Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1974, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.1974, Blaðsíða 20
Ný fiskiskip . . . Framhald af bls. 67. vökvadæla fyrir vindubúnað. Ferskvatnshydroforkerfi frá Bryne Mek. Verksted, 170 lítra geymir, er fyrir þvotta- aðstöðu, neysluvatn og sal- • erni. Einn geymir er fyrir heitt vatn og er stærð hans um 320 lítrar. Upphitun í vistar- verum er með rafmagnsofn- um. Pælikerfi er fyrir geyma af gerðinni Peilo Teknikk BA 1. Stýrisvél er rafstýrð vökvaknúin frá Tenfjord, gerð 115. Vindubúnaður er frá A/S Hydraulik Brattvaag og er vökvaknúinn (lágþrýst kerfi). Togvinda, sem staðsett er framan við þilfarshús, er af gerðinni D2A8 með tveimur togtromlum og tveimur spil- koppum á hvorum enda. Með- ditogkraftur er um 6.8 t. við 70 m/mín. vírahraða. Víra- magn á hvora tromlu er um 800 faðmar af 3" vír. Línu- vinda er af gerðinni C3L með um 3 t. átaki. Akkerisvinda er af gerðinni MA4-49-192, stað- sett á hvalbaksþilfari. Vind- an hefur tvær keðjuskífur, tvo spilkoppa og eina tromlu fyrir losunarvír á bómu. Bómu- vinda er af gerðinni VMG16. Tvær G 19 dælur eru á deili- gír framan á aðalvél, en vara- dæla á hjálparvél er af gerð- inni G 156. Fiskilest og f rystilest eru ein- angraðar, aðallega með stein- ull, og klædd með viði og á tré- klæðningu er lögð plasthúð. Fyrir lestar eru tvær kæli- þjöppur frá Bergen Kjoleser- vice, kælimiðill er Freon 12. Blásturselement eru í lestum. Engin uppstilling er í lest, þar sem notaðir eru kassar. Helstu tæki í brú eru: Ratsjá: Decca RM 316, 48 sml. Ratsjá: Atlas 4000, 48 sml. Dýptarmælir: Simrad EH Dýptarmælir: Simrad skipperlodd. Fisksjá: Atlas Monoscope 350. Miðunarstöð: Koden KS-321 UA. Talstöð: Simrad, 100 W D.S.B. Örbylgjustöð: 2 stk. ITT, STR 60. Sjálfstýring: Thrige B 2. Skipstjóri á Sverdrupson ÍS er Ólafur Ólafsson og 1. vél- stjóri Sveinn Þorkelsson. Framkvæmdastjóri útgerðar- innar er Óskar Kristjánsson. Gríinsey ST 2 14. desember s.l. afhenti Skipaviðgerðir h.f. Vest- mannaeyjum 18 rúmlesta fiskiskip, sem ber nafnið Grímsey ST 2. Þetta var ný- smíði nr. 10 hjá Skipaviðgerð- um h.f. og var smíði þess með nokkuð sérstökum hætti, þar sem smíði bols var hafin, er eldgosið í Vestmannaeyjum hófst í janúar á sl. ári. Starf- semi Skipaviðgerða fluttist þá til Kópavogs, þar sem smíði skipsins lauk. Skipið er í eigu Friðgeirs Höskuldssonar, sem jafnframt er skipstjóri, og Pálma Einarssonar Drangs- nesi. Skipið, sem er eikarfiski- skip, er af hefðbundinni gerð með lúkar fremst, þá fiskilest og vélarúm aftast. í lúkar eru hvílur fyrir 5 menn, auk eld- unaraðstöðu. Aðalvél er Scania Vabis DS 11, 205 hö. við 1800 sn/mín., sem tengist gegnum Twin Disc niðurfærslugír (MG 509, 2,95:1) 3ja blaða fastri skrúfu, 990 mm í þvermál. Rafall á aðalvél er Transmo- tor ACG 155, 3,6 KW. Ljósa- vél er Petter ABWl, 5 hö. við 3000 sn/mín. og við hana 2,5 76 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.