — 75