Ægir - 15.08.1974, Síða 5
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
67.ÁRG. 12.TBL. 15. ÁGÚST 1974
Magnmælingar Kára
EFNISYFIRLIT:
Magnmælinjíar Kára 221
Ásgeir Jakobsson:
Enn gerast ævintýr 222
Erlendar fréttir:
Birgðir hrúgast upp 229
Útfluttar sjávarafurðir
í apríl 1973 og 1974 230
tttfluttar sjávarafurðir
S maí 1973 og 1974 232
tttgerð og aflabrögð 234
Ný fisljskip:
Jón Vídalín ÁR 1 239
Guðsteinn GK 140 239
Aðalvík KE 95 240
E i skvinnsluskól anum
sagt upp 240
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG ÍSLANDS
HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI
SÍMI 10500
RITSTJÓRN:
MÁR ELlSSON (ábm.)
JÓNASBLÖNDAL
AUGLÝSINGAR:
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
GlSLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
(SAFOLD
ÁSKRIFTARVERÐ
750 KR
ÁRGANGURINN
KEMUR ÚT
HÁLFSMÁNAÐARLEGA
Eins og fram kemur í við-
talinu við Kára Jóhannesson
hér í blaðinu, þá er það ekki
ný aðferð að mæla fiskmagn,
og þá aðallega magn uppsjáv-
arfisks, með hljóðendurvörp-
um. Hin svonefnda norska að-
ferð (Bergenska aðferðin, sjá
grein Kára) hefur verið notuð
hér og með ágætum árangri
s. 1. ár, þar sem voru mæl-
ingarnar á magni íslenzku
vorgotssíldarinnar. Seiða-
magnmælingar hafa einnig
verið gerðar með þessum hætti
hér við land og með jákvæð-
um árangri.
Það er vitaskuld ekki á færi
nema sérfróðra manna að
fjalla um þær aðferðir til
magnmælinga, sem um getur
verið að ræða við hinar ýmsu
aðstæður, en frá leikmanns-
sjónarmiði, þá virðist sem sú
aðferð Kára, að búa sér til
eða reikna út stuðul fyrir
hljóðendurvörpin við þær að-
stæður, sem um er að ræða
hverju sinni hafa skilað svo
mikilvægum árangri, að hún
verðskuldar sérstaka athygli
okkar. Hans tillag virðist leik-
manni fyrst og fremst liggja í
því, að hann lagar þær að-
ferðir sem þekktar voru til
magnmælinga með endurvörp-
um eftir hinum ýmsu aðstæð-
um. Reiknar út nýjan stuðul
hverju sinni eftir fisktegund-
um og aðstæðum í sjónum.
Þetta kostar hann jafnan tals-
verðan undirbúningstíma, en
eftir að þessum nauðsynlega
undirbúningi er lokið, vinnast
honum sjálfar mælingarnar
vel og þær reynast nákvæmar.
Eins og áður segir, er það
ekki á annarra færi en sér-
fróðra manna að dæma um
það, að hve miklu leyti að-
ferð Kára gagnaðist okkur hér
t. d. við ákvörðun loðnumagns
og síldar umfram þær aðferðir
sem beitt hefur verið. Það er
þó ljóst að FAO-fiskifræð-
ingar og fleiri, svo sem Perú-
fiskifræðingar telja að Kára
hafi lánazt sérstaklega vel að
mæla magn uppsjávarfisks, og
ástæða sýnist því til þess, að
okkar ágætu fiskifræðingar,
sem eru mjög vakandi fyrir
nýjungum, rannsaki það mál,
og beri saman bækur sínar
við Kára. Þó að það sé nátt-
úrulega margsönnuð reynsla,
að yfirleitt verðum við menn
því vitlausari, sem við komum
fleiri saman, þá á það sér und-
antekningar eins og aðrar
gildar reglur.