Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1974, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1974, Blaðsíða 18
ýtir grind þeirri, sem á und- an er komin um lengd sína (lengd = hreyfingarstefna bakka á færslubraut) áfram inn eftir efstu færslubraut. Þegar fiskgrind hefur náð hægri enda efstu færslubraut- ar, tekur við „lyfta“ (4), sem færir grindina niður um eina hæð og færslurammi (5) ýtir grindinni inn á næstu braut fyrir neðan og grindin heldur áfram ferð sinni með sér- hverju færsluþrepi í gagn- stæða stefnu frá hægri til vinstri. Við vinstri enda færslubrau.ta er hliðstæð „lyfta“ (4), sem færir fisk- grind niður um eina hæð og gerir það kleift að fiskgrind getur flutzt eftir færslubraut frá vinstri til hægri. Eins og sést á kerfismynd skilar neðsta færslubraut fisk- grindunum inn á neðstu hæð aðallyftu, sem flytur þá upp og ný hringferð getur hafizt. Allt flutningskerfið er þann- ig samstillt að á móti einu færsluþrepi á fiskgrind í aðal- lyftu (1), kemur ein færsla á færsluvagni (2) og sömuleiðis á „lyftum“ (4), sem flytja grindur niður, og færslurömm- um (5). í hægri enda samstæðunnar er upphitunar- og loftblásturs- kerfið staðsett, sem sér um að í þurrkklefanum sé ákveðinn loftblásturshraði til staðar og ákveðið hitastig á því lofti. sem blásið er um klefann. Tæknileg atriði. Sjálfur þurrkklefinn, sem umlykur samstæðuna, er úr áli. Klefinn er einangraður með polyurethan og klæðning að innan er úr áli. Vélhlutar flutningskerfisins eru drifnir af lofttjökkum og kraftyfirfærsla á sér stað yfir keðjudrif. Vélarhlutar eru úr ryðfríu stáli. Valsinn (3) eða valsparið er þanniguppbyggt að neðri vals- inn er úr áli með gúmmíáklæði, en efri valsinn er gúmmíbelg- ur, sem er fylltur af lofti og verður fiskurinn því alltaf fyrir jöfnum þrýstingi. Loft- þrýstinginn í valsinum er hægt að stilla eftir aðstæðum (0—1 kg/cm- yfirþrýsting- ur). 2. mynd. Helztu mál og tæknilegar stærðir: Lengd samstæðu .... 19.4 m Breidd samstæðu .... 2.1 m Hæð samstæðu 4.4 m Þyngd (nettó) 6000 kg Blautfiskrými Áfyllingar- og 6.51 losunartími 2 menn í 3y2 klst. Einangrun þurrkklefa . . 0.44 W/m2°C Valsþrýstingur 0—1 kg/cm'- Vinnuþrýstingur loftdrifkerfis 7 kg/cm- Lof tþ j öppuþrýstingur Aflþörf upphitunar- ... . 10 kg/cm2 kerfis (hám.) 90 kw Hitastilling útihitastig til 30°C Rakastilling 30—70% Loftblásaraafköst . .. . 50.000 m?>/klst. Blásturshraði .... 1.5 m/sek. 74 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.